Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Steinar og glerhús
14.9.2011 | 13:26
Mikið er yndislegt að sjá hvern sótraftinn á fætur öðrum ryðjast fram og fordæma óheppileg, en giska saklaus, ummæli Björns Vals Gíslasonar um forsetann.
Þessir andans postular eiga ekki orð til að lýsa vandlætingu sinni yfir orðbragði þingmannsins. Það undarlega að þessir sömu menn hafa, margir hverjir, ekki dregið af sér í notkun allra þeirra skammar- og fúkyrða sem í íslenskumáli finnast um sína pólitísku andstæðinga.
Menn sem kalla aðra landráðamenn og þar eftir götunum ættu ekki að fara á límingunum yfir orðbragði þingmannsins og athuga hvaðan þeir kasta grjótinu.
Talaði um forsetaræfilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sérhagsmunasamtökin Sjálfstæðisflokkurinn hf
14.9.2011 | 12:13
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill kasta krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Hún vill að allir flokkar komi að því ferli.
Erlendur gjaldmiðill verður ekki tekinn upp hér á landi nema færa einhverjar fórnir. Evra kemur t.d. ekki til greina nema með aðild að ESB.
Er Þorgerður Katrín að boða óskipta aðkomu og stuðning Sjálfstæðisflokksins við aðildarumsóknina að ESB, eða enn frekari klofning í flokknum?
Ekki hægt að bjóða upp á krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málaliðar frelsisins
14.9.2011 | 11:43
Danski þjóðarflokkurinn vill að nýir valdhafar í Líbýu greiði herkostnað Dana við frelsun landsins.
Verði þetta ofaná þá liggur beinast við að stíga skrefið til fulls og gera NATO að hreinum málaliðasamtökum sem fari geti frelsandi hendi um lönd og lýð og fjarlægt ríkisstjórnir fyrir hæfilega borgun.
Ef Dönum svíður undan kostnaðinum við krossferð þeirra í Líbýu, ættu þeir að láta það sér að kenningu verða og láta svona bull eiga sig framvegis.
Það er opinbert leyndarmál að verði innrás gerð í Danmörku verður aðeins ein skipun gefin Við gefumst upp.
Í ljósi þess er giska broslegt að Danir skuli yfir höfuð halda úti her í lofti og láði og hlægilegt að þeir reyni að gera sig hernaðarlega gilda á erlendri grund, þegar þeir eru staðfastir að verja ekki sitt eigið land.
Líbíustríð kostar Dani stórfé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er eftirspurn eftir Kínverskum mannréttindum?
14.9.2011 | 10:13
Sagt er að lítill munur sé á kúk og skít og því kom það ekki á óvart þegar þeir félagar Davíð og Halldór ákváðu að prufukeyra Kínverska mannréttindamódelið á Íslandi í tilefni af heimsókn Jiangs Zemins forseta Kína hingað til lands árið 2002.
Þessir tveir helstu talsmenn frelsis og mannréttinda (á fjögurra ára fresti) töldu ekki eftir sér að pólitískt flokka ferðamenn til landsins. Landið var yfirlýst lokað félögum Falun Gong og þeir sem tilheyrðu þessum mannréttindasamtökum, sem eru bönnuð í Kína, voru óðar sviptir málfrelsi, tjáningarfrelsi og ferðafrelsi við komuna til landsins og smalað í gettó í Njarðvíkum að þekktri fyrirmynd.
Til að kóróna þessa mannréttindabyltingu létu frelsishetjurnar og mannvinirnir Halldór og Davíð, sig ekki muna um að láta Kínversku leyniþjónustuna stjórna aðgerðum Íslensku lögreglunnar meðan á heimsókn Kínverska mansarínsins stóð.
Kínverjar líða enga gagnrýni á stöðu mannréttinda í Kína og beita bæði pólitískum og efnahagslegum aðgerðum til að þvinga sitt fram.
Það er því dagljóst að efnahagssamvinna við Kínverja verður að þeirra hálfu háð því að við klárum aðlögunarferlið að Kínverska mannréttindamódelinu, sem Davíð og Halldór hófu hér um árið.
Það er athyglisvert að Ólafur Ragnar skuli taka upp þráðinn þar sem Dabbi og Dóri slepptu honum. En væntanlega ekki þarf nema eina skoðanakönnun um málið til að snúa forsetanum á öndverða stefnu.
Efli samvinnu Íslands og Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkisfyrirtæki, já takk....
13.9.2011 | 19:43
...en því aðeins að Norska mótelið verði notað, en gróðanum ekki jafnharðan eytt í gæluverkefni stjórnmálaflokka og einstakra ráðherra.
Skoðað að stofna ríkisolíufélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef þessi frétt flytur óklippta og rétta túlkun Guðna Th. Jóhannessonar þá þykir mér sagnfræðingurinn skauta létt yfir sviðið. Deila milli forseta og þings, eða hluta þess, er ekki ný af nálinni og á sér heldur betur forsögu.
Sveinn Björnsson skipaði, sem ríkisstjóri, utanþingsstjórn 1942 þar sem Alþingi virtist ófært um að gegna þeirri skyldu sinni að mynda ríkisstjórn. Það getuleysi stafaði aðallega af persónulegu hatri millum forystumanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Stóð sú pattstaða fram yfir lýðveldisstofnun eða til október 1944 að Alþingi tókst loksins að mynda meirihlutastjórn, en á meðan sat utanþingsstjórnin, sem var eitur í beinum Ólafs Thors.
Þegar Alþingi kom saman á Þingvöllum 17. Júní 1944 og kaus hinu nýstofnaða lýðveldi sinn fyrsta forseta féllu atkvæði þannig að Sveinn Björnsson ríkisstjóri fékk 30 atkvæði, Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis fékk 5 atkvæði og 15 seðlar voru auðir.
Ólafur Thors bar haturshug til Sveins fyrir skipun utanþingsstjórnarinnar og fylgdi flokkurinn foringja sínum. Það skilaði sér í því að 15 af 20 þingmönnum flokksins skiluðu auðu í forsetakosningunni á Þingvöllum 1944 og restin kaus skrifstofustjóra þingsins.
Þó þær deilur væru ekki reknar í fjölmiðlum þá líkt og nú, voru þær staðreynd eigi að síður. Embætti forseta Íslenska lýðveldisins var stofnað í miðjum heiftúðlegum illindum milli Sjálfstæðismanna og forsetans.
Ef núverandi forseti fengi hliðstæð skilaboð frá Alþingi, og Sveinn Björnsson fékk í atkvæðagreiðslunni á Þingvöllum, er ég hræddur um að sagnfræðingum þætti þær kytrur sem nú eru uppi á milli forseta og einstakra ráðherra harla léttvægar.
Forsetadeila á sér dýpri rætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kominn tími til
13.9.2011 | 12:32
Það er sannarlega kominn tími til að rannsakaðir verði starfshættir þessa fornaldarapparats sem Kaþólska kirkjan er. Það er litlum vafa undirorpið að kirkjan sú hafi í gegnum tíðina kerfisbundið stundað yfirhylmingu á glæpum presta sinna, kardínála og páfa, og geri enn af meira kappi en forsjá.
Engin stofnun hins kristna heims boðar og starfar í slíku svartnættis þröngsýni og afturhaldi og Kaþólska kirkjan. Það er óneytanlega skondið að sjá Kaþólsku kirkjunnar gagnrýna þröngsýni og afturhald Íslam. Íslam og kaþólska kirkjan eru sitthvort höfuðið á einu og sama nátttröllinu.
Vilja rannsaka þátt páfans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðeins hálfur sannleikurinn
11.9.2011 | 13:59
Áhrifarík en jafnframt átakanleg er hún myndin af Obama forseta, með konu sína og Bush að baki sér, skoða minnisvarðann um fórnarlömb þessa voðaverks.
Myndin endurspeglar í senn það besta og það versta í mannskepnunni.
En þetta er aðeins hálf myndin, hálfur sannleikurinn. Á myndina vantar að baki þeirra minnisvarðann um alla þá sem hafa fyrir litlar eða engar sakir fallið fyrir vopnum Bandaríkjamanna um allan heim síðustu áratugina.
Á þeim minnisvarða væru nöfn manna, kvenna og barna sem myrt hafa verið með sprengjum þeirra og fallbyssum í þágu pólitískra og efnahagslegra hagsmuna Bandaríkjanna, en framkvæmt í nafni friðar og mannúðar.
Sex þagnarstundir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Klámiðnaðurinn, bjargvættur mannkyns
10.9.2011 | 21:32
Það er hræðilega ókræsileg tilhugsun að heimsendir sé væntanlegur enn og aftur á næsta ári.
Það er huggun harmi gegn að klámfyrirtækið Pink Visual ætli að tryggja að við klámhundarnir lifum heimsendinn af. Þau gerast varla háleitari markmiðin.
Það er örugglega ekki of seint fyrir femínista dömurnar að drífa sig upp á súlurnar og hella sér í klámið vilji þær fá aðgang að byrginu og lifa heimsendinn af.
Byrgi fyrir klámhunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Hitler alltaf í lagi, eða bara stundum?
10.9.2011 | 15:05
Í hvaða stjórnmálaflokki þurfa stjórnmálamenn að vera til að stjórnendum moggabloggsins þyki ekki boðlegt að þeim sé, á blogginu, líkt við Hitler, eins og svo smekklega er gert í þessari færslu?
Lokunum hefur verið hótað og framkvæmdar af minna tilefni á mbl.is.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)