Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Grillóðir Kanar
20.9.2011 | 15:35
Það er engu líkara en Bandaríkjamönnum finnist þeir naktir og varnarlausir verði frá þeim tekin reglubundin grillun á saklausu jafnt sem seku fólki og þá helst svörtu.
Það má með sanni segja að réttlætisgyðjan bandaríska sé staurblind, því eftir að dauðadómur er á annað borð fallinn, er nánast ógerningur að hreyfa við honum. Allt réttarfarskerfið leggst á eitt að fullnægja slíkum dómum, jafnvel 20 árum síðar, þótt nýjar upplýsingar bendi sterklega til þess að dómurinn hafi ekki verið á fullkomnum rökum reistur.
Að flestra mati ætti minnsti vafi á sekt að vera nóg til að dauðadómi sé ekki fullnægt. En eins og Kaninn praktíserar þessi mál þarf ekkert minna en fullkomna sönnun á sakleysi til að bjarga mönnum frá grillinu.
Réttafarsleg morð á saklausu fólki er víst talinn ásættanlegur fórnarkostnaður í ofurkappi bandaríkjamanna að útdeila réttlætinu sem best og víðast.
![]() |
Áfrýjun Troy Davis hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var Ben Stiller með vélinni?
19.9.2011 | 22:09
Ef þetta litla frávik frá fullkomnu flugi kallar á áfallahjálp, hvaða viðbragða má vænta þegar alvarleg krísa verður á ferðinni?
Verður allur Rauðkrossinn þá kallaður út ásamt gengi af sálfræðingum og nokkrum kippum af prestum með vígt vatn á tankbílum?
![]() |
Flugfarþegar fengu áfallahjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugrekki lýðsskrumaranna
18.9.2011 | 15:13
Var það ekki Geir H. Haarde, með Sjálfstæðisflokkinn að baki sér, sem ákvað að gangast undir ábyrgðir og ægivald Breta með því að láta frestinn til aðgerða eftir setningu Bresku hryðjuverkalagana líða án lögsóknar eða annarra aðgerða?
Eru það svo ekki sömu Sjálfstæðisþingmennirnir og þá guggnuðu í mótvindinum, sem núna rísa upp á afturlappirnar, þegar þeir hafa vindinn í bakið, og berja sér á brjóst?
Sömu þingmennirnir og hneykslast yfir því að Geir sé fyrir Landsdómi fyrir þessi afglöp og önnur?
![]() |
Vill kanna bótarétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þetta gengur ekki lengur
17.9.2011 | 23:24
KSÍ á að reka þjálfara kvennalandsliðsins strax og skipa Ólaf Jóhannesson fráfarandi þjálfara karlalandsliðsins sem þjálfara stelpnanna í staðin til að trappa þær niður.
Það gengur ekki lengur að stelpurnar fái endalaust að skyggja svona á getulaust karlalandsliðið með frábærri frammistöðu sinni.
![]() |
Norski þjálfarinn baðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Í Mogganum er allt sagt vera, sem máli skiptir
16.9.2011 | 23:47
Mér hefur fundist eitthvað vanta í fréttir mbl.is undanfarna daga, án þess að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hvað það væri, fyrr en ég sá þessa Hugo Chávez frétt.
Það virðist hafa orðið nokkurra daga rof á annars linnulitlum fréttum á mbl.is af Hugo karlinum. En nú hefur þráðurinn verið tekinn upp aftur þar sem frá var horfið, að miðla upplýsingum um kirtlastarfseminni kappans sem nákvæmast og best til landsmanna.
Í ljósi Hugo Chávez áráttu Moggans er spurning hvort ekki væri ráð að ritstjórinn færi líka til Kúbu og léti fjarlægja úr sér þetta árans meinvarp og þau önnur sem halda fyrir honum vöku.
![]() |
Chávez í lyfjameðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju....
16.9.2011 | 19:16
....hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ekki brugðist, með afgerandi hætti, við þessari íhlutun Bandaríkjaforseta í Íslensk innanríkismál? T.d. með því að kalla, tímabundið, sendiherra okkar í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða eins og það er kallað.
En það er broslegt að sjá einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins draga tunguna á sér út úr endaþarmi Bandaríkjanna, eitt augnablik, til að lýsa yfir einhverri gervivandlætingu. Ekki þarf að óttast að þeir komi tungunni ekki aftur í hlýjuna áður en slær að henni.
![]() |
Ekki grundvöllur fyrir aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Myndin tengist fréttinni ekki beint“
15.9.2011 | 14:50
Af hverju birta fjölmiðlar, og þá sér í lagi vefmiðlar, myndir með fréttum, sem tengjast viðkomandi frétt ekki neitt, til þess eins að segja að myndin tengist ekki fréttinni.
Hér er smá frétt:
Maður var bitinn af öðrum manni á Austurvelli í dag, svo á sá. Lögreglan fann bitvarginn, eftir nokkra leit í nágrenninu, og handtók hann.
Maðurinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
![]() |
Tilkynnt um hundsbit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Aumingja konan
15.9.2011 | 11:41
Ef Margrét hefur ekki burði til þess sjálf að losa sig úr þeirri skömm að vera þingmaður eru þá ekki einhverjir henni nákomnir sem geta leiðbeint henni í hennar vanda?
Það á enginn að þurfa að lifa í skömm á sjálfum sér og sinni vinnu, það er að segja þeir sem hafa vinnu.
Ég þykist vita að kjósendur verði allir af vilja gerðir til að létta ánauðinni af rýjunni, en er ástæða til að bíða þess?
![]() |
Skammast sín fyrir að vera þingmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Leitað langt yfir skammt
15.9.2011 | 10:22
Það þarf að kafa dýpra í þetta mál.
![]() |
Týndur kafari fannst í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reginhneyksli
14.9.2011 | 21:06
Þetta er hneyksli og ekkert annað. Hvað var konu kindin eiginlega að hugsa?
En stórslysi var þó forðað þar sem hárið á henni var vel krullað og þykki eye-linerinn og rauði varaliturinn voru á sínum stað.
![]() |
Mætti með verðmiðann undir skónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |