Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Kemur kaninn, kommúnistabaninn
31.8.2010 | 12:04
Flugsveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO hér á landi frá 6. 24. september í boði hinnar hreinu vinstristjórnar. Það er greinilega af sem áður var.
Nú dugir ekkert minna en tíu F-15 orrustuþotur þótt varnarliðinu hafi dugað fjórar slíkar undir það síðasta þegar algóðu kanarnir voru hér með fasta búsetu og fullar varnir.
Það ætti að gleðja órólega og vanstillta íhaldsmenn, sem hafa vart á heilum sér getað tekið af öryggisleysi eftir brotthvarf hersins, að þeir geti núna, um stundarsakir að minnstakosti, sofið rótt og áhyggjulausir í boði hinnar hreinu og tæru vinstristjórnar.
Menn hafa orðið þakklátir fyrir minna.
Bandaríkjaher sinnir loftrýmisgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nei, nei og aftur nei
31.8.2010 | 00:17
Aldrei aftur æfingatól fyrir manndráp á Keflavíkurflugvöll, vopnuð eða óvopnuð!
Segjum NEI!
Nærri samþykki með skilyrðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sama gamla, þreytta, úrelta og fúla sagan.
30.8.2010 | 19:50
Var fyrrverandi brottrekinn forstjóri hinnar gjaldþrota Húsasmiðju, sem er í gjörgæslu bankans, eini valkosturinn í stöðu stjórnarformanns Haga?
Grafskrift Steins Loga hjá Húsasmiðjunni var að hann hefði leitt fyrirtækið á miklum umbrotatímum. Falleg orð um mann sem yfirgaf starf sitt með skófar á rassgatinu.
Það er ekki við því að búast að menn komist upp úr pyttinum, meðan ekki er reynt að hugsa út fyrir hann.
Steinn Logi stýrir Högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér er Jarlinn
30.8.2010 | 18:29
Á þessari síðu hér er hægt að fylgjast með fellibylnum Earl, slóð hans, stefnu og mismunandi spám um framvinduna.
Efst til hægri á síðunni er hægt að setja inn og taka út breytur.
Earl veldur usla í Karíbahafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reykjanesbæjar óreiðumenn, -hver á að greiða skuldir þeirra?
30.8.2010 | 15:27
Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar, sem slík, var ekki kosningamál í vor í þeim mæli sem hún hefði átt að vera í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna. Enda endurnýjuðu kjósendur í sveitarfélaginu, með bros á vör, umboð Sjálfstæðisflokksins til að stjórna bænum áfram með óbreyttum formerkjum.
Því er ábyrgð kjósenda mikil og það verður þeirra hlutverk að axla hana á einn eða annan hátt, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Íhaldið er strax byrjað að kenna öðrum um stöðu mála í Reykjanesbæ og þar er efst á blaði núverandi ríkisstjórn, þó allar skuldir bæjarfélagsins hafi orðið til fyrir hennar tíð og án hennar tilverknaðar. Núverandi ríkisstjórn var, af Íhaldinu Reykjanesbæ, ætlað að skera þá niður úr snörunni svo þeir gætu enn og aftur hrósað sér fyrir stjórnunar- og fjármála snilld sína.
Íhaldið hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina fyrir nánast alla hluti og ekkert talið henni til tekna og krafist þess að hún færi frá og ekki síðar en strax. Það verður gaman að sjá hvaða kröfur þeir sömu, hinir vammlausu, gera á stjórnendur Reykjanesbæjar, sem eru með skítinn upp á, og fram yfir axlir fyrir eigin tilverknað og engra annarra.
Heyrst hefur að leitað verði til Seðlabankans um bjargræði og kúnstugt að þangað ætli að leita mennirnir sem hrópuðu með foringja sínum; Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna!
Seðlabanki lánar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Krossfesting - taka tvö.
30.8.2010 | 13:40
En þar er kristnum vandi á höndum, dauðarefsingar eru víðast aflagðar svo ekki sé talað um svo sóðalegar aðferðir. En nauðsyn brýtur lög og þörfin er brýn, ekki spurnin um það.
Kirkjan er á byrjunarreit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjárvana land
29.8.2010 | 16:06
Það er þá orðið eins í réttunum og í bönkunum þar er enn margt um manninn þrátt fyrir fjárskortinn.
Meira fólk en fé í réttunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Margt er líkt með prestum og pólitíkusum
29.8.2010 | 14:20
Forystusauðir íslensku ríkiskirkjunnar ætla að nota sömu aðferðarfræðina og gerspilltir íslenskir stjórnmálamenn hafa tileinkað sér með miklum ágætum. Þeir ætla að sitja sem fastast þrátt fyrir að upp sé komið fullkomið vanhæfi þeirra til að gegna þeim trúnaðarstörfum sem þeir voru valdir til í góðri trú.
Þrátt fyrir að í kirkjunni geysi enn sami stormurinn og hófst 1996 þá sitja enn sömu menn og reyna að lægja öldurnar, sem brugðust þá og allar götur síðan. Þeir eru staðráðnir í að sitja af sér óveðrið hvað sem raular og tautar í þeirri von að senn lægi og um hægist og þeim verði sætt í sínum embættum.
Svo tala þessir menn á tyllidögum um nauðsyn þess að trúnaður og traust ríki milli kirkju og almennings. En allur kærleikurinn og umhyggjan sem þeim er svo tíðrætt um við sóknarbörnin á sunnudögum, nær í mörgum tilfellum, þegar allt kemur til alls, ekki lengra en niður í eigið rassgat.
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stjórnarskrárnauðgarar
29.8.2010 | 12:47
Það er heilmikið til í þessu hjá Sigurði enda vart við öðru að búast hjá þeim vísa manni. Það sem er helst við þetta að athuga og skrítið að Sigurður skuli ekki nefna, er að flestar breytingar sem hafa verið gerðar á stjórnarskránni í áföngum fram að þessu hafa verið gerðar án nokkurrar umræðu utan Alþingis.
Samkvæmt 79. gr. stjórnarskrárinnar skal rjúfa Alþingi þegar eftir samþykkt tillögu um breytingu á stjórnarskránni og boða til kosninga. Samþykki nýtt þing að loknum kosningum breytingarnar öðlast þær gildi.
Andi þessa ákvæðis er augljós, það hlýtur að hafa verið hugsunin með samþykkt á tvennum þingum og kosningum á milli að breytingatillagan yrði lögð fyrir þjóðina og Alþingiskosningarnar snérust um hana að hluta eða öllu leyti.
Þannig var að málum staðið við fyrstu breytinguna sem gerð var á stjórnarskránni á lýðveldistímanum, en 1959 voru tvennar kosningar gagngert vegna kjördæmabreytinga í samræmi við anda stjórnarskrárinnar.
Síðan hefur fimm sinnum verið gerð breyting á stjórnarskránni og virðast flokkarnir hafa, að því er virðist verið sammála um að skauta fram hjá þessum anda stjórnarskráarinnar og lauma breytingum í gegn án þess að kosið væri um þær sem slíkar.
Það er gert þannig að breytingartillagan er síðasta mál sem er samþykkt er á Alþingi fyrir hefðbundnar kosningar og tillagan síðan samþykkt af þeim sömu flokkum að loknum kosningum án þess að stjórnarskrárbreytingarnar hafi fengið nokkra sérstaka umræðu í kosningabaráttunni.
Þannig hefur stjórnmálapakkið fótum troðið og nauðgað stjórnarskránni hvenær sem það hefur séð sér hag í því og þjóðin látið það viðgangast.
Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
„Menn eru það sem þeir éta“
28.8.2010 | 19:42
Friðrik Danaprins hund skammaði landa sína á dögunum fyrir framkomu þeirra í garð föður síns. Engan þarf að undra þótt Danir hafi aldrei fyllilega tekið innflutta prinsinn sinn í sátt og haft hann að háði og spotti. Hinrik franski hefur aldrei lagt virkilega að sér að samlagast Dönum, verið hrokafullur , drambsamur , fúllyndur og yfirlýsingagjarn.
Nýjasta dæmið er þessi yfirlýsing hans í Kína, þar sem hann hakkar í sig innflutt dönsk grísaeyru, tær og trýni í Kínversku sósujukki og upplýsir innfædda að þetta sé nú eitthvað annað er bölvað trosið sem hann fái heima, enda sé danskur matur óætur.
Danaprins segir danskan mat feitan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)