Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Lagt í dóm ráðherra

Ég veit auðvitað ekkert um forsögu þessa máls og þróun þess að öðru leyti en fram hefur komið í fréttum. Margt styður þó að Guðmundi Tý hafi orðið eitthvað á í sínum störfum.  En öllum getur orðið á, allir eiga sína slæmu daga og allir eiga tækifæri skilið að rétta sinn hlut.

 

En hvernig sem ágreiningur þeirra Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu og Guðmundar Týs í Götusmiðjunni  er vaxinn, þá eru fjölmiðlar ekki rétti vettvangurinn til að jafna hann.  Í þessu máli skipta persónur Braga og Mumma engu, það eina sem skiptir máli eru hagsmunir skjólstæðinganna sem lenda að ósekju á milli steins og sleggju og verða einu fórnarlömb deilunnar.

 

Þetta mál þarf að leysa hratt og örugglega og án aðkomu fjölmiðla. Tilfinning segir mér að Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sé ekki rétti maðurinn til að leiða málið til þeirra lykta að hagsmunir skjólstæðinga Götusmiðjunnar verði  að fullu tryggðir.

 
mbl.is Segist beittur valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannbætandi grein.

 

Ég vil benda mönnum á blogg Guðbjörns Guðbjörnssonar á Eyjunni. Þar er á ferðinni sannkölluð skyldulesning fyrir sjálfstæðismenn og raunar  holl lesning öllum, hvar í flokki sem þeir standa.

    

 


Minning um flokk

 

Sjálfstæðismenn áttu sér þann draum að Sjálfstæðisflokkurinn yrði aftur stærsti flokkur landsins og leiðandi afl í Íslenskum stjórnmálum.  Samþykkt landsfundarins um Evrópumálin gerðu út af við þann draum. Upplausn  er óhjákvæmileg, Evrópusinnar fara sína leið.

 

Það er ljóst að minnisvarðinn, sem Bjarni Ben sá fyrir sér um leiðtogann mikla sem reif Sjálfstæðisflokkinn upp til vegs og virðingar á ný, verður aldrei reistur.

 

Þessi draumur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins dó í dag. Bjarni sér ekki lengur fyrir sér tröllaukið og mikilfenglegt minnismerkið heldur lítinn og ómerkilegan bautastein. Hann syrgir það mest að landsfundurinn hafi gert sér þann óleik að hans nafn verði ritað á þann bautastein en ekki nafn Péturs Blöndal.

 

 


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt!

Þetta er rafbyssudraumurinn sem aðdáendur þeirrar tækni vilja innleiða hér á landi.


mbl.is Stuðuðu níræða, rúmliggjandi ömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegur er þessi landsfundur“

Í almennum umræðum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag voru athyglisverðar umræður.

geir waage„Undarlegur er þessi landsfundur“ sagði Geir Waage í harðorðaðri ádrepu sem hann flutti forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum, m.a. fyrir breytt form og skipulag fundarins, sem að hans mati væri ætluð til þess að takmarka umræðu og skoðanaskipti.

Geir gagnrýndi harðlega þann siðferðisbrest sem væði uppi í flokknum í skjóli þess að allt væri leyfilegt, væri það ekki beinlínis bannað. Hann nefndi Guðlaug Þór Þórðarson sem dæmi.

Geir sagði að flokksmenn verða að átta sig á því að ísinn væri þunnur undir Sjálfstæðisflokknum og hann ætti ekkert erindi til kjósenda fyrr en hann hafi tekið til í sínum ranni.

halldor-gunnarssonAnnar prestur Halldór Gunnarsson tók til máls á eftir  Geir og var mál hans mjög á sama veg. Hann krafðist afsagnar manna nú þegar og nefndi Guðlaug Þór og Gísla Martein til sögunnar.

Gísla vegna útstrikana sem hann fékk í kosningunum. Útstrikanna sem hefðu fellt hann, hefðu kosningarnar verið til Alþingis en ekki borgar. Hann bað Gísla Martein endilega að taka það til sín.

Mál eldprestanna uppskar töluvert lófatak í sal.

knutur bruunKnútur nokkur Bruun taldi hinsvegar meira krefjandi að koma ríkisstjórninni frá en eltast við spillingu og siðbót.  Sem er undarlegt því Knútur er, undarlegt nokk, kunnastur fyrir krossferðir sínar gegn „gjaldfrjálsri“ gervihnatta móttöku einstaklinga á sjónvarpsefni.

árni johnsenRúsínuna í pylsuendanum átti  tvímælalaust Árni Johnsen, sem talaði um forystuhlutverk Sjálfstæðisflokksins í siðbót og endurreisn.

.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður niðurstaðan vafningalaus?

Það verður fróðlegt að sjá hvernig formannskosningarnar fara. Þær staðfesta hvort sjálfstæðismenn hafa raunverulegan áhuga á siðferðislegri tiltekt í flokknum eða hvort þeir endurnýja umboð vafningsins Bjarna Ben.

Raunar hefði ég búist við að strax kæmi fram þriðja framboðið, tilbúið ef þessi möguleiki kæmi upp, til að dreifa atkvæðunum og auka möguleika Bjarna.  Því ef marka má gagnrýni Þórlinds Kjartanssonar þá er landsfundarformið að þessu sinni hugsað sem stimpilstöð fyrir Bjarna og forystu flokksins.


mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga um stjórnarslit

Tillaga á flokksráðsfundi VG um að aðildarumsókn Íslands að ESB verði dregin til baka er hrein og klár tillaga um að stjórnarsamstarfinu verið slitið.

Verði tillagan samþykkt, mun Jóhanna Sigurðardóttir ekki eiga annan kost en bregða sér til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina.

   


mbl.is Flokksráðsfundur VG settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRELSI án ÁBYRGÐAR og UMHYGGJU

Ég lagði það á mig að hlusta á setningarræðu Bjarna Ben formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Ekki er orðum eyðandi á  inntak ræðunnar sem var bæði rýrt og lélegt.

Athyglisverðast við ræðuna þótti mér hinn afburða slappi flutningur og framsögn formannsins. Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn flötum og óáheyrilegum ræðuflutningi .  Sjálfstæðismenn, ef þið ætlið að eiga Bjarna áfram, fyrir alla muni sendið þá hvolpinn á  Dale Carnegie eða sambærileg námskeið. Eða fáið Ladda til að lesa fyrir hann.

Einkunnarorð landsfundarins eru   -Frelsi  -  Ábyrgð  -  Umhyggja- , ekkert minna. Það er mér hulin ráðgáta hvernig Sjálfstæðismenn geta tengt þessi hugtök við flokkinn. En ef þetta á að vera fyndið þá er það býsna vel heppnað.

Frelsi   -stendur fyrir frelsi  Ólafs Áka Ragnarssonar.

Ábyrgð   -stendur fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, um það þarf ekki fleiri orð.

Umhyggja  –stendur fyrir umhyggju Péturs Blöndal fyrir öryrkjum og annarra styrkþega sem hann hefur bæði í ræðu og riti sagt lifa í vellystingum og vera afætur á þjóðfélaginu.

Eftir landsfundinn mun stefna Sjálfstæðisflokksins vera eftir sem áður;  FRELSI fárra án  ÁBYRGÐAR og UMHYGGJU fyrir öðrum.

Viðbót: Landsfundurinn er grín segir Þórlindur Kjartansson fyrrverandi formaður SUS. 


mbl.is Leggja aðildarumsókn til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin afturendaskýring.

Hún gæti ekki verið undarlegri skýringin, sem Jónmundur Guðmarsson gefur á brottvikningu Ólafs Áka úr Sjálfstæðisflokknum, þótt hún væri dregin út úr endagörn andskotans.

 

„Það er ekki hægt að túlka það sem einhvern brottrekstur úr flokknum, alls ekki, enda hefur framkvæmdastjóri flokksins ekki það vald að reka menn úr honum og ég myndi aldrei taka mér það vald“.

 

Segir kappinn og sendisveinninn Jónmundur. Hver var þá tilgangur þess að hann hringdi í syndaselinn? Að tilkynna Ólafi Áka að hann hefði sagt sig úr flokknum án þess að vita það sjálfur?

 

Ekki voru Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson reknir úr flokknum þegar þeir tóku sæti í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem Gunnar myndaði með Framsókn og Alþýðubandalaginu í óþökk Sjálfstæðisflokksins. Gunnar var að auki varaformaður flokksins á þeim tíma.

 

Þessi endaþarmsskýring Jónmundar heldur ekki vatni og svo léleg að greinilegt er að hún er ekki  hans innsta sannfæring. Líklegt verður að telja að honum hafi borist fyrirmæli um brottvikninguna. Örugglega ekki frá rislitlum og löskuðum formanni flokksins.

 

Hver er þá líklegastur að hafa att Jónmundi á foraðið?

   
mbl.is Enginn rekinn úr Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er fréttin...

.... um nýja frjálslynda og Evrópusinnaða hægriflokkinn sem er í burðarliðnum og stekkur væntanlega fullmótaður út úr landsfundi Sjálfstæðisflokksins?

Um það þegir Mogginn þótt einn af þungavigtarmönnum Sjálfstæðisflokksins hafi komið fram í sjónvarpi og sagt klofning Sjálfstæðisflokksins og nýja flokksstofnun liggja í loftinu.

Í staðin er birtir blaðið ómerkilega frétt  af væntanlegum klofningi til vinstri, sem verði í haust og vitnar í „áræðanlegar heimildir“, sem opnunarfrétt landsfundar Sjálfstæðisflokksins, væntanlega til að peppa upp landsfundarfulltrúana og hrista úr þeim súrdoðann.

 

Hvar er svo Moggafréttin um brottrekstur Ólafs Áka Ragnarssonar úr Sjálfstæðisflokknum?

  


mbl.is Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband