Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Dagsönn skrökusaga
26.8.2010 | 15:03
Það virkar ekki sannfærandi hjá Magma að halda því fram fullum fetum að allt ferlið kringum kaup þess á HS Orku hafi verið löglegt og eftir bókinni og hafna um leið alfarið samstarfi við stjórnskipaða nefnd sem ætlað er að leiða í ljós einmitt það, ef rétt er.
Það er orðin meiri skítalykt af þessu máli, en kemur upp úr öllum borholum HS Orku til samans.
Umboðslaus rannsóknarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjörnuseiður
26.8.2010 | 13:59
Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi er ótrúlega vægur dómur fyrir svona glæp. Þegar eyðnismitaður einstaklingur stundar óvarðar samfarir, vitandi vits án vitneskju gagnaðila, getur slíkt hátterni vart flokkast undir annað en langdregið morð, eða í bestafalli tilraun til manndráps.
Það er kannski illgirnin í mér sem veldur, en ég get ekki varist þeirri hugsun að dómurinn hefði orðið annar og þyngri ef karlmaðurinn hefði smitaði stjörnuna vitandi vits, en ekki öfugt.
Þýsk poppstjarna fékk skilorðsbundinn dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ritstjóri Moggans....
25.8.2010 | 20:52
....og þáverandi forsætisráðherra aðstoðaði líka Ólaf biskup með ráð og dáð, þótt Mogginn láti þess ógetið, sennilega af alkunnri hógværð og lítillæti ritstjórans.
Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Andstæðingar og hatursmenn...
25.8.2010 | 14:11
...ESB, koma svo. Ryðjist fram, tækifærið og tilefnið til að ryðja úr sér sóðaskapnum og landráðayfirlýsingunum verður varla betra.
ESB setur 110 milljónir í rannsóknir hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er mark á þessu takandi?
25.8.2010 | 13:05
Nöturlegt innlegg séra Geirs Waage, í það leiðinda mál sem enn skekur allt þjóðfélagið, kom það illa við marga að almenntorðuð yfirlýsing biskupsstofu dugir ekki til að slökkva þá elda sem voru kveiktir.
Það getur vel verið að biskupinn og presturinn í Reykholti séu sáttir eftir tveggja manna tal á lokuðum fundi, en efi og ótti þeirra sem treysta á kirkjuna situr eftir óhaggaður. Meðan biskup og biskupsstofa geta ekki viðhaldið eigin trúverðugleika, megna þau ekki að reisa upp trú- verðugleika fallina presta.
Margir hafa hrósað Geir Waage fyrir framgöngu hans í sóðamáli Ólafs Skúlasonar biskups. En enginn spyr sig, í ljósi yfirlýsinga Geirs um tilkynningarskylduna, hvernig hann hefði brugðist við hefði biskupssóðinn verið búinn að skrifta fyrir honum. Hefði séra Geir verið sjálfum sér samkvæmur og hundsað tilkynningarskylduna til að verja trúnaðinn við iðrandi syndarann?
Séra Geir Waage þarf sjálfur að stíga fram og gera hreint fyrir sínum dyrum, draga yfirlýsingar sínar til baka opinberlega og biðjast afsökunar á þeim.
Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mulningur #53
24.8.2010 | 23:35
Hvað eru alvarleg vandræði?
Þegar maður stendur í biðröð fyrir aftan Móður Teresu á dómsdegi og Guð segir við hana:
Því miður væna, þú hefðir þurft að gera meira.
Bannað en samt leyft
24.8.2010 | 12:17
Það er full ástæða til þess, þar sem við stöndum upp í háls í boðum og bönnum, að velta því fyrir okkur hvort á Íslandi sé allt leyfilegt sem ekki er bannað eða hvort allt sé bannað sem ekki er leyfilegt.
Áfengisauglýsingar eru bannaðar en samt ekki. Það er nóg að búa til einhverja áfengislausa gervivöru með sama útliti og áfengið og þá geta menn auglýst það eins og þeim sýnist.
Þetta auglýsingabann á áfengi og tóbaki er glöggt dæmi um gersamlega tilgangslausa og handónýta lagasetningu með óljósan tilgang.
Hvaða skynsemi er í því að leyfa sölu á vöru ef hún er svo skaðleg að ekki megi tala um hana eða sýna? Ég er þeirrar skoðunar að bann við auglýsingum á löglegum og aðgengilegum vörum sé arfavitlaus og alger þversögn og stílbrot.
Hefur þetta auglýsingabann skilað sér í minni neyslu? Álfheiður Ingadóttir ráðherra svarar þeirri spurningu neitandi, en vill samt ganga harðar fram í auglýsingabanni! Ekki ónýtt það.
Taka þarf harðar á brotum á banni við áfengisauglýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var umsóknin um ESB aðild bara jólakort?
24.8.2010 | 10:02
Þótt stjórnarsáttmálinn kveði á um að hverjum og einum stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar sé frjálst að viðra skoðanir sínar á ESB þá breytir það ekki þeirri staðreynd að sú sama ríkisstjórn samþykkti að leggja aðildarumsókn að ESB fyrir Alþingi og virða þá niðurstöðu. En það virðist standa í sumum og þar á meðal Jóni Bjarnasyni.
Menn hengja sig í orðhengilshátt og segja fullum fetum að aðildarumsókn Íslands hafi ekki átt að vera aðildarumsókn með því sem henni fylgir heldur eitthvað annað og hafi alls ekki merkt það að við vildum fara í aðildarviðræður.
Það verður ekkert grín fyrir Jón Bjarnason og aðra sem þessa skoðun hafa að sækja um nýtt starf þegar þau hverfa af þingi. Það liggur auðvitað í augum uppi að atvinnuumsóknir þeirra og Jóns verða eitthvað allt annað en atvinnuumsóknir og fráleitt að þær merki að viðkomandi kæri sig nokkuð um að mæta í atvinnuviðtal, hvað þá meir.
Verri kostur að hætta núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er list endilega list?
23.8.2010 | 19:46
Það er æði misjafnt hvernig fólk metur list. Ég met t.d. málverk eftir því hvernig það fangar augað, ekki eftir nafni höfundar.
Myndir Louisu Matthíasdóttur ná ekki inn úr skelinni hjá mér. Þegar maður hefur séð tvær eða þrjár myndir eftir hana hefur maður í raun séð þær allar.
.
Rannsaka hvort málverk sé falsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt fyrir frægðina
23.8.2010 | 15:40
Vonandi kemur barnið heilt heim úr þessari háskaför. Það er með ólíkindum hve langt sumir eru tilbunir að ganga til að geta baðað sig í sviðsljósinu um stund. Það er ofar mínum skilningi að fólk sé tilbúið að leggja líf barnanna sinna að veði, í rúllettu sem þessari, fyrir stundar frægð.
En síðasti asninn er ekki enn kominn fram á sjónarsviðið þannig að fljótlega má vænta þess að 12 ára gömlu barni verði, af frægðarsjúkum foreldrum, att á foraðið, til að slá þetta heimskulega met.
14 ára í hnattsiglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)