Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Lifði af lendinguna eftir fallið.

skydivingÞað er í sjálfu sér ekki nein frétt þótt menn lifi af 60 metra fall eða jafnvel nokkur þúsund metra fall ef því er að skipta. 

Öðru máli gegnir þegar menn lenda í enda fallsins þá geta menn farið illa og orðið fréttamatur, ef ekki er notaður neinn búnaður til að draga úr fallinu og mýkja lendinguna.

Nær undantekningarlaust lifa menn fallið sjálft af, það er lendingin sem banar mönnum.


mbl.is Lifði af 60 metra fall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er nóg komið?

Enn einu sinni stofna Ísraelar til nýrra landnemabyggða á hernumdu landi, í þeim tilgangi að eyðileggja yfirstandandi friðarferli jafnframt því að framkvæma enn eitt opinbera landránið.

Þetta gera þeir í krafti þess að þeim hefur aldrei verið gert að fara að alþjóðalögum, hvorki lagalega eða siðferðislega.

Ísrael hefur engan áhuga á friði fyrr en þeir verða búnir að innlima allt Palestínskt land.

Aðrar þjóðir, ekki hvað síst í þessum heimshluta, hafa mátt sæta efnahagsþvingunum, jafnvel innrásum fyrir að hafa hundsað alþjóðasamþykktir.

Spyrni Obama Bandaríkjaforseti ekki þegar við fótum og setji Ísrael stólinn fyrir dyrnar glatar hann algerlega þeim trúverðugleika sem honum er nauðsynlegur til að geta tekist á við vanda þessa heimshluta. 

Ísrael hefur þá lagt enn einum Bandaríkjaforsetanum fyrir lífsreglurnar.

Er ekki mál að linni.

palestina          
mbl.is Landnemabyggðir stækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt frosið í landinu helga?

Andúðar, svo ekki sé meira sagt, hefur gætt í garð Svía og sænskra stjórnvalda frá stjórnvöldum í Ísrael, frá því umdeild grein í Aftonbladet um meinta líkamspartasölu Ísraelskra hermanna var birt. 

Carl Bildt sem ætlaði í opinbera heimsókn til Ísrael hefur í kjölfarið afboðað för sína þangað.

Ísraelskir fjölmiðlar segja að Bildt hafi hreinlega ekki treyst sér til þess að standa frammi fyrir „ískulda" í heimsókninni.

Stjórnvöld í Ísrael hafa reynt að hefta tjáningar- og prentfrelsi Norðurlanda og nú síðast í Svíþjóð, en eðlilega ekki orðið ágengt. Að það hafi í síðan í för með sér ískulda í garð Svía segir meira um stjórnvöld í Ísrael en um Svía og Carl Bildt.


mbl.is Bildt hættir við Ísraelsför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla mætti að næsta skref...

...hinna mannúðar elskandi Breta verði að losa úr ánauð "vini sína og bandamenn" á fangaeyjunni Íslandi, þar sem heil þjóð var, með beitingu hryðjuverkalaganna,  hneppt í áralangt skuldafangelsi að ósekju.

En til að það gerist þarf víst að finnast hér olía.


mbl.is Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki búið að reyna þessa...

...fjármögnunarleið í öðru, svo sem skólum, leikskólum o.fl.?  Af hverju þarf að reyna aftur,  eru öll gögn um hvernig til tókst glötuð?

Er núna staður og stund til að velja dýrustu fjármögnunarleiðina sem völ er á?

En áhugi „ákveðinna fjárfesta“ á þessu verkefni kann að  ráðast af því að þeir telji sig vera að byggja yfir sig framtíðarhúsnæðið og vilji því hafa eitthvað um það að segja hvernig það er úr garði gert.

 
mbl.is Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það brýnasta málið að slá skjaldborg um Íslenska glæpamenn í fangelsum erlendis?

Það getur ekki og má ekki vera forgangsmál að kosta til stórfé að koma eiturlyfjasmyglurum og öðrum Daltonum  heim í sælu Íslenskra fangelsa þegar allt hangir hér á horriminni af fjárskorti.

Þeir Íslendingar sem sitja í fangelsum erlendis bókuðu sig sjálfir í þá vist og unnu til hennar.

Ef aurinn er til þá eru önnur samfélagsverkefni langtum betur að honum komin en  gæluverkefni við glæpamenn.  

 

mbl.is Fangar í Brasilíu geti afplánað dóma á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnátan er aðeins sex en...

...þegar búin að átta sig á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í Kína.


mbl.is Sex ára vill verða spilltur embættismaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blástu í mælinn góði!

 


mbl.is Tveir stútar í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið verður rannsakað...

cam41799_nato_bombs ...en aðeins til málamynda auðvitað, venju samkvæmt.

Fyrirfram gefin niðurstaðan verður auðvitað sú að ekkert sé athugavert við hernaðarstefnuna og aðgerðir hersins.

Mannfallið,  klúðrið og heila klabbið verður í versta falli skrifað á mannleg mistök flugmannsins.

Honum verður alfarið eignaður heiðurinn af þessu og fórnað gerist þess þörf.

Case closed!

Sú staðreynd að manndráp eru megintilgangur allra hernaðaraðgerða verður ekki tekin til umræðu.

 

mbl.is NATO: Loftárás verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fá kostunaraðilar útvarps- og sjónvarpsstöðva fyrir sinn aur?

Samkvæmt úrskurði Samgönguráðuneytisins var sveitarfélögum óheimilt að láta Landsvirkjun greiða kostnað vegna umræddrar skipulags vinnu.

Úrskurður ráðuneytisins kemur ekki svo mjög á óvart þegar grannt er skoðað hvernig svona greiðslur geta spunnið saman hagsmuni og önnur tengsl.Money1

En höfum við ekki svipað mál uppi á teningnum hvað varðar kostun fyrirtækja á jafnvel heilu þáttaröðunum fyrir útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar.

Spurning hlýtur að vakna hvað  kostunaraðilinn er í raun og veru að kaupa.

Komi til frétta umfjöllunar um stóran kostunaraðila er þá líklegt að sú umfjöllun litist ekkert af þeirri staðreynd að miklir fjármunir geti verið í húfi fyrir stöðina að styggja ekki kostunaraðilann?

Hvað ætli mikilvægir kostunaraðilar hafi fengið mikla afslætti af fréttum frá því þetta fyrirkomulag var tekið upp?

  


mbl.is Niðurstaða ráðuneytisins kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband