Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Gölluð vara

Hvað gera menn þegar fyrirtæki sem þeir hafa skipt við, bregst vonum þeirra og væntingum og stjórnendur þess vinna jafnvel ljóst og leynt gegn þeirra hagsmunum. Menn hljóta að láta af viðskiptum við þannig fyrirtæki og snúa sér annað.

 

Hvað er kirkjan annað en fyrirtæki sem falbýður ákveðna vöru og þjónustu. Rekstrarformið er það sama og í hefðbundnum fyrirtækjum, allt snýst um krónur og aura, hagnað og góða afkomu. Kirkjan getur ekki frekar en önnur fyrirtæki vænst þess að halda sínum viðskiptavinum út á gallaða vöru.

Kirkjan getur ekki dregið það lengur að taka sjálfa sig í ítarlega naflaskoðun og fylgja henni eftir með algerri uppstokkun og endurskipulagningu, vilji hún lifa.


mbl.is Leiðrétting frá biskup Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fer óðum batnandi.

Það útilokað að hafa nokkra samúð með nautabönunum sem „falla“ um þessar mundir  hver af öðrum fyrir hornum fórnarnauta sinna. Það eina sorglega væri ef þeir næðu sér nægjanlega til að taka aftur upp fyrri iðju.

Meðfylgjandi myndband er ekki fyrir viðkvæma.  Nautið bjargaði ekki lífi sínu með sigri sínum, það var fyrirfram dæmt til dauða, hvernig sem allt veltist. En nautið náði jafntefli.

 
mbl.is Enn einn nautabaninn slasast í ati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En heppilegt...

...að þessar tvær „ókunnugu“  konur skuli hafa farið á fyrirlestur hjá Julian Assange, þrátt fyrir meinta reynslu af honum,  smollið saman og vitað upp á þríklofið kuntu hár um hvað þær ættu að tala.

 
mbl.is Saksóknari ver handtökuskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísraelar ætla aldrei að semja um frið.

Hér fer enn einn blekkingarleikurinn í gang. Samningaviðræður fara í gang en þegar samkomulag verður í augnsýn og þá kemur gamalkunnugt stef.

Ísraelsmenn tilkynna áform um nýjar landnemabyggðir þeirra á hernumdu landi Palestínu.

Allt verður auðvitað vitlaust með það sama, hryðjuverk verða framin og friðarlíkur fara veg allrar veraldar, enn einn ganginn.

Þeir kunna þetta Ísraelarnir og tíminn vinnur með þeim, því með þessu lagi sneiða þeir meir og meir af Palestínsku landi og gera að sínu, athugasemda lítið.


mbl.is Netanyahu vill koma efasemdarmönnum á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #52

Eins og glögglega hefur mátt sjá og heyra í fréttum síðustu daga hefur séra Geir Waage ekki ósvipaða sýn á skriftir og kaþólska kirkjan og sagan segir að hann hafi  tekið menn til skrifta hafi eftir því verið leitað.

Kvæntur maður kom að máli við séra Geir og vildi skrifta. Geir varð við því.

„Ég lenti næstum því í ástarsambandi við konu“! Viðurkenndi maðurinn.

„Hvað meinar þú með næstum því?“ Spurði Geir.

„Sko við fórum úr öllum fötunum og nérum okkur upp við hvort annað en þá stoppaði ég, klæddi mig og fór heim til konunnar.“

„Að nudda sér nakinn upp við nakta konu jafngildir því að ganga alla leið“, sagði sérann. „Þú mátt ekki koma nálægt þessari konu aftur. Núna ferð þú með faðirvorið fimm sinnum og setur fimm þúsund kall í söfnunarbaukinn“.

Maðurinn þakkaði Geir, fór með faðirvorið og gekk svo að söfnunarbauknum. Hann staldraði þar við smá stund og gekk síðan burt.

Séra Geir hljóp á eftir honum og hrópaði „Ég sá þetta, þú settir engan pening í baukinn“.

„Nú“, sagði maðurinn. „Ég néri mér upp við söfnunarbaukinn, þú sagðir að það jafngilti því að ganga alla leið“.

 
mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða eru verðmætin

klósetNotað salerni er til sölu á litlar 120 milljónir að lágmarki. Vermætið mun ekki liggja ekki  í gæðum og kostum  dollunnar sjálfrar heldur  í þeirri ætluðu staðreynd hver gerði stykkin sín í gripinn og þá sér í lagi að enn megi í salerninu sjá  menjar þess sem í það fór,  því salernið mun vera í upphaflegu ástandi og óþrifið.

 

Hvað er glæsilegra og eðlilegra sem stofustáss en salerni með ilmandi menjum eftir notkun stórskáldsins, hvar hann sat og upphugsaði sín helstu stórvirki?

 
mbl.is Salerni Salingers til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekinn á himnateppið

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn djúpt á skilningi hjá mér á orðum og boðskap Karls Sigurbjörnssonar biskups og núna, ég veit hreint ekki á hvaða vegferð biskupinn er í þessu ljóta máli Ólafs Skúlasonar biskups.

 „Það er enginn þess umkominn að skera úr um hvað þarna hefur gerst. Ólafur biskup stendur frammi fyrir þeim dómstóli sem um síðir mun dæma okkur öll, hvert og eitt. En fyrir mannlegum augum er hver saklaus uns sekt er sönnuð og þessi sekt verður aldrei sönnuð.“

Ja það er bara svona, hvað telur biskupinn, þessi æðsti  sálnagæslumaður þjóðkirkjunnar að þurfi til sönnunar í svona málum? Guðlega íhlutun, SMS að ofan? Fyrir venjulegum dómstólum eru leidd fram vitni og þegar  jafnmikill samhljómur er á milli vitna fyrir þeim dómi, og í þessu máli Ólafs er ekki vafi á sekt.  

Biskupinn kýs að láta enn sem ekkert sé og veifa heilagleik Ólafs og lýsa yfir sakleysi hans þrátt fyrir þann vitnisburði sem fram er kominn og nú síðast skelfileg frásögn dóttur hans. Það tók sóknarbarnið Guðrúnu Ebbu heilt ár að fá áheyrn hjá kirkjunni sinni, heilt ár! Það er pottþétt ekki tilgangur Guðrúnar Ebbu, með því að stíga fram, að draga durtinn föður sinn fyrir dóm með frásögn sinni, heldur að reyna með henni að leiða umræðuna innan kirkjunnar inn á rétta braut.

Þetta mál snýst ekki lengur um sekt  eða syndleysi Ólafs Skúlasonar og er sú umræða öll á villigötum og biskupinn leiðir hana fimlega framhjá aðalatriðinu og blæs upp smáatriðin. Það verður auðvitað aldrei hægt úr þessu að refsa Ólafi Skúlasyni og því er sú umræða aukaatriði og tímasóun. Aðalatriðið og það eina sem máli skiptir er að kirkjan dragi lærdóm af þessu máli, taki upp ný og bætt vinnubrögð og viðhorf  til að hindra að svona subbuskapur þrífist innan hennar veggja.

Það er almenningi og fórnarlömbum kynferðisofbeldis lítil huggun að durturinn og druslan Ólafur Skúlason og aðrir slíkir innan kirkjunnar verði teknir á teppið á hjá himnafeðgunum.   


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tunglið er þá úr osti eftir allt saman

12_Wrap_cheese_in_sterile_cloth_P3100003Tunglið er að skreppa saman og krumpast og springa þvers og kruss, samkvæmt nýjustu rannsóknum.

Allir vita að ostur skreppur saman springur og krumpast þegar hann þornar og eldist.

Gamlar kenningar um að Tunglið sé gert úr osti hafa þar með verið staðfestar.

  
mbl.is Tunglið skreppur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súra smjörklíkan

Það er af klókinum sem Björgólfur Thor slengir fram þessum vafasömu fullyrðingum. Hann veit að stór hópur bloggara bíður með slefuna í munnvikunum að heyra eitthvað misjafnt um forsetann til að geta úthrópað hann á blogginu og gera alger aukaatriði að aðalatriðum burtséð hvort satt er eða logið.

Björgólfur glottir við tönn, því með þessari lágkúrulegu smjörklípu hefur honum tekist að beina öllum helstu sóðakjöftunum frá sér yfir á forsetann um stundarsakir.


mbl.is Hringdi ekki til Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjötið í búðinni

Ef Færeyingar mega ekki veiða Grind sér til matar þá verða þeir að borða eitthvað annað. Þá liggur beinast við að þeir kaupi kjötið í búðinni.

Allir þokkalega greindir dýraverndunarsinnar vita að ekkert dýr þarf að drepa, meðan nóg er til af kjöti í búðinni.

Því geta ekki allir verið sáttir með svo augljósan hlut?

 
mbl.is Bardot vill stöðva grindadráp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband