Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ég er pínulítill Grikki í mér

greek_big_flag_zante_04Ég hef tekið ástfóstri við Grikki eða réttara sagt Krítverja. Hvergi hefur mér liðið betur erlendis en á Krít og hvergi hef ég hitt betra fólk.

Hvergi annarstaðar vildi ég vera ef ekki á Íslandi hinu góða.

Það gleður mig að Grikkir skuli hafa náð tökum á ástandinu og geti eins og Íslendingar loks litið upp og horft til framtíðar.


mbl.is Grikkir uppfylla skilyrði ESB og AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein skitin áminning og málið dautt?

Áminning var allt og sumt sem heilbrigðisnefnd Suðurlands taldi viðeigandi þrátt fyrir að umrætt fyrirtækið hafi áður orðið uppvíst að sama hátterni.

Að dæla saur og seyru ofaní vatnsverndarsvæði er eitthvað sem á ekki að vera hægt að leysa með  óó,  úps, afsakið!  

Frá mínum bæjardyrum séð hefðu starfsmenn fyrirtækisins allt eins getað farið inn í bústaðina á svæðinu og gert þarfir sínar í beint í drykki og mat bústaðareigenda.  

Sóðarnir hefðu að líkum getað róað heilbrigðisnefnd Suðurlands að loknu verki með því að segja um leið og þeir kláruðu að renna upp;  Úps afsakið!

 
mbl.is Saurmengað vatn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siggi seðill er frjáls

Sigurður Einarsson heyrðist raula uppáhalds lagið sitt meðan hann fékk sér í gogginn í hádegisverðarhléinu.  


mbl.is Lengd yfirheyrslunnar óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétttrúnaðarofstækið

Það er ekki annað hægt en vera sammála Brynjari Níelssyni hæstaréttarlögmanni að ómaklega hafi verið vegið að Björgvin Björgvinssyni fyrrverandi yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar vegna varnaðarorða hans í blaðaviðtali.

Ofstækis rétttrúnaður hefur enn einn ganginn lagt skynsemina að velli.


mbl.is Segir ofstæki ráða ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var þetta indælt...

...liggur mér við að segja!


mbl.is Tugir slösuðust í nautaatshring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hland fyrir hjartanu

f_15_eagle_firing_aim_7_sparrow_medium_range_air_to_air_missile-wideÞað má eflaust velta fyrir sér af hverju ekki náðist samband við flugvélina og fullvíst að það verði rannsakað.

En ef samband hefði ekki komist á við vélina, hefði hún þá verið metin sem hryðjuverkaógn og sænski flugherinn skotið hana niður?

Eru Norðurlöndin með þannig áætlanir fastmótaðar? Er það kannski megin tilgangur þess að fá svona „leiktæki“ til Íslands  af og til?


mbl.is Orrustuþotur til móts við farþegaþotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýsa var það heillin

ýsa

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Þær eru orðnar ansi magrar ýsurnar á myndinni sem fylgir fréttinni og varla þörf á að sóa miklum ís á þær.

Það væri til lítils að senda þennan blaðamann í fiskbúð að kaupa í matinn (en auðvitað tengist myndin fréttinni ekki beint).


mbl.is Kæling afla ófullnægjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drengirnir hafa ekki aldur til að vera úti eftir kl átta en eru nógu gamlir í grjótið!

child_prisonEkki ætla ég að gera lítið úr alvarleika þessa máls, þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar. En að dæma 11 ára gömul börn í 3ja ára fangelsi er ofar mínum skilningi.

Ég hélt að það væri almennur skilningur að það væri ekki fyrr en á unglingsárunum sem einstaklingar hefðu öðlast þann þroska að geta talist sakhæf og raunar staðfestir dómarinn þann skilning en dæmir börnin samt sem áður sem fullorðin væru.

Það er ill og uggvænleg þróun að sífellt yngri börn eru meðhöndluð og dæmd sem fullorðin væru. Það hlýtur að vera krafa þjóðfélagsins að önnur og skárri úrræði en fangelsi komi til þegar börn eiga í hlut. 

 
mbl.is Drengir dæmdir fyrir nauðgunartilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nakið varnarleysi

Það er merkilegt með þessa miklu þjóð Bandaríkin sem virðist ekkert ómögulegt, hvort heldur það er að leggjast í víking um heiminn hægri vinstri til bjargar frelsinu, senda menn til tunglsins eða skjóta forsetana sína reglulega, skuli vera gersamlega varnarlaus og fara á hliðina í hvert sinn sem nakin mannvera sést á almannafæri.

 
mbl.is Sektuð fyrir að koma nakin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir teppið sópa kirkjunnar vendir best

Af hverju er kirkjan að streða gegn straumnum og basla með þetta pukur varðandi kynferðisafbrot innan hennar, þvert á alla skynsemi?

Ef barni eða konu er kynferðislega misboðið á einhvern hátt  velkist enginn í vafa, bæði leikum og lærðum, að það sé allt í senn gróft afbrot, glæpur og synd.

En ef kynferðisbrotið er framið innan kirkjunnar fer allt í baklás og kirkjunnar mönnum virðist allt í einu fyrirmunað að greina rétt frá röngu. Hvað veldur?

Af hverju tekur það konu, sem vill greina frá reynslu sinni, heilt ár að fá fund með kirkjunni? Maður hefði haldið að bærist slíkt erindi ættu menn að stökkva til, ákafir í að leysa málið. Ónei ,allt er gert til að tefja málið og drepa því á dreif, takist ekki strax að sópa því undir teppið.

Þetta heitir að hindra framgang réttvísinnar út í þjóðfélaginu, hvað það kallast innan kirkjunnar veit ég ekki.

  


mbl.is Starfsmenn kirkjunnar skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband