Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Yrði bruni og manntjón hvort væru sekari rekstraraðilarnir eða yfirvöld sem gáfu þeim frest til úrbóta á frest ofan?
25.2.2010 | 18:35
Það er grafalvarlegt þegar rekstraraðilar skemmtistaða hundsa tilmæli um úrbætur á brunavörnum. En öllu alvarlega er að yfirvöld og eftirlitsaðilar gefi slíkum stöðum frest á frest ofan til úrbóta. Ef húsnæði uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru á skoðunardaginn, breytir frestur þar engu, einn og sér.
Ef í ljós kæmi við skoðun að búnaður flugvélar væri með svipaða vankanta og vélin vanbúin til flugs, kæmi þá til greina að veita rekstraraðilum hennar frest til úrbóta og vélin fengi að fljúga á meðan með farþega? Nei auðvitað kæmi slíkt aldrei til greina.
En ekkert mál virðist vera að hleypa tvöföldum eða þreföldum þeim fjölda sem flugvélin tekur inn í dauðagildrur á jörðu niðri. Það getur varla kviknað í, það er jú í gildi frestur!
Hvernig virkar frestur á úrbótum sem brunavörn?
Alvarleg brot á brunavörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mulningur #1
25.2.2010 | 15:48
Frumherjarnir Zeb og Marta settust að á nýja landinu. Þau byggðu sér traustan bjálkakofa, slógu upp hlöðu fyrir heyið og reistu gerði fyrir búpeninginn. Svo hengdi Zeb stóra klukku upp í tré og sagði: Marta, það eru indíánar hér í kring. Ef þú þarft á mér að halda hringdu bjöllunni atarna en bara í neyðartilviki.
Nokkrum dögum seinna var Zeb úti í skógi að höggva við. Allt í einu heyrði hann klukkuna klingja. Hann stökk á bak Léttfeta og reið á harðastökki heim. Hvað er að? spurði hann.
Svo sem ekkert, elskan, svaraði Marta. Ég var bara að renna á könnuna og datt í hug að þig langaði í sopa.
Fjandinn sjálfur, kona! Ég sagði þér að klukkan væri til að nota í neyðartilvikum! Nú ertu búin að tefja mig í klukkutíma til einskis!
Svo slóg hann í Léttfeta og þeysti aftur út í skóg. Hann var varla búinn að taka upp öxina aftur þegar hann heyrði í klukkunni öðru sinni. Hann fleygði frá sér öxinni og stökk á bak hestinum.
Baðkerið lekur, sagði Marta vesældarlega.
Það er ekki neyðartilfelli, kona! sagði Zeb. Ég verð að halda áfram að höggva við. Láttu mig í friði nema eitthvað alvarlegt sé á ferðinni!Þegar Zeb kom aftur út í skóginn hjó hann eins og óður maður í tvo tíma. Þá klingdi klukkan í þriðja sinn. Zeb kastaði sér upp á hrossið og flengreið heim. Þegar þangað kom stóð bjálkakofinn í ljósum logum, hlaðan var brunnin til kaldra kola, gerðið rofið og búpeningurinn út um allt. Fyrir neðan klukkuna lá Marta á grúfu með ör á kafi í öxlinni og stundi lágt.
Já, Marta mín, sagði Zeb, svona vil ég hafa það!
Mulningur | Breytt 26.2.2010 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Útbreiddur misskilningur
25.2.2010 | 09:19
Það er útbreiddur misskilningur að Háhyrningar séu einhver krúttleg gæludýr. Myndin Free Willy á eflaust einhverja sök á þessum ranghugmyndum.
Í náttúrunni eru þessi dýr tígrisdýr hafsins. Þeir fara létt með að ráðast, þá nokkrir saman, á stórhveli og drepa það.
Svo fanga menn þessar skepnur, setja í búr og meðhöndla sem leikföng, það getur aðeins endað illa.
Þessi umræddi háhyrningur á sér blóðuga sögu og er ekki líklegur að láta af því hátterni, fái hann til þess frekari tækifæri.
Háhyrningur í Orlando drap konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ég fékk kvörtun í síðustu viku!
24.2.2010 | 19:42
Ég var úti að ganga með hann Bangsa minn, eina af 5 til 6 slíkum gönguferðum daglega. Ég hef freistast til þess einstaka sinnum, vitandi af algjöru meinleysi Bangsa, að hafa hann lausan og leyfa honum að nýta sér frelsi einstaklingsins að góðra manna hætti.
Mætum við félagarnir þá ekki manni með vart sýnilegan teskeiðarhund í taumi. Bangsi, sem var örlítið á undan mér, rétt snéri nefinu að hundlíkinu, hnussaði og hélt för sinni áfram.
En þegar ég mætti manninum þá hreytti hann í mig; Ég er í fullum rétti, skal ég segja þér! Hundar eiga ekki að ganga lausir!.
Heppinn ertu að vita þína réttarstöðu, vinur var það eina sem mér datt í hug að segja í hita augnabliksins.
Og ég sem hélt að glæpamenn einir vissu allt um sína réttarstöðu.
237 kvartanir til Landlæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Segja af sér.. af hverju?
24.2.2010 | 16:57
Ber okkur ekki samkvæmt boðskap Krists að fyrirgefa konu kindinni hennar breyskleika?
Er umburðarlyndið og fyrirgefningin, hornsteinar kristinnar trúar, einungis til brúks á tyllidögum eða til hátíðarbrigða?
.
Biskupinn segir líklega af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lækkar bensínið í dag?
24.2.2010 | 15:00
Nú er heimsmarkaðsverð á olíu á hraðri niðurleið.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslensku olíufélögin eru fljót að bregðast við verð- breytingum á heimsmarkaði og skila þeim til sinna viðskiptavina.
Þannig að búast má vil lækkun strax í dag.
Ekki spurning.
.
.
Olíuverð á hraðri niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjasta nýtt úr Hádegismóum?
23.2.2010 | 23:27
Umræddir þingmenn (N.B. ekki ráðherrar) eru ekki nefndir á nafn eða aðrir heimildamenn fyrir fréttinni og myndskeiðið er gallað.
Er þetta ekki enn einn Hádegismóa spuninn?
Það verður að teljast líklegast því þetta er einhver hálfvitalegasta hugmynd frá landnámi. Hvernig er hægt að breyta því sem kosið er um í miðri atkvæðagreiðslu?
Atkvæðagreiðslan um lögin hófst þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan opnaði og henni lýkur þegar kjörstaðir loka á kjördag.
Umræðan um þessi mál er að verða á svo lágu plani að hún nær ekki einu sinni upp í þann standard sem verst gerist í myndugum bananalýðveldum, þar vantar mikið á.
Þjóðaratkvæði um nýjan samning? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Guð hatar Ísland og skyldi engan undra!
23.2.2010 | 15:32
Icesave og yfirlýsingagleði Össurar eru fráleitt aðal vandamál Íslendinga.
Nú er ljóst samkvæmt ÞESSARI VEFSÍÐU HÉR að Guð hatar Ísland. Ekkert minna.
Þegar svo er komið er ekki von á góðu.
Guð blessi drottninguna! ....eeh...kónginn! .... uhuh ....fyrirgefið forsetann!, auðvitað!
.
.
Ábending á þessa síðu er fengin að láni frá Birni bónda.
.
Söguskýring bandaríska sendifulltrúans röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef þetta er nokkuð góð staða Össur minn....
23.2.2010 | 12:28
....þá er sannarlega lítt eftirsóknarvert að sjá hana verulega slæma!
Nokkuð góð staða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fiskeldið haft til blóra.
23.2.2010 | 11:43
Ég var á togara í rúm 14 ár. Það var býsna algengt að í aflanum væru vanskapaðir fiskar, raunar algengara en ætla mætti fljótt á litið. Vansköpun var mun algengari í þorski en öðrum tegundum.
Vanskapnaðurinn var ýmiskonar, höfuðin aflöguð, hryggurinn skakkur og skældur, búkurinn óeðlilega stuttur og aflagaður o.s.f.v.
Þetta gerðist þrátt fyrir að hér á landi væru engin þorskeldisfyrirtækin til að kenna um vanskapnaðinn.
Vanskapaðir þorskar veiðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |