Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Guðnagrín
10.9.2011 | 11:41
Það er alltaf gaman að Guðna Ágústsyni hann er grínisti góður og er því sjaldan, sem aðrir slíkir, tekinn alvarlega og vart ástæða til.
Guðni heggur í þessari grein að Bryndísi Gunnlaugsdóttur bæjarfulltrúa í Grindavík og segir að hún ætli að hanga á bæjarstjórnarlaunum sínum þrátt fyrir úrsögn úr Framsóknarflokknum og afsögn sem varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Guðni er með öðrum orðum að senda henni þau skilaboð að henni beri, fyrir liðhlaupið, að hverfa úr bæjarstjórninni.
Þessi orð Guðna, ef þau eru ekki grín eins og öll greinin, verða vart skilin á annan veg en smalastrákurinn Ásmundur Einar Daðason liðhlaupi úr VG og núverandi þingmaður Framsóknar, hangi líka óverðskuldað á sínum launum.
Þar sem Guðni er samkvæmur sjálfum sér, jafnt í gríni sem alvöru, verða orð hans vart skilin á annan veg en að hann telji að Ásmundur eigi að búa sig nesti og nýjum skóm, kveðja Alþingi og koma sér heim í sína af-Dali, hið snarasta.
Rætnar árásir aðildarsinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Rangur misskilningur“
9.9.2011 | 13:41
Þessi bruggari hefur sennilega misskilið fréttirnar af stórtækum landa-kaupum Kínverjans Huang Nubo á Íslandi.
Hann hefur séð sér leik á borði, hafið framleiðslu á landa og hugsað sér gott til glóðarinnar.
Runnu á brugglyktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Desmond Tutu skemmdarvargur?
9.9.2011 | 13:13
Siðblindir kjánar og ruglukollar sem stunda skemmdarverk og eignaspjöll til að vekja athygli á skoðunum sínum, kalla sjálfa sig gjarnan aðgerðasinna, sem er brosleg nafngift og öfugmæli.
Það er því athyglisvert að sjá Morgunblaðið kalla hinn virta og merka erkibiskup, baráttumann mannréttinda, Nóbelsverðlauna- hafann og mannvininn Desmond Tutu, aðgerðarsinna.
Beygi sig ekki undir vilja Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hinn konunglegi danski floti eflist
8.9.2011 | 23:56
Eftir þessa rausn Rússana getur prinsinn stundað stífar flotaæfingar í hinum konunglegu dönsku baðkerum næstu vikurnar.
Krónprinsinn fékk kafbát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eru þessar undanrennur rjómi Sjálfstæðisflokksins?
7.9.2011 | 23:23
Fari Hanna Birna fram gegn Bjarna Ben verður það fráleitt keppni milli tveggja glæstustra foringja Sjálfstæðisflokksins.
Slagurinn verður keppni þeirra tveggja leiðtoga Sjálfstæðisflokksins sem landað hafa flokknum verstu kosningaútkomum í sögu hans, í borginni annarvegar og landsvísu hinsvegar.
Einhvern tíma hefðu slíkir ókostagripir ekki verið á vetur settir, hvað þá að þeir yrðu látnir keppa um hvor þeirra væri flokksins mesti gæðingur.
Aumur er þá afgangurinn, verð ég að segja.
Útilokar ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.9.2011 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ómarktæk og klúðursleg könnun
7.9.2011 | 20:10
Hafin er á netinu undirskriftarsöfnun undir merkjum skynsemi.is með eftirfarandi texta:
Við skorum á Alþingi að leggja til hliðar aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Ekki langur texti en óskiljanlegur með öllu! Hvað er átt við að leggja aðildarumsóknina til hliðar? Á ekki að hætta við heldur geyma umsóknina um tíma en taka hana svo upp aftur? Hvað þarf umsóknin að liggja lengi til hliðar svo fullnægjandi sé? Viku, mánuð, ár?
Er hægt að leggja umsóknina til hliðar, eru ekki bara tveir kostir í stöðunni, halda áfram eða hætta við?
Þessi könnun er í senn viðvaningslega og illa gerð og gersamlega ómarktæk. Hún er eins og hönnuð fyrir þá sem vilja hafa rangt við. Undirskrifendum er boðið upp á að skrifa undir þessa áskorun undir nafnleynd!
Það verður alveg nýtt í undirskriftasöfnunum að safna svo og svo miklum fjölda af ósýnilegum undirskriftum.
Þessi nafnleynd er ávísun á svindl. Hver sem er getur falsað hvaða nafn sem er, sé það gert undir nafnleynd. Nafnleyndin tryggir að menn geta ekki kannað hvort undirskrift þeirra hafi verið fölsuð.
Þegar listinn er skoðaður er ljóst að hann skrifast í tímaröð og þegar saman liggja 5 til 6 nafnlausar undirskriftir, getur maður ekki varist þeirri hugsun að einn og sami aðilinn hafi á einu bretti innritað alla fjölskylduna.
Þessi könnun sýnir og sannar að brýnt er að lög verði sett og það rammað inn hvernig framkvæma beri svona netkannanir.
Hátt í 2.000 hafa skrifað undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Af hverju reynir Geir ítrekað að gjaldfella Landsdóm?
5.9.2011 | 16:17
Var það ekki einungis enn ein frávísunarkrafan sem tekin var til umfjöllunar fyrir Landsdómi dag? Geir hefur varla búist við því að almennar vitnaleiðslur hæfust í dag? Þær hafa eðlilega engan tilgang verði dómurinn við frávísunarkröfu Geirs. Geir gjaldfellir aðeins sjálfan sig með svona kjánalátum.
Geir, sem fagnaði ákærunni á sínum tíma svo sannleikurinn mætti koma í ljós, hefur reynt allt hvað hann getur að hindra þann sama sannleika að koma fram með einni frávísunarkröfunni ofan á aðra.
Geir verður að gæta sín á því að tala ekki Landsdóm þannig niður að enginn taki mark á dómnum, þegar hann fellur. Það yrði slæmt fyrir Geir verði dómurinn sýknudómur, en kannski reiknar Geir alls ekki með þeim möguleika.
Ekki spurður um sakargiftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ræsisrotturnar skríða úr felum
5.9.2011 | 06:21
Það er sorglegur ræfildómur að geta ekki komið aumum skoðunum sínum á framfæri nema með skemmdarverkum. Neðsta þrepið í þeim aumingjadómi eru nasista nagdýrin sem ráðast, í skjóli myrkurs með hatrið að vopni, á minnisvarða og bautasteina.
Sér í lagi minnisvarða sem öðrum þræði fremur er ætlað að um minna okkur á illvirki liðina tíma og tilgangsleysi trúarlegs haturs og ofbeldis og forða okkur frá því að endurtaka skelfileg mistök fortíðar.
Máluðu hakakross á minnisvarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tvískinnungur Bjarna
4.9.2011 | 20:01
Þessi Bjarni Benediktsson, er það ekki sami Bjarni og óskapaðist og ólmaðist gegn öllum hugmyndum um að ríkisstjórnin hindraði eða gengi inn í kaup Sænsks skúffufyrirtækis, í eigu Kanadískra fyrirtækisins Magma Energy, á HS veitum hf.
Það sem var afskaplega eðlilegt og meira en sjálfsagt við HS söluna, er orðið afskaplega óeðlilegt núna. Þó Bjarni vitni núna í EES reglur (skrítið hvað þær get komið að gagni), vissi hann mæta vel við söluna á HS að verið var að fara í kringum lög og reglur við kaupin, með notkun á skúffufyrirtækinu í Svíþjóð.
Maður hefði haldið svona við fyrstu sýn að meiri hætta stafaði af kaupum útlendinga á Íslensku orkufyrirtæki en einhverjum snarrótar þúfum og sandi upp á öræfum.
Hvað veldur þessum tvískinnung Bjarna, er það þjóðernislegir fordómar eða bara hrein heimska?
Nema hvoru tveggja sé.
Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Því verr munu heimskra manna ráð reynast, sem fleiri koma saman.
3.9.2011 | 20:45
Það gæti óneitanlega orðið kómískt áhorfs fjölgi keppendum Repúblikanaflokksins, af svipuðu kalíberi og þær stöllur Sarah Palin, og Michele Bachmann, um að verða forsetaframbjóðendur flokksins.
En það yrði ekkert grín heldur dauðans alvara kæmust slíkir ruglukollar og þær stöllur í Hvítahúsið, svo ekki væri talað um þær tvær saman, sem forseta og varaforseta.
Trúartrúðarnir Dick Chaney og George Busch voru tæpir en komast samt ekki með tærnar þar sem þær stöllur hafa háhælana í trúarruglinu.
Svo vitlausir eru Bandarískir kjósendur ekki að kjósa kerlingarnar, hugsa eflaust margir, en bitur reynslan segir að Bandarískir kjósendur verða seint taldir þeir gáfuðustu í heimi.
Palin segir að það sé pláss fyrir fleiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)