Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Tekjutengjum sektir.

Það þarf að taka það til alvarlegrar athugunar að tekjutengja sektir hér á landi og skilyrðislaust að lögleiða heimild til að gera bifreiðar upptækar við alvarleg og ítrekuð brot.

 
mbl.is Á 290 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #49

„Ég heyrði Hannes, að þið hjónin hefðuð verið mjög ósátt um daginn og rifist heiftarlega?“

„Já satt er það“, sagði Hannes „en það jafnaði sig þegar hún kom skríðandi til mín“.

„Hvað sagði hún þá“?

„Andskotaðu þér undan rúminu Hannes, helvítis vesalingurinn þinn!“

 

Konan var sem sagt svipt...

...ökuréttindum fyrir að fara of snemma af stað en ekki fyrir að aka drukkin. Það borgar sig ekki að vera snemma í því,  og þá ekki „í því“. 

 


mbl.is Svipt ökuréttindum eftir að hafa farið of snemma af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólskur hundagöngumaður!

 

Hér taka málfarssnillingarnir og nýyrðasmiðirnir á mbl.is langt fram úr sjálfum sér.

 
"Lögreglan var kölluð á vettvang eftir að pólskur hundagöngumaður fann konurnar í annarlegu ástandi í miðjum almenningsgarði".

Ég er samkvæmt þessu íslenskur hundagöngumaður eða hann Bangsi minn íslenskur manngönguhundur.

 
mbl.is Mæðgur á sjúkrahúsi eftir hnífabardaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög á reykinn?

Solidarity_oÞað er vandalaust að vera sammála því að það sé ofbeldi gegn börnunum að reykja í bílum þegar þau  eru með í för og eins inn á heimilum.  En ég er ekki sammála því að það gagni að banna slíkt með lögum.

Boð og bönn vil öllum hlutum nægja ekki ein og sér til að fólk átti sig á hvað sé skynsamlegt og hvað ekki, hafi það ekki þegar gert það.

Lagasetning í þessu gerði  lítið annað en að líta vel út á pappír og útvega flutningsmanni frumvarpsins mynd af sér í blöðunum og bút í Kastljósi, sem því miður virðist megintilgangur margra frumvarpa.

Það sem gildir í svona málum er fræðsla og áróður og meiri fræðsla og áróður. En það kostar pening og þá er eðlilegt að sá kostnaður sé greiddur, í þessu tilfelli, af tóbakinu. En á tímum eins og þessum þegar allt er yfir skattað væri þægilegra  og vinsælla að setja enn ein gagnslaus lögin.

  


mbl.is Reykingar með börn í bíl er „ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að spara smátt þegar hægt er að spara stórt?

Spörum 4 til 5 milljarða og hendum kirkjunni út af fjárlögum, það er komin tími til að Guð sjái fyrir sér sjálfur, rígfullorðin maðurinn.


mbl.is Kirkjunni gert að spara um 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef öll þjóðin er hinsegin í dag...

...eru þá hommar og lesbíur „straight“ í dag eins og kýrnar sem bregða frá eðli sínu einn dag á ári og mæla mannamál á þrettándanum? Bara smá pæling.

 

Hommar og lesbíur til hamingju með daginn!

 
mbl.is Þúsundir á Hinseginhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbb

Heimsfrétt, ekkert minna!


mbl.is Julia Roberts tekur hindúatrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #48

„Ég las í Mogganum í morgun að þeir ætluðu að minnka við okkur lífeyrinn“, sagði Hannes gamli við konuna sína.

„Þannig að ég fór niður í Tryggingastofnun til að athuga mín mál. Þeir höfðu týnt öllum upplýsingum um mig en ég sannfærði þá um að ég væri kominn yfir sjötugt með því að sýna þeim öll hvítu hárin sem ég er með á bringunni“.

„Ef þú hefðir leyst niður um þig buxurnar Hannes,  þá hefðir þú fengið örorkubætur í kaupbæti“, sagði sú gamla.

 

Umboðsmaður skuldara í samtals 0.0027 ár.

Til hvers var Runólfur að skila inn gögnum varðandi starf sem hann ætlar ekki að gegna og er horfinn úr?  Verður metið út frá gögnunum hvort hann hafi verið hæfur til að hætta?

Það er stórmannlegt af Runólfi að afþakka laun í uppsagnarfresti en til að geta afþakkað eitthvað þurfa menn að eiga rétt á því til að byrja með. Hjá allri alþýðu þessa lands er uppsagnafrestur áunnin í hlutfalli við vinnuframlag.

Runólfur gegndi þessu starfir í samtals  0.0027 ár, hvað telst vera sanngjarn uppsagnafrestur eftir þann tíma í starfi?


mbl.is Afþakkar laun í uppsagnarfresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband