Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Er nema von að ástandið sé eins og það er,....

....þegar menn þurfa að mati formanns Sjálfstæðisflokksins að færa rök fyrir því að þeir skammast sín og snáfi burt?

Óttast Bjarni barnungi að missa spillingarliðið of langt frá sér?


mbl.is Illugi færði fram sterk rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leit er hafin að týndum kjúklingi...

...sem talið er að sé sýktur af salmonellu. Ekkert er vitað um ferðir kjúklingsins síðan um miðjan dag í gær. Kjúklingurinn var þegar síðast var vitað klæddur í glært plast.

Kjúklingurinn er talinn hættulegur og fólk er beðið um að forðast beina snertingu við hann. Þeir sem verða hans varir eða hafa upplýsingar um ferðir hans síðan í gær eru beðnir um að hafa samband við lögregluna.

 
mbl.is Grunur um salmonellusmit í kjúklingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Ef hönd þín hneykslar þig, þá högg hana af“

Þetta er það sem þarf að gerast í ríkum mæli í öllum flokkum.  Nýtt fólk þarf að koma inn „ómengað“ af þeim ósköpum sem helsýkt hefur þjóðfélagið allt þvers og kruss. 

Höggvum óþverann af

 
mbl.is Anna Margrét sest á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ætlar að toppa þetta?

Þótt ég hefði talið eðlilegast að Björgvin stigi skrefið til fulls er ljóst að hér er um tímamóta ákvörðun að ræða og af ábyrgð gerð. Nú standa spjótin á öðrum sem hruninu tengjast.

Axlið ykkar ábyrgð þingmenn, hver verður manna mestur og fyrstur til að stíga skrefið til fulls og segja af sér, sem skyldan, þjóðin og samviskan býður? Úps þetta með samviskuna var til of mikils mælst, gleymum henni.

Burt, burt, spillingarkjaftar!

 
mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki næsta mál...

...hjá Ryanair að henda út sætunum og bjóða upp á stæði til að geta pakkað betur í vélarnar?  


mbl.is Nei hingað og ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðanátt er hagstæðasta vindáttin

Ekki óska ég íbúum undir Eyjafjöllum öskufalls frekar en öðrum landshlutum. En norðanátt er hvað sem öllu líður langhagstæðasta vindáttin hvað öskufall varðar. Þá er minnst land undir og styst til sjávar.

Vonandi dregur úr blöndun vatns og gosefna í gossprungunni og þá minnkar öskufallið ef að líkum lætur.

 


mbl.is Þéttir glugga vegna öskufalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innilegar hamingjuóskir með daginn...

....frú Vigdís Finnbogadóttir. Bestu þakkir fyrir þitt framlag í þágu lands og þjóðar í fortíð sem framtíð.

Roses

 


mbl.is Sungu fyrir Vigdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #25

Heaven37Jón Valur var dáinn og kom að Gullna hliðinu og knúði dyra. Dyrnar opnuðust um síðir.

„Hvað vilt þú“?  Spurði Lykla-Pétur.

„Ég vil fá inngöngu í himnaríki“, svaraði Jón Valur glaðhlakkalegur.

„Hingað inn kemur þú ekki góði, farðu til helvítis“, sagði Lykla –Pétur hlægjandi og skellti aftur hliðinu.Hell_-_3D_Art

Næsta dag var aftur knúið dyra í Himnaríki. Lykla-Pétur fór til dyra og varð heldur betur hissa, hann sá ekki betur en allir púkar helvítis væru komnir að Gullna hliðinu.

„Hvað í ósköpunum eruð þið að gera hingað?“ Spurði Pétur.

„Við erum flóttamenn úr neðra og komum til að sækja um hæli“, svaraði einn púkinn „því í gær kom einhver nýr gæi og hann er búinn að snúa öllu á haus og gera staðinn að hreinu víti“.

 

Er þetta allt og sumt?

Er málinu þá lokið, Birkir Jón, hvað Framsóknarflokkinn varðar? Búið að gera upp fortíðina og flokkurinn klár í næsta leðjuslag?

Það verður aldeilis munur Birkir Jón, að koma út af þinginu eins og ný hreinsaður kaþólikki eftir skriftir og syndaaflausn,  horfa  í augu kjósenda sem margir hverjir hafa misst allar sínar eigur og rúmlega það fyrir gjörðir Framsóknar.

Mikið andskoti hlýtur þér að líða vel eftir þessa hundahreinsun.

 
mbl.is Viðurkenndi ábyrgð Framsóknarflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mokum út af Alþingi.

Það er ljóst að þessi gröfumaður er bæði áræðinn og snar, og kallar ekki allt ömmu sína.

Það þyrfti að fá hann í það þarfaverk að moka út úr Alþingi öllu spillingardraslinu og hreinsa þar til.

Það þarf öflug tæki og djarfa menn í það verk, því allir ætla greinilega að sitja sem fastast og fara hvergi, sama hversu illilega þeir hafa drullað upp á bak.  


mbl.is Gröfumaðurinn bjargaði miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband