Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Er Davíð kominn á eindaga?

Það er vissulega virðingarvert að borgarstjórn Reykjavíkur ráðist loks í það þarfa verkefni að láta sömu skipulagslög og reglugerðir gilda um Hrafn Gunnlaugsson og aðra borgarbúa. Hrafn hefur fram að þessu spilað frítt spil og farið sínu fram á lóð sinni á Laugarnesinu.

Þar hefur hann komið sér upp einka ruslahaug og býr í honum miðjum. Nú virðist loks komið að því að þessi ruslahaugur í miðri Reykjavíkurborg  verði fjarlægður og öllu ruslinu, bæði  lifandi og dauðu verði komið fyrir þar sem það á heima.

Hrafn hefur frá því fyrir daga Matthildar verið undir verndarvæng Davíðs Oddsonar og ósnertanlegur. Það hlýtur að fjara ansi hratt undan ægivaldi Davíðs þessa dagana úr því borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins  í Reykjavík sér fært að leggja til atlögu við ósómann.


mbl.is Segir aðgerðir borgaryfirvalda lögleysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomnu flugöryggi verður aðeins náð með því að leggja flug alfarið af.

Ekki er óeðlilegt að ætla að full mikillar varúðar hafi verið gætt varðandi flug undanfarna daga og öryggissvæðið haft of víðáttumikið og menn hafi frekar látið stjórnast af hræðslu við hið óþekkta en raunsæi.

Þegar tæknin gerir okkur kleyft að fylgjast með nánast hverjum fermetra á Jörðinni úr gervihnöttum á rauntíma, auk fullkominnar vitneskju um vinstyrk og stefnu um alla Jörð, mætti ætla að hægt væri að þrengja öryggissvæðið verulega að ósekju, án þess að raska flugöryggi nokkuð.

    
mbl.is Þrýst á að flugbanninu verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Nöldur og nagg í kvöldmatinn“

discovery lendingInnkoma geimferjunar Discovery  inn í gufuhvolfið og lending, sem fyrirhuguð er á morgun, er án notkunar á hreyflum.

Flug hennar inn til lendingar er hreint svifflug og því vandséð hvernig einhverjar öskuagnir ættu að geta truflað lendingu hennar.losnar_vi_noldur

Þessi ferð Discovery er sögð tímamótaferð því aldrei hafi fleiri konur verið staddar úti í geimnum á sama tíma eða fjórar alls.

Sem er afskaplega sorglegt því þetta síðasta athvarf karla, geimurinn, er nú farið, hvergi er friður fyrir átroðningi kvenna.

Alstaðar ríkir sama eilífa nöldrið og naggið.

.

   
mbl.is Eldgosið truflar ekki Discovery
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki sama stuðningsliðið...

... og blessaði Þorgerði í bak og fyrir á síðasta landsfundi flokksins.

Eitthvað mun það hafa rýrnað ábyrgðarvægið síðan á landsfundinum þeim.

En hangir á meðan lafir.....


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki sú þróun....

.... sem reikna mátti með og fyllilega eðlileg miðað við gang gossins. Hálfgerð gúrka þessi frétt.

------------------------------

Viðauki

Kalli nokkur Sveinss hefur verið að dreifa staðlaðri trúarjátningu sinni á færslur þvers og kruss óháð efni þeirra.

Ég hengi trúarjátningu Kalla við þessa færslu mína til að spara honum ómakið að copy/paste hana inn í athugasemdir.

Hann getur þá nýtt krafta sína og tíma í annað og þarfara.

Laukrétt hjá þér minn frómi.

 En það voru fleiri í stjórnklefanum ( ríkisstjórninni).

 Össur Skarphéðinsson. Hann var í hrunstjórninni. Var stofnfjáreigandi í Spron, og fékk  30 milljónir " svona rétt fyrir hrun" !

 Árni Þór Sigurðsson. Sá maður var hvorki meira né minna en í STJÓRN Spron. Fékk selt " aðeins" 300 MILLJÓNIR -þrjú hundruð milljónir - " rétt fyrir hrun" ., og kom peningunum fyrir erlendis !

 Jóhanna Sigurðardóttir. Sat í hrunstjórninni. Reyndar var hún í brúnni. Fylgdist með þegar skútuna rak stjórnlaust upp á strandsker - og afhafðist bókstaflega EKKERT ! 

 Segja af sér þessi þrjú ??

 Látum okkur ekki slíkt koma til hugar. Aldrei sama Jón & Séra Jón !

 Fleiri syndarar í þingmannahópi ?

 Reyndar - en meira seinna


mbl.is Gígopin að stækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki hugsanlegt Ingibjörg, heldur staðreynd að þú brást

ingibjorg_solrun_08_717291Það er stórmerkilegt að allir sem að hruninu komu, hönnuðu það og framkvæmdu, sjá enga ábyrgð liggja í eigin ranni, með einni eða tveim undantekningum.

Það er ekki fyrr en nánast öll þjóðin hrópar í kór sem tveir eða þrír hafa spurt sjálfa sig hvort það geti verið að þeir beri ábyrgð.

Það er laukrétt hjá Ingibjörgu að rannsóknarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki gerst sek um mistök.  En nefndin útskýrð þá niðurstöðu með því að Ingibjörg, sem utanríkisráðherra, hefði ekki verið fagráðherra þeirra sviða sem brugðust.

En svo aðeins eitt dæmi sér tekið þá dugir það ekki að Ingibjörgu að telja að hún hafi brugðist, þegar hún sannarlega tók þátt í samsæri með Davíð Oddsyni og Geir Haarde að halda Björgvin G. Sigurðssyni ráðherra bankamála frá gangi mála eftir því sem kostur var. 

Björgvin var síðan, af rannsóknarnefndinni, talinn hafa brugðist, þótt honum hafi verið haldið út í kuldanum, því hann var fagráðherrann.


mbl.is „Mér finnst ég hafa brugðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og koma svo!

Það er vaxandi krafa hjá þjóðinni að stjórnmálamenn axli ábyrgð á hagstjórnarlegum mistökum undanfarinna ára.

Vonandi er þessi yfirlýsing Jóhönnu merki þess að stjórnmálamenn almennt séu að vakna til vitundar og átta sig á gerbreyttu landslagi og krafan sé nýtt blóð, ný hugsun og síðast en ekki síst ný og bætt siðferðisvitund.

Koma svo hinir Bjarni og Sigmundur og renna upp að hliðinni á Jóhönnu en gæta þess umfram allt að taka ekki framúr?

 
mbl.is „Létum þetta líðast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algert „umferðar-hveiti“ eins og einhver orðaði það

 

 


mbl.is Umferðaröngþveiti á Hvolsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn í þrautakóng.

Mikið afskaplega er það heppilegt fyrir Þorgerði  og Illuga að Björgvin skyldi bresta kjark til að stíga skrefið til fulls og segja af sér þingmennsku.

Nú telja Þorgerður og Illugi að þau þurfi ekki að ganga lengra en Björgvin til að halda andlitinu og það nægi að stíga til hliðar tímabundið. Þau bíða svo tækifæris að laumast aftur inn á sviðið um leið og öldurnar lægir.

Vonandi  verður það  aldrei.

Ég bind vonir við að Björgvin sjá að sér og klári dæmið, það myndi setja  syndlausu og ómissandi Sjallana í verulegan vanda.

Hvernig er syndaregistur  varaþingmannanna  sem koma inn á þing í stað Þorgerðar og Illuga? Lækkar syndasúla flokksins við þessa aðgerð?

 
mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja bíla árekstur......!

Þessi var góður...... kunnið þið annan?


mbl.is Tveggja bíla árekstur við BSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband