Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Ađ „negla konur“

Ţegar spjátrungar, af oflćti sínu, tala um ađ „negla konur“ ţá eiga ţeir vćntanlega ekki viđ svona neglingu, geri ég ráđ fyrir.

 
mbl.is 19 naglar fjarlćgđir úr konu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lophius piscatorius

skötuselurSigurđur Einarsson  er eins og skötuselurinn, ekkert nema kjafturinn.

Ţegar sérstakur saksóknari hefur velgt honum undir uggum og gert ađ honum, verđur nćsta lítiđ eftir, ađeins haus og kjaftlaus halinn.


mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögđum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Voru ţađ ekki steinarnir...

...sjálfir sem báđu Árna og koma og taka sig, ţeim langađi svo ađ verđa hluti af ţeim munum sem virđast dragast ađ Árna sökum hans einstćđu persónu- töfra og hrúgast upp í kringum hann.


mbl.is Árni skilar móbergshellum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heyrt en ekki séđ

Ţetta minnir á lög sem sett voru í Bretlandi á fyrstu árum bílsins. Lögin mćltu svo fyrir ađ engan bíl mćtti keyra nema á undan honum fćri gangandi mađur međ rauđa veifu og kallandi viđvörunarorđ til annarra vegfarenda.

Ţađ er auđvitađ bagalegt ef menn heyra ekki í bílnum, en ţessum bílum á eftir ađ fjölga hratt og fólk venst ţessu eins og öđru. Nota sjónina meira en treysta minna á heyrnina.


mbl.is Ekki draga um of úr hávađamengun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fúlir og alltaf á móti

Hann er sannarlega vandratađur hinn gullni međal vegur. Íhaldsbloggarar hafa fariđ hamförum yfir fćrslu borgarstjórans í Reykjavík á fésinu.  Ţessi opni og alúđlegi stjórnunarstíll Jóns Gnarr á ekki upp á pallborđiđ hjá ţeim. Ónei ekkí.

Ţađ undarlega er ađ sömu bloggarar ađ upplagi hafa orgađ og reytt hár sitt og skegg  (ţeir sem hafa slíkt) yfir lokuđum og ţvinguđum stjórnunarstíl Jóhönnu Sigurđardóttur. Hann er greinilega vandfundinn ţverhausanna smekkur.

Augljóslega er ţađ sú stađreynd, ađ íhaldsbossi vermir hvorugan stólinn , forsćtisráđherrans eđa borgarstjórans, sem angrar hvađ mest viđkvćm skynfćri fúls á móti en ekki stjórnunarstíllinn ţegar allt kemur til alls.

 


mbl.is Tekur pólitískri gagnrýni of persónulega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég sef međ Bangsa

jol2008 007Ţó ég taki Bangsa ekki međ mér í rúmiđ ţá á hann ţađ til ađ lauma sér upp í ţegar ég er sofnađur og kúra sig upp ađ mér. Ţađ er vinalegt og róandi.

 

Auđvitađ tek ég Bangsa međ mér nánast hvert sem ég fer. En ég hef aldrei gleymt honum á hóteli eđa annarstađar.

.  
mbl.is 35% fullorđinna Breta sofa međ bangsa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţarf ađ segja meira

 

 


mbl.is Ćtlar ađ halda upp á sjötugsafmćli Lennons á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sóđabloggara sem leyfist ţađ sem öđrum er forbođiđ

Kynţátta- og trúarfordómar eru öđrum fordómum verr séđir hér á Moggabloggi en margskonar fordómar ađrir.  Ekkert í sjálfu sér viđ ţađ ađ athuga ef ekki vćri organdi slagsíđa á ţeim takmörkunum sem mbl.is setur trúarlegum fordómum.

barack-obama-and-adolf-hitlerÁ međan sumir mega vart orđinu halla á Gyđinga, hvađ ţá nota skammaryrđi um ţađ ágćta fólk, án ţess ađ allt fari á hliđina, ţá leyfist bloggaranum Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni í Kaupmannahöfn ađ skrifa nánast hvađeina sem honum til hugar kemur, og nota ţćr nafngiftir sem honum best hentar, ţegar hann ţarf ađ upplýsa veröldina um óţverraskap nánast allra, sem ekki eru Gyđingar, og ţá helst Palestínu araba í garđ vammlausra Gyđinga.

Ég ćtla ekki ađ reyna ađ lýsa ógeđsskrifum Vilhjálms, lestur á hans síđu er öllum lýsingum betri. 

Hvađ ćtli Villi Köben segđi ef einhver bloggódámurinn myndi myndbreyta mynd af einhverjum  forystumanni Gyđinga í Hitler á sama hátt og hann gerđi viđ međfylgjandi mynd af Obama forseta Bandaríkjanna?

Jú ég veit hvađ Villi Köben myndi gera, hann myndi sturlast og krefjast lokunar á viđkomandi bloggi.

Međfylgjandi mynd er tekin af bloggi Vilhjálms.


Mjólkurbörnin miklu

Ţađ hefđi veriđ gott ađ hafa kusuna Örk frá Egg í Hegranesi á bás um borđ í Örvari HU 21, fyrsta frystitogara landsmanna. Áhöfnin, sem taldi 24 hausa, sporđrenndi ţegar best lét á  milli 450 og 500 lítrum af mjólk í hverjum túr, sem tók ađ jafnađi um 21 dag, sem samsvarar tćpum lítra á dag á mann.

Örk hefđi annađ okkur mjólkurbörnunum öllum međ glćsibrag og viđ hefđum átt um 16 daglítra í afgang til osta og smjörgerđar. Svo ekki sé talađ um ţá ánćgju sem ţađ hefđi fćrt mannskapnum ađ annast slíka ţarfaskepnu.

  


mbl.is Íslandsmet hjá Örk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hinn Íslenski lýđveldisher í burđarliđnum

Íslensk samtök á borđ viđ IRA virđast í burđarliđnum til ađ verja sjálfstćđi landsins og hreinsa ţađ af föđurlandssvikurum og hafa stofnađ facebook síđu fyrir áhugasama.

Samtökin munu ađ sögn birta á nćstunni lista yfir réttdrćpa landráđamenn, Evrópusinna og önnur "meindýr" sem ţarf ađ upprćta međ öllum tiltćkum ráđum.

Manni verđur hugsađ til ţjóđkunns bloggara sem nýlega auglýsti eftir eitri til manndrápa. Margir bloggarar máttu vart vatni halda af hrifningu yfir ţeim áformum og líklegt má telja ađ ţeir sömu fylki sér um ţessa nýju hreyfingu og hvetja hana til dáđa.


mbl.is Facebooksíđa til skođunar hjá lögreglu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.