Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hver tók karlinn...

...á teppið og gerði honum ljóst hvar LÍÚ verslaði sitt öl?


mbl.is Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því...

...að við fyrrverandi skipsfélagarnir á Örvari HU21, ég og Friðrik J. Arngrímsson, yrðum sammála. Sjá hér. 

Svona gerast nú kraftaverkin. Því eins og kerlingin sagði; "það sem aldrei hefur gerst áður, getur alltaf gerst aftur".


mbl.is Sendu yfirlýsingu til erlendra miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á og hver má?

Evrópusambandið og Noregur  íhuga að beita okkur Íslendinga þvingunum vegna veiða okkar á Makríl í okkar eigin fiskveiðilögsögu, því þeir segjast alfarið eiga þennan flökkufisk.  

Ef þessar þjóðir eiga þennan fiskistofn, þá hljóta þeir að sama skapi að bera ábyrgð á honum og ættu því, í stað þess að vilja meina okkur að grípa til varna og veiða úr stofninum, að greiða okkur skaðabætur fyrir innrás hans í Íslenska fiskveiðilögsögu, hvar hann étur allt sem að kjafti kemur.


mbl.is Íhuguðu að banna innflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á barnið að heita?

Fyrirsögnin á þessari frétt er afskaplega ósmekkleg og það er blaðamanninum til vansa að kalla börnin nasista, þótt þau hafi verið óheppin með foreldra.

Það þarf  ekki að velta því lengi fyrir sér að óhjákvæmilega muni  slíkar nafngiftir sem frá greinir í fréttinni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þessi börn þegar fram í sækir. Mörg sorgleg dæmi eru um að börn hafi liðið fyrir nafngift sína, verið lögð í einelti og höfð að háði og spotti langt fram eftir aldri.

Það er því mikilvægt að foreldrar vandi val nafna og hagsmunir barnsins séu ætíð hafðir að leiðarljósi en ekki stundarhrifning forelda á einhverjum undarlegum fyrirbrigðum. Þó hægt sé að fá nöfnum breytt er nafngjöf að öllu jöfnu ævilöng gjörð.

Mannanafnanefnd er undarlegt fyrirbrigði  en virðist af tíðni funda nefndarinnar gegna afar mikilvægu hlutverki í Íslensku samfélagi. Nefndin fundar upp undir 30 sinnum á ári og jafnvel  5 sinnum í mánuði og 23. desember er ekki of heilagur fyrir fundi liggi mikið við.

Ekki eru allir úrskurðir nefndarinnar auðskildir venjulegu fólki. Mörgum auðskildum og góðum nöfnum er synjað formsins vegna því þau uppfylla ekki ströngustu beygingarreglur eða rithátt,  en að samaskapi er mörgum undarlegum nöfnum og jafnvel orðskrípum  snarað  á mannanafnaskrá fyrir það eitt að beygjast og ritast „rétt“.

Það verður ekki séð í fljótu bragði að mannanafnanefnd sé sú brjóstvörn Íslenskum mannanöfnum sem henni kann í upphafi að hafa verið ætlað.  Hvað ætli það kosti á ári að ákveða hvort hið hljómfagra og mikilfenglega mannsnafn  Adolf sé skrifað með o eða ó-i, svo dæmi sé tekið? 


mbl.is Foreldrar nasistabarna sviptir forræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei aftur Hiroshima!

nuclear_blastKjarnorku árásirnar á Hiroshima og Nagasaki og langtíma afleiðingar þeirra eru og eiga að vera mannkyninu víti til varnaðar. Allt mannkyn hefur frá þeirri stundu horft með hryllingi á þessa atburði og ég er sannfærður um að viðbjóðsleg reynslan af þeim hafi komið í veg fyrir notkun kjarnorkuvopna síðar á ögurstundum.

Ég verð að láta í ljós undrun mína á því að Bandaríkin hafi ekki fyrr en núna átt opinberan fulltrúa á  árlegum minningarathöfnum um þessa voða atburði. Mér er fyrirmunað að skilja hvaða ástæður gætu réttlætt slíkt virðingar- og skeytingarleysi.

Ég er þeirrar skoðunar, í ljósi allra aðstæðna, að ekki sé hægt að flokka þessar árásir sem stríðsglæpi, þótt hræðilegir séu, því þær bundu sannarlega enda á viðbjóðslegt Kyrrahafsstríðið. Það er deginum ljósara að hefði stríðið verið til lykta leitt með hefðbundnum vopnum þá hefði mannfall beggja aðila verið margfalt það sem varð í sprengingunum tveimur.

Ef mannkynið hefur ekki þroska til að draga eina mögulega lærdóminn af þessum voðaatburðum, að þeir megi aldrei gerast aftur, er mannkyninu ekki viðbjargandi  og draga ber tilverurétt þess í efa.


mbl.is Fórnarlömb minnast Hiroshima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulninur #47

Árni Páll Árnason var dapur og langt niðri eftir langt og erfitt basl varðandi ráðningu umboðsmanns skuldara svo að hann ákvað að fara til sálfræðings.

 „Hvað amar að þér Árni minn“ sagði sálfræðingurinn.

„Það trúir mér enginn“ stundi Árni Páll.

„Nei Árni minn, nú lýgurðu!“

 

„Hver vill elska 49 ára gamlan mann“?

Svo er að sjá að ríkisstjórn Obama eigi við svipuð vandamál að stríða og ríkisstjórn Íslands.

Bæði löndin glíma við svæsinn fortíðarvanda, efnahagsvandamál  og atvinnuleysi sem alfarið skrifast á fyrri ríkisstjórnir en landsmenn taka gremjuna eðlilega út á núverandi ríkisstjórnum.

Að auki er stríðið í Afganistan farið að hafa áhrif á vinsældir Obama. Hann fékk þetta stríð í arf frá fyrri forseta líkt og Lyndon B. Johnson Víetnamstríðið. Það stríð gekk svo á vinsældir Johnson‘s að hann hætti á síðustu stundu við að bjóða sig fram í annað sinn 1968.

Finni Obama ekki fljótlega leið út úr þessu bulli í Afganistan kann það mál eitt og sér að fella hann í næstu forsetakosningum.

Til hamingju með daginn Obama.


mbl.is Erfiðleikar hjá 49 ára forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þá!

Var virkilega reynt að drepa Mahmoud Ahmadinejad  forseta Írans,  þennan líka vinsæla, alúðlega og hófsama lífsins ljúfling? Hvernig er þessi heimur eiginlega að verða?

 
mbl.is Reynt að myrða forseta Írans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #46

Maður kom inn á lögreglustöðina í Grindavík og lýsti eftir konunni sinni.

„Hún er 28 ára , hávaxin, grönn, ljóshærð, bláeygð og æðislega vaxin“ sagði maðurinn.

„Heyrðu góði“, sagði lögregluþjónninn. „Ég veit alveg hvernig konan þín lítur út. Hún er pínulítil, hnöttótt og hálfsköllótt, með skögultennur, vörtu á nefinu og skelfilega ófrýnileg“.

„Já ég veit það“, sagði maðurinn mæðulega. „En hver vill fá svoleiðis konu til baka“?

   

Ship-O-Hoj

....mig seyðir hin svala dröfn.

 


mbl.is 939 á sjó í hádeginu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband