Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Neyðin flutt inn.
17.8.2010 | 16:58
Ekki ætla ég að gera lítið úr neyð og vandamálum fólks á flóasvæðunum í Pakistan. Ríkisstjórn Íslands ætlar að veita 23 milljónum til aðstoðar á flóðasvæðunum. Það væri ekki nema gott eitt um það að segja ef þessir peningar væru ekki teknir frá öðru bágstöddu og þurfandi fólki.
Þegar skortur er á fjármunum til allra hluta þarf að forgangsraða í mannúðarmálum eins og öðrum málaflokkum.
Það var í fréttum nýverið að sumarbúðunum fyrir fatlaða unglinga í Reykjadal yrði lokað í vetur vegna fjárskorts því 16 milljónir vantaði til að ná endum saman, svo eitt dæmi sé tekið.
Við vitum þá núna hvaðan lungað úr þessum 23 milljónum kemur. Restin hefur þá að líkindum verið sótt í gegnum endurgreiðslukröfur Tryggingarstofnunar eða aðrar skerðingar á aumingjabótum.
Ísland veitir aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mulningur #51
17.8.2010 | 08:42
Mig dreymdi að ég væri dauður og væri á leiðinni til himna. Þangað lá gríðarlangur og að samaskapi mjór stigi.
Við stigann var stór stampur fullur af töflukrít. Á skilti við stampinn var skrifað að allir himnafarar ættu að taka með sér eina krít. Þegar upp væri komið áttu menn svo að nota krítina til að skrifa allar syndir sínar á stóra töflu við Gullna hliðið.
Ég tók mína krít og hóf gönguna löngu upp stigann. Þegar ég var kominn nokkuð áleiðis sé ég hvar á móti mér kemur maður á niðurleið og fer mikinn. Ég þekki fljótlega að þar er Jón Valur Jensson á ferð.
Farðu frá, farðu frá mér liggur á, þetta er fimmta ferðin mín, kallar hann móður og másandi.
Hvað gengur eiginlega á, af hverju ertu á niðurleið elsku vinur? Segi ég.
Ég er að sækja meiri krít, svarar Jón sækja meiri krít!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samviskan nagar
16.8.2010 | 14:02
Blair karlinn er greinilega með nagandi samviskubit yfir hans þætti varðandi þátttöku Breta í hernaðarbröltinu í Írak og Afganistan. Ekki að undra.
Ágóði af ævisögu Blairs til góðgerðamála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Glæsileg er hún, forsetafrúin okkar
16.8.2010 | 13:35
Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur svo sannarlega snert strengi í hjörtum okkar Íslendinga og áunnið sér virðingu fyrir hispurslausa og alþýðlega framkomu sína.
Það var gaman að sjá hana svífa létt í hólastóladansinum í sjónvarpinu þó hún tæki svo bakfall í bókstaflegri merkingu, blessunarlega án meiðsla.
Láta hjólastólinn ekki hamla sér í dansinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Keyrt og drukkið til skiptis
16.8.2010 | 02:07
Þessi frétt minnir mig á sögu sem ég heyrði fyrir margt löngu um tvo félaga í Reykjavík sem ætluðu á útihátíð austur á landi. Þeir gátu ómögulega komið sér saman um hvor þeirra ætti að keyra á útihátíðina, því báðum langaði til að byrja drykkjuna strax.
Eftir nokkurt þref duttu þeir félagarnir niður á það þjóðráð að skiptast á um að keyra og drekka klukkutíma í senn, sem þeir og gerðu. Sagan segir að þeir hafi með þessu fyrirkomulagi náð austur undir Kirkjubæjarklaustur þar sem ökuferðin endaði út í hrauni, blessunarlega án slysa á mönnum eða búfénaði.
Gildum ökuskírteinum mun hafa fækkað um tvö í þarna í hrauninu.
Tveir dópaðir á sama bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Væri ekki ráð...
15.8.2010 | 23:28
...að senda velverkuðuð og mergjuð Íslensk kviðsvið í keppnina?
Þau myndu gera stormandi lukku.
.
.
Eistu á diskinn minn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er síðasti vanvitinn er ekki fæddur?
15.8.2010 | 13:31
Það er hreint út sagt magnað að skröksaga 14 ára barns árið 1858 skuli enn þann dag í dag, 152 árum síðar, halda heilu þjóðfélagi í helgreipum heimskunnar. Ætla mætti að í öllu upplýsingaflóði nútímans og stórbættri menntun ætti fólk að hafa þroska til sjá í gegnum svona bull.
En það virðist engin skortur á vitleysingjum og auðtrúa einfeldningum sem kjósa að taka skröksögur, ímyndun og hindurvitni fram yfir heilbrigða skynsemi og staðreyndir. Lækningalindin sú arna hefur án efa sparað frönskum skattgreiðendum ómældar fjárhæðir og létt álaginu af heilbrigðiskerfinu.
Sælir eru einfaldir og auðtrúa því slíkra er Guðsríki.
Sprengjuhótun í helgum bæ í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 16.8.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já, nei, kannski, alltaf ,stundum, ekki.
15.8.2010 | 12:49
Meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB og fara í tilheyrandi aðildarviðræður, sem munu hefjast innan skamms. Það breytir engu þó meirihlutafylgi við aðild sé ekki í spilunum í dag, ferlið er hafið, samkvæmt ákvörðun Alþingis og rökleysa ein að ganga það ekki á enda.
Þá fyrst, að gerðum aðildarsamning, skiptir máli hvort meirihluti sé með eða á móti aðild að ESB. Hvort veður, ræðst af því hvort samningurinn sé okkur að skapi, ef hann er það ekki, þarf ekki að ræða það mál frekar.
En því ber að fagna að Bjarni Ben boði nýtt og ferskt lýðræðisviðhorf Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fram til þessa ekki gefið mikið fyrir álit og skoðanir kjósenda milli kosninga.
Fullkominn skortur á beinu lýðræði hefur ekki verið vandamál þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd þó formaðurinn kalli slíkt fullkomið ábyrgðarleysi í dag. Ég leyfi mér að draga í efa að Bjarni hafi minnsta áhuga á að axla þessi skinn sín, fái hann valdið til þess. Enda verður, ef það gerist, stjórnað af slíkri ábyrgð og festu að ekki verður þörf á afskiptum kjósenda.
Ekki þingmeirihluti fyrir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dzień dobry!
15.8.2010 | 11:24
Það verður ekki frá þessum Breta tekið að hann er bjartsýnn úr hófi. Það þarf að öllu jöfnu meira en meðaljóninn til að læra tungumál og öðlast á því fullann skilning á aðeins einu ári.
Sá Breski verður í það minnsta að vera málskarpari en Pólverji einn sem vann um tíma á sama stað og ég. Eftir sjö ára veru á Íslandi hafði Pólverjanum tekist að læra að segja góðan daginn þannig að skildist nokkurn vegin. Hvort hann hafði öðlast fullan skilning á orðaforðanum var mér ekki ljóst.
Skrásetur tungumál á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dauðinn mætir til leiks
15.8.2010 | 10:22
Átakanlegt slys þetta í California 200 kappakstrinum, en ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem áhorefndur standa gersamlega óvarðir alveg ofaní brautinni. Á þessu myndbandi sést glöggt að beri eitthvað útaf í kappakstrinum þá er ekki spurning hvort það verði banaslys heldur um fjöldann, átta er giska vel sloppið. Rannsókn sú sem hafin er á slysinu þarf því varla að vera löng og flókin.
Sama furðulega fyrirkomulag sést iðulega í Rally keppnum, þar sem áhorfendur standa nánast inn á brautinni. Undarlegt verður að teljast að þar hafi ekki verið meira um alvarleg slys, þar sem keppendur standa jafnvel í utanverðum beygjum, sem er varla annað en tilraun til sjálfsmorðs.
Átta létust í kappakstri í Kaliforníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)