Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Já,..

... þeir vilja það blessaðir!

Margt er skrýtið í kýrhausnum.

 

 


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei ekki aftur, ekki aftur.

GeordieBombN-Írlands hryllingurinn má aldrei gerast aftur, allir tapa, allir þjást, enginn ber neitt úr bítum nema hatur og heift.

Aldrei aftur, aldrei aftur!

.

.

.

 
mbl.is Bílsprengja á N-Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum Gunnar...

...af dagskrá, hans tími er liðinn, finish, kabút !


mbl.is Úrslitin komu Gunnari á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í blindri trú

Það er útilokað að Sjálfstæðismenn komi nokkurn tíman til með að sjá Bandaríkjamenn í réttu ljósi. Þeim er í blóð borin þjónkun og undirlægjuháttur í þeirra garð á hverju sem gengur. Sumir þeirra geta vart af sér vatni kastað án þess að Sámur frændi leggi yfir það blessun sína.

Nú dettur þeim í hug að eitthvað hafi upp á sig að biðja Bandaríkjamenn að segja SKAMM, SKAMM við Bretana vegna Icesave og framkomu þeirra við okkur! 

Sjallarnir  vilja eðlilega ekki muna það  þegar Bretar voru hér í hverju þorskastríðinu eftir annað með herskip  um allan sjó til varnar Breskum veiðiþjófum og siglandi á Íslensk varðskip.  

Þá var Bandaríski herinn með aðstöðu hér, í loftinu lá hótun um brottför úr NATO og herinn yrði sendur til síns heima. Þegar leitað var til Bandaríkjamanna  og þeir beðnir að íhlutun, létu þeir sér, þrátt fyrir þetta , fátt um finnast og sögðu okkur á eins kurteisan hátt og þeim var unnt að hoppa upp í rassgatið á okkur, þeim kæmi þetta ekki við.

Nú er enginn herinn, hótun um úrsögn úr NATO gagnslausari en hauslaus hæna  og samt halda Sjálfstæðismenn að Bandaríkjamenn „vinir þeirra“ hafi einhvern áhuga á að hjálpa okkur gegn Bretum.

Nei fyrr frýs í helvíti áður en slíkt hvarflar að þeim.

Þeir hafa alltaf kunnað að velja sér vini Sjallarnir.


mbl.is Fundir með bandarískum ráðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég auglýsi eftir skónum mínum!

Fyrir mörgum árum varð ég fyrir því óláni, þegar ég fór í sjúkraheimsókn á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki að skónum mínum var „stolið“ meðan ég staldraði við. Ekki er líklegt að þessi Kóreanski skósmiður hafi verið þar að verki því „þjófurinn“ var svo hugulsamur að skilja skóna sína eftir, svona sem sárabætur.

Mínir skór voru rétt viku gamlir, nýburstaðir og glansandi en það sama var ekki hægt að segja um hitt skóparið. Þeir voru eins og mínir en hið minnsta 3 númerum stærri, greinilega einhverjum árum eldri og af útliti og lykt var ekki annað ráðið en þeir hefðu ítrekað lagt leið sína í gegnum einhvern fjóshauginn í Skagafirðinum.

En hafi þessir skór sem við mér blöstu passað á fætur  eiganda síns þá er mér hulin ráðgáta hvernig hann gat troðið sér í mína. Það hefur verið kómísk sjón að sjá þennan vin minn hökta burtu í allt of litlum skóm eða þá mig  tipla bálillan á sokkaleistunum út í bíl.   


mbl.is Stal 1200 pörum af skóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er enn 2007 á Álftanesi?

Ég hef fulla samúð með íbúum Álftaness, hvernig komið er fyrir sveitarfélaginu. En mér finnst það frekar klént að reka hálfgerðan áróður fyrir því að fólk flytji heimilisföng sín úr sveitarfélaginu til að losna undan auknum gjöldum. 

Ætlar þetta „flóttafólk“ síðan að búa áfram í sveitarfélaginu og þiggja áfram þjónustu  þar, þó skert sé en greiða gjöld sín í staðin til annarra sveitarfélaga sem enga þjónustu veita þeim?

Fyrir það fyrsta er það ólöglegt, lögheimili á hver að hafa þar sem hann hefur búsetu.

Í öðru lagi fækkar með þessu þeim sem undir álögunum standa þó þeim fækki ekki sem þjónustu sveitarfélagsins þiggja og lengir þann tíma sem viðreisnin tekur.

Þeir sem þannig renna af hólmi færa sínar byrgðar yfir á nágranna sína sem ætla að standa keikir. Ekki stórmannlegt það.

Ef brask og fjárfestingar sveitarfélagsins hefðu farið á betri veg og skilað góðum arði hefðu þessir „flóttamenn“ væntanlega ekki haft neitt á móti því að þiggja arðinn og hagnaðinn í formi lægri gjalda, en þegar illa fór þá er sjálfsagt að velta tapinu og kostnaðinum yfir á aðra.

Ég hélt satt að segja, eftir það sem á undan er gengið, að 2007 hugsunarhátturinn væri liðin tíð, en hann lifir greinilega enn góðu lífi meðal íbúa Álftaness, sumra hverra að minnsta kosti.


mbl.is Íbúar Álftaness búnir að fá nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga sex konur...

...eins og segir í fréttinni er algerlega passlegt. Það gerir eina á dag og svo halda menn hvíldardaginn heilagan. Óþarfi að hýða manninn fyrir það.

 

Það er rétt að enda þessa karlrembufærslu á því að óska öllum íslenskum fljóðum til hamingju með daginn!

rós2


mbl.is Hýddur fyrir að eiga sex konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk Silfurbjörninn fyrir nauðgun

Hvernig hugsa menn eiginlega í kvikmyndabransanum? Er þeim ekkert ógeðfellt?

Er hugsunarlaust og kinnroðalaust medalíum og verðlaunum ausið yfir barnaníðinga og þvíumlíka, hafi þeir aðeins þjónað kvikmyndagerðinni og listinni sem slíkri?  

Það er greinilega ekki sama hver nauðgar og hverjum?

 
mbl.is Polanski vann Silfurbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur flokkar í endurvinnslu og förgun.

Það er vert að óska Ármanni Kr. Ólafssyni og Kópavogsbúum til hamingju. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en Ármann sé heiðarlegur og gegnheill stjórnmálamaður.

Því var hvíslað að mér áðan að Kópavogsbúar væru mjög umhverfisvænir og flokkuðu allt endurnýtanlegt úr ruslinu,  áður en því væri hent í gráu tunnuna.

Gefum Gunnari orðið;

Svo mörg voru þau orð.

 
mbl.is Ármann sigraði í prófkjörinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður bassinn...

sparka í klof

...settur í botn og ......... búmmmm ....... Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi  „býður fram klofið“, hversu geðslegt sem það kann svo að vera.

.

.

.

.

Mátti til að bæta í færsluna smá myndbandi.


mbl.is Ármann öruggur í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband