Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Þingmaður á þroskabraut.

Það er að skilja á þessu bulli í Birgi Ármannssyni að hann hafi vitað svörin við spurningunum, en samt spyr hann.

 

Mér lærðist mjög ungum tilgangsleysið í því að spyrja um það sem ég þegar vissi.

 

Birgir á eftir að læra þetta, það kemur örugglega með tíð og tíma, ég hef fulla trú á því.

 

 


mbl.is Svörin gefa villandi mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þetta er málið, styrkja Guddi....

....svona á að lesa lágkúruþenkjandi EFTA körlum pistilinn og kenna þeim mannasiði.

   

Hver er trúverðugri og betur til þess fallin að verja fjármálaæru Íslands en  Guðlaugur Þór Þórðarson?

 

Veit það einhver?

 
mbl.is Afstaða EFTA til Icesave áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Davíð koma svo....

 

....og láta vaða í formanninn, vera maður en ekki hænsn!

 
mbl.is Býður sig fram í varaformannsembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taumlaus réttlætiskennd

Ef þetta blessaða fólk telur sig hafa framið lögbrot og vill gangast við því, er nærtækast fyrir það að  labba sér inn á næstu lögreglustöð, gefa skýrslu og játa á sig glæpinn.

 

Þá mun málið fara í eðlilegan farveg og fá þá sanngirnismeðferð sem því hæfir.

En það er ekki það sem fólkið  hefur í huga enda er ástæða þessarar uppákomu alltönnur en taumlaus virðing þess fyrir lögum og réttlæti.

 
mbl.is „Við viljum öll vera ákærð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leysir Alþingi vandann eða skapar það annan verri?

Ef staðan er sú að bankarnir ráða við þetta, samkvæmt yfirlýsingu Íslandsbanka,  og ekki þurfi að velta þessu á skattgreiðendur, til hvers er þetta moldviðri og vandræðagangur?

 

Var leikritið sett upp til að blekkja eða þvinga stjórnvöld til lagasetningar til minnka eða hindra tap bankanna?

 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þingið tekur á þessu í dag. Fljótfærnisháttur  eða vanhugsuð aðgerð þings og ríkisstjórnar í þessu máli getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar.

 

Afleiðingar sem væru slíkar að fall bankanna yrði næsta broslegt í samanburði.

  
mbl.is Íslandsbanki mun áfram uppfylla eiginfjárkröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi samlíking er hárrétt hjá Kristjáni...

...þótt allir viti auðvitað að hvalir eru spendýr en ekki fiskar.

Við Íslendingar getum ekki leyft okkur þann munað að nýta ekki það sem hafið getur gefið af sér.

Að sjálfsögðu verður nýting auðlinda landsins hvort sem er til sjávar eða sveita að vera með skynsamlegum og sjálfbærum hætti.

Stjórnmálamaður einn, sem þjóðin sendi í tímabært frí í síðustu kosningum, lét svo ummælt í útvarpsviðtali að við stunduðum rányrkju á heitu vatni úr iðrum Jarðar og yllum með því jarðskjálftum og eldgosum!

Ef þær þjóðir, sem krefjast þess að við hættum hvalveiðum, tækju upp skoðanir þessa manns og krefðust þess, vegna náttúruverndarsjónamiða, að við hættum að nota heitt vatn til húshitunar, værum við tilbúin til þess?

 

Eiga aðrar þjóðir að ráða því hvernig við nýtum okkar auðlindir, hvaða nafni þær nefnast?

  
mbl.is „Hvalir eru eins og hver annar fiskur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandinn mikli

Mikið  vandræðaástand ríkir í þjóðfélaginu vegna dóms Hæstaréttar. Bankarnir eru í öngum sínum og þykjast ekki vita sitt rjúkandi ráð, en meðal  skuldara ríkir hálfgert gullgrafara ástand. Staðan er sögð sú að bankarnir fari lóðbeint á hausinn verði afleiðingar dóms Hæstaréttar látnar standa. Ekki er ég dómbær á það en lítið fór fyrir slíkum fullyrðingum meðan þeir afskrifuðu hægri vinstri milljarða tugi, á miljarða tugi ofan af skuldum útrásarvíkinga.

Almenningur var mjög ósáttur við að þurfa, með þeim afskriftum, að axla skuldir útrásarvíkinganna að ósekju, eðlilega. Er almenningur sáttari núna að þurfa að axla þessar skuldir?

Það er deginum ljósara að hefði hið ólöglega gengistryggingarákvæði ekki verið inn í lánasamningunum, hefðu vextir þeirra verið hærri, verðtrygging eða annað komið í staðin til að tryggja endurgreiðslu lánsins. Lánin hefðu verið tekin eftir sem áður.

Það er spurning hvort ekki felist í dæminu sem tekið er í fréttinni réttlát lausn? Þá greiddi lántakandi sanngjarna endurgreiðslu á láninu eins og hann staðfesti með undirskrift sinni að hann ætlaði að gera.

Eða er komin upp ný staða þar sem meiri sanngirni þykir fólgin í því að lántakendurnir sleppi nánast alveg en skuldin verði þess í stað greidd af þeim sem engin lánin tóku?

Nú eru allir litlu gengislánaþegarnir komnir í spor útrásarvíkinganna og spurningin er hvort þeir séu enn sömu skoðunar um sanngirni þess að afskrifa skuldir þeirra?

 


mbl.is Eftirstöðvar sexfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætli þessar þjóðir segðu...

 

... ef önnur ríki tækju upp á því að dreifa notuðum pappír og öðru rusli yfir þeirra land?

 
mbl.is Áróðurspésar svífa til N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glerhöllin

throwing-stones-v1 

Ég held að Samfylkingar- þingmenn ættu að láta ógert að hnýta í forsetann fyrr en þeir hafa gert upp sín eigin mál, þeirra aðkomu að hruninu og aðra lausa enda.

.


mbl.is Kemur forsetanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumargleði

Þeir eru jákvæðir á Mogganum, kannski um of. Það er í fullmikið ráðist að fullyrða að sumar sé bæði á norður- og suðurhveli Jarðar samtímis.

 

Núna eru sumarsólstöður á norðurhveli Jarðar og þá eru samtímis vetrarsólstöður á suðurhvelinu. Þetta snýst svo við þegar vetrarsólstöður verða á norðurhvelinu í aðdraganda jóla ár hvert og þá fagna suðurhvelsbúar sínum sumarsólstöðum.

   
mbl.is Sumarsólstöðum fagnað víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband