Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Pétur hvað var sagt um þá sem efuðust og gagnrýndu efnahagsundrið?
14.4.2010 | 14:30
Pétur minnist ekkert á að ef einhver erlendis dirfðist að efast um Íslenska fjármálaundrið þá voru mætt í næsta fréttatíma, Geir H. Haarde, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún, Árni Matt eða einhver önnur álíka gáfuð fyrirbrigði og rökkuðu niður álitsgjafann, kallandi viðkomandi nánast fífl eða fávita.
Nei Pétur man það ekki, eðlilega.
![]() |
Ábyrgð einnig hjá matsfyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Klæðskerasaumuð afsökunarbeiðni er aumt yfirklór.
14.4.2010 | 09:41
Af hverju beið Björgólfur eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndarinnar áður en hann baðst afsökunar? Hann játar núna andvaraleysi gagnvart hættumerkjum og að hafa ekki getað farið eftir hugboði sínu þegar hættan var ljós. Var honum þetta ekki ljóst í síðustu viku eða fyrr?
Já það er einmitt það, nú er komið nýtt og annað hljóð í strokkinn en verið hefur fram að þessu. Hvað ætli Björgólfur hafi verið búinn að gera mörg mismunandi uppköst af þessari afsökunarbeiðni til að hún félli að hugsanlegum mismunandi niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar, hvað hann varðaði?
Björgólfur ætlar að gera upp við lánadrottna sína, gott og vel ekkert nema gott eitt um það að segja.
En hvað með þjóðina Björgólfur, sem m.a. fyrir þinn tilverknað, situr uppi með gengisfall krónunnar, stórhækkað verðlag, mesta atvinnuleysi síðari tíma, margföldun á lánum og afborgunum af þeim, niðurskurð á þjónustu ríkisins ásamt öllum þeim andlegu þjáningum sem af þessu leiða?
Hvenær og hvernig ætlar þú að jafna þín mál við þjóðina? Eða á þjóðin að gera sér að góðu þessa aumu klæðskerasaumuðu afsökunarbeiðni, sem er langt frá því að sýnast ærleg, hvað þá meira?
![]() |
Björgólfur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mulningur #24
13.4.2010 | 20:45
Þrír prestar eru í göngutúr um Öskjuhlíðina. Það er mjög heitt og þegar þeir koma í Nauthólshvíkina ákveða þeir að fá sér sundsprett. Þar sem enginn er í víkinni og þeir ekki með nein sundföt ákveða þeir að láta sig hafa það og fara naktir í sjóinn.
Þar sem þeir eru að synda í sjónum, koma nokkrar unglingsstelpur aðvífandi, prestunum til mikillar skelfingar. Þar sem þeir ná ekki að komast að fötunum í tíma, var ekki um annað að ræða en reyna að skjótast að fötunum á Adamsklæðunum.
Tveir héldu fyrir græjurnar á sér en einn huldi á sér andlitið meðan þeir hlupu í skjól. Þegar þeir eru komnir í skjól spyrja þeir tveir þann sem huldi á sér andlitið því í ósköpunum hann hefði gert það í stað þess að hylja kynfærin.
Ég veit ekki hvernig það er í ykkar söfnuðum, svarar presturinn , en í mínum söfnuði þá þekkjast menn af andlitinu.
Köllum saman Landsdóm og það fyrr en seinna - Ég játa!
12.4.2010 | 22:14
Ég hef aldrei farið leynt með mínar stjórnmálaskoðanir, ég er krati.
Já krati af gamla skólanum, svo kallaður norðrænn verkalýðskrati, í ætt við skoðanir heilagrar Jóhönnu. Enda hef ég alla tíð borið takmarkalausa virðingu fyrir þeirri konu og borið höfuðið hátt og geri enn.
Ég var flokksbundinn í Samfylkingunni, studdi Ingibjörgu gegn Össuri, soglegt eftir á að hyggja. Ég hef harla lítið álit á henni núna og hef ekki farið leynt með það sé bloggið mitt skoðað. Hvarflar ekki að mér að reyna að verja hana.
Þegar Ingibjörg lagði sig og Samfylkinguna undir íhaldið á Þingvöllum sagði ég mig úr flokknum með tölvupósti um leið og það hafði verið tilkynnt. Ég hef ekki hikað við að gagnrýna það sem ég tel gagnrýnivert í fari minna manna og ekki samrýmist mínum tilfinningum og skoðunum.
Rétt í mínum huga hættir ekki að vera það þótt flokkurinn ákveði annað á þingflokksfundi.
Það er sorglegt hve margir ætla að meta og vinna úr skýrslunni eingöngu út frá flokkshagsmunum.
Hvort Samfylkingin sem slík lifir eða deyr í því uppgjöri sem framundan er skiptir ekki máli. Jafnaðarstefnan mun lifa áfram þótt formið kunni að vera annað í endurreisninni.
Það mun íhaldið og fasisminn líka gera svo og allir vinstrisinnarnir og að ógleymdum miðjumanninum Jóni Val Jenssyni. +
Göngum óhikað til verks, heinsum til.
![]() |
Kepptu hver við annan í útlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mesta hrokakerti Íslandssögunnar...
12.4.2010 | 21:16
...trúði því að enginn gæti gert eitt né neitt án hans atbeina.
Það sorglega var að giska margir trúðu því líka.
Trúðu því að án Davíðs yrði ekki andað.
![]() |
Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég gæti sem best trúað því...
12.4.2010 | 20:33
![]() |
Með dótageymslu í Skútuvogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki loks komin skýring...
12.4.2010 | 19:38
....á ótrúlegum starfslokasamningi dömunnar eftir ekki lengri tíma í starfi.
Henni var mútað!
Og hún undi glöð við sitt.
![]() |
Hótaði lögreglurannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fátt er það núorðið...
12.4.2010 | 19:24
En Össur í gufubaði? Seint hefði ég veðjað á það.
![]() |
Geta ekki hætt að hugsa um Össur beran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blessaður karlinn...
12.4.2010 | 18:22
....hann Geir, enn í bullandi afneitun.
![]() |
Segir aðgerðum stjórnvalda ekki um að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gekk Ingibjörg Sólrún erinda Davíðs?
12.4.2010 | 16:59
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður að axla þá pólitísku ábyrgð að hafa haldið bankamálaráðherranum Björgvini G. Sigurðssyni utan við gang mála, það er ekki spurning.
En furðu vekur að hún skuli, að því er virðist, hafa gert það að kröfu Davíðs Oddsonar, sem treysti ekki ráðherranum.
Fyrir það er skömm hennar enn meiri en ella.
![]() |
Átti að upplýsa Björgvin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |