Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Leiðin til himna

Er ekki rétt að tileinka Degi og öðrum sem klífa metorðastigana í prófkjörum þessa dagana lagið Stairway to Heaven með Led Zeppelin

 

En því miður liggur það ekki fyrir öllum að fara upp stigann.


mbl.is Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnimáttarkennd

Margir hafa fallið í þá gryfju að reyna að nota nöfn og ímynd stórmenna til að upphefja eigin vesaldóm eða meðalmennsku.kennedy_02

Dan Quayle varaforseti Bush eldri reið ekki feitum hesti frá þeim mistökum sínum að líkja sér við Jack Kennedy forseta í sjónvarpskappræðum við Lloyd Bentsen.

Bentsen afgreiddi hann með einni mergjaði  setningu; “Þingmaður ég þjónaði með Jack Kennedy, ég þekkti Jack Kennedy, hann var vinur minn, þú ert enginn Jack Kennedy”.

Davíð Oddson greip til þessarar sömu tækni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og þá dugði ekkert minna fyrir Davíð en að fara alla leið upp í Jésú Krist til að finna eitthvað samanburðarhæft.

Allt ætlaði bókstaflega vitlaust að verða á landsfundinum yfir þessari upphefð frelsarans að vera á sama stall settur og mr. Oddson.

Gordon litli Brown er í vanda, að honum er sótt, ef ekki af hans eigin flokksfélögum, þá afgordon_brown Íslensku þjóðinni sem mun víst vera ræningjalýður upp til hópa eins og þeir eiga kyn til, ef marka má Lortinn Hattersley.

Brown vesalingurinn leitaði logandi ljósi að einhverju til ímyndarauka og fékk þá furðulegu hugdettu að líkja sjálfum sér við Nelson Mandela, ekkert minna.

Gordon og Nelson eru eins og hvítt og svart, bókstaflega talað en með öfugum formerkjum.  Nelson Mandela er óumdeilanlega eitt af stómennum mannkyns. Gordon kæmist aldrei á blað á þeim lista, ekkert er stórt við Gordon, nema þá kjafturinn.

  


mbl.is Brown í kröppum dansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mála sig út í horn

Húðflúr getur verið skemmtilegt og fallegt, kunni fólk sér hófs.  Lítið fallegt og vel  gert húðflúr getur verið til yndis og fegurðarauka.

En þegar húðflúrið sem slíkt hefur tekið völdin og líkaminn orðinn aukaatriðið er skörin farin að færast upp í bekkinn.

Sumir missa sig algerlega og afraksturinn verður líkastur ógeðslegri óásjálegri klessu sem hefur hvorki upphaf né endi.

Að húðflúra smábörn, jafnvel bleyjubörn er hámark heimskunnar.

baby-sleeve-tattoowordless_weird_tattoo2

alien-tattoo-whole-body

extreme tattoos image

deathheadln5old-man-full-face-rainbow-tattoo


mbl.is Húðflúrkeppni í Singapúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarti-Pétur

Skiptar skoðanir eru um það erlendis, ekkert síður en hér á landi, hvort við eigum yfir höfuð að borga helv. Icesave-skömmina. 

Pétur H. Blöndal er talsmaður þess að við eigum,  ýmist að borga eða ekki borga.

Pétur, sem þessa stundina telur að við eigum ekki að borga, er  líka ötull talsmaður skoðanafrelsis og tjáningarfrelsis og gerir því með reglulegu millibili alvarlegar athugasemdir við notkun annarra á frelsinu til æðis og athafna sem hann og flokkurinn eini, virðast hafa einkarétt á.

Pétur telur að þeir aðilar erlendir sem segja að Íslandi beri að borga séu með grófum hætti að skipta sér að innanríkismálum Íslands. En þeir sem telja að við eigum ekki að borga, nei þeir eru sko ekki aldeilis að skipta sér af innanríkismálum Íslands.

Ó nei þá heita afskiptin eitthvað allt annað, að sjálfsögðu.

Svo er það annar handleggur að sé Icesave alfarið innanríkismál, þá er ekkert til sem heitir utanríkismál.


mbl.is Hlutast til um innanríkismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Bjarni Ben fær um að ganga örna sinna hjálparlaust?

Hringlandaháttur Sjálfstæðismanna, með formanninn í broddi fylkingar, í Icesave málinu er með ólíkindum, nú fá þeir enn eina hugdettuna, en hver skyndihugdettan og töfralausnin eftir aðra hefur poppað upp allt eftir því hvaðan vindurinn blés.  

Skoðum aðeins skoðana og ístöðuleysi Bjarna Ben, sem kemur glöggt fram í eftirfarandi frétt á Visi.is:

"Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mælt með samningaleið við Breta og sagt dómstólaleiðina ófæra, mælt með dómstólaleiðinni, greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan lagt til að hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðsluna og aftur mælt með samningaleiðinni.  

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður utanríkismálanefndar sem lagði til að samið yrði um Icesave.

Síðan var hann þeirrar skoðunar að fara ætti dómstólaleiðina.  

 

Bjarni greiddi síðan atkvæði með þeirri tillögu Péturs Blöndal að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin og gagnrýndi ríkisstjórnina jafnframt harkalega fyrir að vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðslu.  

 

Á fundinum í Valhöll í dag hvatti Bjarni hins vegar ríkisstjórnina til að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu og setjast aftur að samningaborðinu.  

 

Bjarni var formaður allsherjarnefndar sumarið 2004 og gagnrýndi þá forsetann fyrir að fara gegn vilja þingsins. Nú sagði hann forsetann samkvæman sjálfum sér.  

 

Þorsteinn Pálsson var meðal fundargesta í Valhöll í dag, en hann segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag að sumir þeirra sem gagnrýndu forseta Íslands hvað mest fyrir að synja fjölmiðlalögunum árið 2004 hrósi honum nú fyrir samkvæmni. Þorsteinn segir að menn verði ekki dyggðugir af því að endurtaka mistök sín og hrósið sé því hvorki málefnalegt né maklegt".  

Það væri nú aldeilis munur ef þetta lið stæði enn í brúnni á þjóðarskútunni sem þeir sigldu í strand. 


mbl.is Uppbyggilegt að leita leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur Pan

Pétur H. Blöndal, ötull talsmaður tjáningarfrelsis og lýðræðislegra starfshátta hefur miklar áhyggjur af því að tjáningarfrelsið verði notað í aðdraganda kosninganna.  

Ef fylgjendur lagana fái að halda tjáningarfrelsi  sínu muni  það skekkja mjög stöðuna, því sé rétt, til að halda ballans að þeir einir, sem mótfallnir eru, fái að tjá sig.

Pétur hlýtur þá líka að vera þeirrar skoðunar að það skekki mjög stöðuna kosningar eftir kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi margfalt meira fé  til ráðstöfunar en aðrir flokkar og rétt sé því að bregðast  við því  og  banna flokknum að sýna sig fyrir kosningar, svona til aðstöðujöfnunar.

Lifi tjáningarfrelsið-------þegar það hentar.

 
mbl.is Hætt við að umræðan skekkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarverðir morðingjar??

Hún er afskaplega þreytandi  síendurtekin nauðgun Íslenskra fjölmiðla á virðingarávarpinu HERRA!

Hvað ofan í annað eru forhertir ofstopaglæpamenn og hryðjuverkamenn  sem ganga um eyðandi hendi, nauðgandi og myrðandi, kallaðir í íslenskum fjölmiðlum „stríðsherrar“.

Mér er fyrirmunað að sjá nokkuð herralegt og því síður virðingarvert við þessi úrhrök mannkyns.

Fjölmiðlar, kallið sorpið sínu rétta nafni.


mbl.is Var að hefna fyrir morðið á Mehsud
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grái fiðringurinn skekur Bretland.

Hver er þungamiðjan í þessu meinta hneyksli? Er það sú óhugnarlega staðreynd að þetta var 58 ára þingkona og 19 ára elskhugi en ekki það „sjálfsagða og eðlilega“, 58 ára þingmaður og 19 ára ástkona?

Eða er það sú staðreynd að Guðhræddir kaþólikkar brjóta ekki boðorðin og þá hvað síst það 7.

Skárra væri það nú.

    
mbl.is 19 ára ástmaður 58 ára þingkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldulesning

Mér er bæði ljúft og skylt að benda á feikna vel skrifaða og dúndurgóða grein Árna Gunnarssonar um forseta Íslenska lýðveldisins.


Vaxandi skilningur á stöðu Íslands

Það er greinilegt að fréttir erlendis um orsök og afleiðingar synjunar forsetans á síðustu útgáfu Icesave eru mjög að mildast, og í auknum mæli hafa einstaklingar og fréttastofur tekið upp hanskann fyrir okkur.

Margir, þar á meðal undirritaður, hafa með réttu talið að kynning á málstað Íslands væri bæði lítil og rýr. En margt bendir til að þessi skoðun hafi verið á misskilningi byggð, stjórnkerfið hefur verið önnum kafið við vinnu að þessum málum, þótt sú vinna hafi ekki farið fram í fjölmiðlum.

Á lista, sem utanríkisráðuneytið hefur tekið saman, má sjá yfirlit yfir helstu aðgerðir íslenskra stjórnvalda dagana 5.-6. janúar. Þessi misskilningur væri ekki uppi hefðu stjórnvöld farið að eigin áætlunum um opnara stjórnkerfi.

Eitt hefur sérstaklega vakið athygli mína varðandi fréttir erlendis af þessum atburðum, það er hve harðir og óvægir danskir fjölmiðlar hafa verið í okkar garð. Það er greinilegt að umsvif Íslensku útrásarsóðanna í Danmörku hafa rist dýpra í dönsku þjóðarsálina en þeir hafa viljað vera láta.

Viðbrögð Breta og Hollendinga og hótanir þeirra um afleiðingarnar eru fáheyrðar og eiga sér ekki hliðstæðu nema ef vera kynni gagnvart sorpstjórnvöldunum í N-Kóreu og  Zimbabwe. Sagan segir okkur að Bretum og Hollendingum ætti, sem gömlum og stórtækum nýlendukúgurum að vera allra þjóða best ljóst að kúgun, yfirgangur og oflæti leiðir alltaf til ófarnaðar að lokum.

Verum minnug þess að margir sagnfræðingar eru þeirrar skoðunar að síðari heimsstyrjöldin hafi í ekki hafist 1. september 1939, þótt bardagar hafi byrjað þá. Styrjöldin hafi í raun hafist þegar Þjóðverjar voru neyddir til að ganga að afarkostum í Versalasamningunum í lok fyrriheimsstyrjaldarinnar 1918.

Úr því sem komið er, er í raun aðeins ein raunhæf lausn á Icesave málinu, lausn sem yrði ásættanleg fyrir alla aðila. Hún er sú að Bretar og Hollendingar brjóti odd af oflæti sínu, samþykki Icesave með þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti fyrr í haust.

Þá gætu þjóðirnar allar haldið andlitinu og lifað sáttar við sitt. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði þá óþörf því lögunum frá 30. Desember mætti á haug kasta. 

Pistillinn birtist fyrst tengdur við aðra frétt.


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.