Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Fortíðarlausi flokkurinn
14.8.2010 | 18:54
Synd Gylfa Magnússonar virðist helst liggja í því að hafa ekki verið nægjanlega ýtarlegur í umræddu svari sínu á Alþingi. Og hvað gerist, jú þeir rísa upp á afturlappirnar sem aldrei geta svarað einu eða neinu án útúrsnúnings og rangfærslna.
Núna kemur formaður Fortíðarlausa flokksins og þenur sig, honum væri nær litla Noregsfaranum að byrja á því að gera upp þau mál, sem upp á hans flokk stendur og þá gripdeildargutta sem störfuðu í skjóli Fortíðarlausa flokksins og gera enn.
Lét Gylfi Steingrím vita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7 - 9 - 13
14.8.2010 | 14:44
Já, var virkilega í gangi flugsýning þar sem eldingum laust niður hægri, vinstri? Því ásamt þessum 13-13 dreng eru tveir aðrir sagðir hafa orðið fyrir eldingu á flugsýningunni og þeir rétt eins og drengurinn nánast sloppið við áverka!
Öllum fregnum um að fólk hafi orðið fyrir eldingu og ekki bara lifað, heldur sloppið lítið eða ekki slasað ber að taka með miklum fyrirvara.
Hún er útbreidd og fjandanum lífseigari þessi undarlega hjátrú varðandi töluna þrettán. 13 er talan sem er á milli 12 og 14, annað er ekki merkilegt við hana.
Það hefur greinilega ekki verið hægt að tengja töluna 13 við þessa tvo aðra úr því það var ekki gert. Og hvað með alla þá sem ekki urðu fyrir eldingu á þessari flugsýningu, hvernig er talan 13 tengd við þeirra óheppni svo ekki sé talað um öll þau óhöpp og slys sem varða alla daga þar sem talan þrettán kemur hvergi við sögu.
Varð fyrir eldingu klukkan 13:13 föstudaginn 13. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hlemmur – Fell – hraðferð
13.8.2010 | 15:25
Það er indælt að mbl.is standi vaktina og láti okkur vita um leið og ljóst verður hvenær Lindsay losnar úr meðferðinni svo fólk geti undirbúið þennan merkis atburð með viðeigandi hætti.
Lindsay Lohan að losna úr meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mulningur #50
13.8.2010 | 13:37
Ljóska ein var að reyna að komast yfir ónýta brú. Hvernig sem ljóskan reyndi og reyndi þá komst hún ekki yfir ána. Allt í einu sá hún aðra ljósku á hinum bakkanum.
Hvernig kemst ég yfir á hinn bakkann? Kallaði ljóskan til hinnar ljóskunnar.
Hvað meinarðu? svaraði hin ljóskan um hæl. Þú ert á hinum bakkanum.
Já, já, já......
10.8.2010 | 18:16
og já, hennar verður saknað.
Það mætti að ósekju klippa duglega af fótboltaefninu í annan ef ekki báða enda.
Munt þú sakna Spaugstofunnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spegill, spegill, herm þú mér...!
10.8.2010 | 17:31
En hvað með öll störfin sem mörg konan hefur fengið eingöngu út á andlitið og línurnar þó allt annað skorti?
Það virðist ekki metið sem mismunun þeim snoppufríðu í vil.
Þessi könnun er kjaftæði. Hvor þessara kvenna ætli sé líklegri til að fá deildarstjóra stöðu í Arion banka eða hvaða starf sem er, að því gefnu að hæfni þeirra sé sambærileg?
Fagrar konur fá síður karlmannleg störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hlýtur að sama skapi...
10.8.2010 | 12:14
...að vera brýnt að sérmerkja stökkbreytta ráðherra!
Skylda að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spyrjum að leikslokum
10.8.2010 | 10:36
Það er besta mál ef Evrópusambandið óttast að Íslenska þjóðin felli væntanlegan aðildarsamning. Það getur ekki annað en styrkt samningstöðu okkar svo um munar. ESB veit hver útkoman verður í þjóðaratkvæðagreiðslu ef við fáum ekki nauðsynlegar undanþágur í okkar helstu málum.
Það er ekkert að marka það þó fulltrúar ESB segi núna að við fáum engar undanþágur eða tilslakanir. Það dettur engum heilvita manni í hug að veikja samningsstöðu sína í upphafi samninga með því að lýsa því yfir fyrirfram hvaða tilslakanir væru mögulegar.
Ef samningarnir verða ekki hagstæðir Íslandi, verða þeir kolfelldir, því er angistar hnjáskjálfti andstæðinga aðildarviðræðnanna býsna broslegur.
Gætu tekið Noreg á þetta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var samið um að stinga sannleikanum undir stól?
10.8.2010 | 09:02
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael muni ekki vinna með neinni rannsóknarnefnd sem hafi annað að markmiði en leggja blessun sína yfir árás Ísraels á skipalestina til Gaza, í lok maí síðastliðins, og hvítþvo þá af öllum ásökunum.
Ísraelsmenn hafna því alfarið að hermenn sem tóku þátt í árásinni verði yfirheyrðir og vísa til leynisamkomulags um að rannsóknin leiði ekkert það fram sem skaðað geti Ísrael, en Ban Ki-moon aðalritari SÞ kannast ekki við slíkt samkomulag.
Hvað er betur til þess fallið, til að leyna sannleikanum, en sleppa því að yfirheyra þá sem voru á vettvangi og gleggst vita hvað gerðist? Efast t.a.m. nokkur um að Benjamín Netanyahu hafi sagt nokkuð annað en hreinan sannleikann þegar hann bar vitni fyrir nefndinni?
Ísraelsstjórn hefur enn og aftur grímulaust opinberað að þeir kæra sig ekki um að hafa sannleikann og réttlætið í sínu farteski. Og svo má alltaf, ef um allt þrýtur, vísa í 4 þúsund ára gamalt samkomulag sem þeir gerðu við Guð.
Vilja ekki að hermenn verði yfirheyrðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sleppum bara menningarnóttinni.
9.8.2010 | 19:47
Ekki verður séð að flugeldasýningin sé meira bruðl en menningarnóttin sem slík í heild sinni, nema síður sé. Sýningin nýtur mikilla vinsælda og sá atburður menningarnætur sem flestir sækja og fylgjast með.
Það virðist alltaf vera tilhneiging hjá menningarelítunni og þeim sem að menningu vinna að ýta út því sem almennur áhugi er á og troða inn einhverri ímyndaðri hámenningu sem engin hefur á minnsta skilning eða áhuga.
Menningarnóttin hefur af einhverri undarlegri ástæðu ekki þurft að greiða fyrir löggæslu, ein útihátíða. Það hlýtur að vera almenn krafa að jafnt verði látið yfir alla ganga og Reykjavíkurborg verði gert að greiða fyrir löggæslu eins og öðrum útihátíðum.
En sjálfsagt er þetta skoðanakönnun hjá borgarstjóranum, sem vill ekki gera neitt sem ekki til vinsælda horfir.
Flugeldasýningin bruðl? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)