Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Varla kemur þetta á óvart

Þetta hafa verið starfs- og stjórnunarhættir svo lengi sem elstu menn muna.

Þetta hafa allir vitað. Það hefur bara ekki mátt ræða það  frekar en snöru í hengds manns húsi og vei þeim er það gerði.

 
mbl.is Reiðilestur Davíðs yfir Tryggva Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur "mikli" og Útvarp Saga fá á baukinn

Afskaplega var hann Pétur Gunnlaugsson hjá Útvarpi Sögu hlægilegur þegar hann varð sér til skammar á kynningarfundi rannsóknarnefndarinnar, þegar hann í fyrirspurnartíma upphóf fyrirlestur og reyndi að gera störf Kristínar Ástgeirsdóttur fyrir nefndina tortryggileg.

Meint sök hennar átti að vera tengsl hennar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og að hún hefði verið kandídat Ingibjargar í Öryggisráðið. Þegar Kristín svaraði kom í ljós að Pétur blessaður ruglaði saman konum og það sem átti að vera pólitísk bomba varð honum sneypa og skömm.

Aldrei hefur jafn illa undirbúinn fréttamaður reynt jafn mikið að slá pólitískar keilur og verið rassskelltur jafn skemmtilega. Þetta er maðurinn sem lætur gamminn geysa á Útvarpi Sögu, þar sem hann sparar ekki yfirlýsingar og dóma yfir fólki ásamt Arnþrúði Karlsdóttur dramadrottningu.

    
mbl.is Stund sannleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítlegt eðli.

Það er mat rannsóknarnefndarinnar að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi ítrekað gert mörg afdrifarík hagstjórnarmistök og það sem furðu vekur, gert þau með fullri vitund.

Gengið var á svig við settar reglur og vandaða starfshætti þegar bankarnir og önnur fyrirtæki voru einkavædd. Oftrú ríkti á eftirlitsleysi með fjármálakerfinu.

Algert úrræða- og stjórnleysi  ríkti hjá ríkisstjórn Sjálfstfl. og Samfylkingar allt frá því fyrstu sjúkdómseinkenni bankanna komu fram og þar til sjúklingurinn gaf upp öndina.

Svo virðist sem Seðlabankinn hafi beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og hún beðið eftir aðgerðum bankans.  Fjármálaeftirlitið var bastarður og hornreka í kerfinu og ekki vanda sínum vaxinn.

Nefndin telur að  ráðherrarnir   Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen  og Björgvin G. Sigurðsson, seðlabankastjórarnir  Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson  og forstjóri fjármálaeftirlitsins   Jónas Fr. Jónsson  hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi í skilningi laga.

Þessir aðilar létu hjá líða að bregðast við á viðeigandi hátt við yfirvofandi hættu, sem stafaði af versnandi stöðu bankanna.

Þeir og aðrir sem brugðust verða að sæta ábyrgð gjörða sinna, þetta fólk getur bara ekki labbað burt, veifað og sagt bless og takk fyrir!


mbl.is Tólf gerðu athugasemdir við skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóður fer gegn lögum til að knésetja öryrkja.

Sparisjóður Vestmannaeyja fer gegn lögum og höfðar mál til greiðslu 2 milljóna króna skuldar öryrkja.

Ekki þarf að spyrja að því að Sp.V. muni ekki láta lög og annað siðferði stoppa sig þegar innheimta þarf skuldir þeirra sem skulda sparisjóðnum tugi eða hundruð milljóna eða annarra merkis manna.

Ég held að viðskiptavinir sparisjóðsins hljóti að íhuga framhaldsviðskipti sín við þessa fyrirmynd Íslenskra viðskiptahátta.


mbl.is Í mál á hendur ábyrgðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sækjum/sendum

Fólkið, sem er erlent göngufólk, er með vistir fyrir daginn og hefur það ágætt í skálanum, en treystir sér alls ekki til að halda niður til byggða gangandi, enda algjört mannskaðaveður úti fyrir.

Þarf þá að leggja í kostnað til að sækja fólkið í dag, getur það ekki beðið af sér veðrið í skálanum í þokkalegu yfirlæti til morguns?

Fólkið fór þangað til að njóta landsins, gagns og gæða, en gerir svo í brók um leið og hreyfir vind. 

Ef fólkið er ekki í bráðri hættu getur það vel beðið nema björgunarsveitirnar séu orðnar að einhverri gjaldfrjálsri „sækjum/sendum“ hraðþjónustu. Það hlýtur að skekkja samkeppnisstöðuna á hraðsendingamarkaðnum.


mbl.is Föst á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugur Íslendinga er hjá Pólsku þjóðinni í dag.

flaggað í hálfaFlugslysið er mikið áfall fyrir pólsku þjóðina því auk forsetans og eiginkonu hans fórust  margir af æðstu embættismönnum þjóðarinnar, þingmenn og yfirmenn hersins.

Ég votta Pólsku þjóðinni samúð mína.

.

 
mbl.is Fjölmenni í Kristskirkju í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hangið á lyginni.

Vafasamt er að lín, eða annar vefnaður,  varðveitist í 2000 ár án sérstakrar meðferðar. Afar hæpið er að einhver hafi séð sérstaka ástæðu til að gera neitt eða neitt til að tryggja sérstaklega varveislu klæðisins eftir að það var „notað“ á frelsarann og hann floginn til síns heima.

(Afsakið ég gleymdi því að eftir snertingu við Jesú geymist klæðið að eilífu,  auðvitað.)

Á klæðinu var gerð  C14 kolefnisaldursgreining sem sýndi að það hafi verið tiltölulega nýtt um það leyti sem það fannst.  Því er fráleitt að það geti verið 1200 árum eldra, hvað sem öllum trúarhita líður.

En auðvitað rengdi kirkjan þá niðurstöðu þar sem hún stangaðist á við það sem best hentaði kirkjunni..

Kirkjan var tilbúin að verja átrúnaðinn með öllum ráðum, lygi ef ekki vildi betur.


mbl.is Líkklæðið frá Tórínó til sýnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekur, sekari.....

Auðvitað er það satt hjá Jóni Ásgeiri að menn verða að gæta að því hvað þeir segja. En Jón Ásgeir gleymdi að menn verða líka að gæta að því hvað þeir gera.

Það getur vart verið annað er greindarskortur hjá Jóni, haldi hann að með greinarkorni sem þessu, geti hann  á þessum tímapunkti, breytt almenningsálitinu sér í vil.

En ég hygg að Jón hafi, við ritun greinarinnar, haft í huga orð formanns eins stjórnmálaflokksins sem, í vikunni,  setti fram tölusettar leiðbeiningar hvernig almenningi bæri að lesa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, svo menn færu ekki að ergja sig um of á gjörðum þeirra seku.


mbl.is Biður Steingrím að gæta orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur er flottur

Ég óska sigurliði Garðbæinga til hamingju með sigurinn.

En tvöfaldur sigurvegari kvöldsins er Vilhjálmur Bjarnason.

Tek ofan hatt minn enn og aftur fyrir Vilhjálmi Bjarnasyni.

 

 

 


mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástþór Magnússon þjófkenndur.

Í þessari frétt  hefur Einar Bárðarson dregið verulega í land í yfirlýsingum frá því hann fullyrti fyrr í dag á vísir.is að Ástþór Magnússon og menn frá Lýðvarpinu hefðu verið að verki.

Það er betra að vera viss þegar svona ásakanir eru settar fram. Þótt Ástþór karlinn sé ólíkindatól er óþarfi og ekki stórmannlegt að þjófkenna hann opinberlega að órannsökuðu máli.


mbl.is Útvarpssendi Kanans stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.