Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
Hvenær nær vitleysan hámarki?
3.8.2010 | 16:11
Á meðan Runólfur Ágústsson skipar embætti umboðsmanns skuldara mun aldrei nást sá trúnaður og það traust sem nauðsynlegt er eigi þetta embætti að vera trúverðugt sem slíkt.
Félagsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að meta út frá hagsmunum þjóðarinnar hvort sé mikilvægara að vinur ráðherrans sitji í þessu embætti eða að embættið njóti trausts og trúnaðar almennings.
Flóknara er það nú ekki, völin og kvölin er ráðherrans, hann væntanlega stendur eða fellur með henni.
En Runólfur getur stolið senunni og haft nokkra sæmd af, með því að segja sig frá embættinu og spara þannig leiðinlega og óþarfa umræðu um þetta leiðindamál sem verður þeim einum til skaða sem embættið á að þjóna.
Svarar ráðherra á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sér grefur gröf.
3.8.2010 | 13:19
Hún var aumleg útskýring Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra í hádegis- útvarpinu þegar hann reyndi að réttlæta heimskulega embættisfærslu sína, þegar hann skipaði í stöðu umboðsmanns skuldara.
Þetta viðtal við Árna, minnti illilega á viðtalið við nafna hans Johnsen, þegar hans vandræði voru í hámæli og hann ætlaði að rétta sinn hlut en afrekaði það eitt að dýpka holuna sem hann hafði grafið sér, því hann gleymdi að segja satt.
Vissi að Runólfur tapaði fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ekkert liggur á
3.8.2010 | 12:37
Langlífi Japana virðist, þegar allt kemur til alls, vera þannig til komið að þeir draga um einhverja áratugi að tilkynna andlát ömmu og afa.
Elsta konan í Tokyo týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líkar þér þetta?
2.8.2010 | 18:05
Neðanmáls við fréttir á mbl.is er linkur sem heitir Líkar þetta sem hægt er að smella á til þess væntanlega að láta í ljós ánægju sína með fréttina.
Ég átta mig ekki alveg á tilganginum með þessum link, því það getur verið æði misjafnt hvað mönnum líkar við, í viðkomandi frétt.
Þegar þetta er ritað hafa 24 sagst líka við þessa frétt "Dýrkeypt ökuferð". Hvað fellur þessum ánægjuhrólfum svona vel í geð?
Er það, að unglingur nýkomin með próf hafi ekið á 139 km hraða?
Er það, að drengurinn var nappaður og þarf að greiða sekt og taka prófið aftur?
Er það, að honum mistókst að drepa einhvern?
Þessum link mætti að ósekju sleppa því hann gefur skilaboð sem í flestum tilvikum er útilokað að túlka á vitrænan hátt.
Dýrkeypt ökuferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eru sumir jafnari en aðrir?
2.8.2010 | 15:10
Samkvæmt þessari frétt á Vísi.is hefur Hollywood leikkonunni Lindsay litlu Lohan verið sleppt úr fangelsi eftir að hafa einungis setið af sér 14 daga af þeim 90 dögum sem hún var dæmd til.
Ætli Lindsey litla Lohan væri laus úr fangelsinu, eftir svo stuttan tíma, væri hún t.a.m. svört og óþekkt?Ég leyfi mér að efast um það.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bimbirimbirimmbamm
2.8.2010 | 08:38
Hvað vilja þessir 34 þingmenn gera falli bankarnir á morgun, fara í 14 mánaða umræðu á Alþingi um það hvorn fótinn eigi fyrst að setja fram fyrir hinn?
Styðja ekki björgun bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við skulum rétt vona...
2.8.2010 | 00:19
...að Stallone hali það vel inn á drápsmyndina að hann nái að gera upp skuldahalann. Svona upp á orðsporið að gera.
Stallone stakk af frá ógreiddum reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já og fara svo, Magma
1.8.2010 | 18:26
Það er auðvitað ástæðulaust að segja Ross Beaty frá því hve miklar vonir eru bundnar við að hann standi við þá hótun, að hætta við kaupin.
Beaty: Vilja ekki hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tungunnar lista lipurð
1.8.2010 | 17:52
Þessi ungi og tungulipri maður gæti orðið, ef að líkum lætur, vinsæll meðal kvenþjóðarinnar sem mótleikari í óprenthæfum síðdegisleikjum.
Lengsta tunga Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er greinilega...
1.8.2010 | 15:04
...ekki allt heimilisofbeldi á sömu bókina lagt.
Lokaður inni í þvottahúsi í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |