Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Undarleg fréttamennska

Bæði í kvöldfréttum RUV og Stöðvar 2 gerðu fréttamenn mikið úr  „hetjuskap“ Geirs H. Haarde, eins og það var orðað, þegar Geir, drjúgur með sig, fagnaði því í Landsdómi í dag að vera mættur fyrir dóminn, því þetta væri fyrsta tækifæri hans til að útskýra málin!

Það virðist hafa farið framhjá báðum fréttastofunum að síðan ákæran var birt Geir, hefur hann sjálfur og lögmaður hans ólmast og andskotast og neitt allra bragða til að ónýta málið eða fá því vísað frá.

Aukinheldur hefur allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í heild sinni gert hvað hann gat til að stöðva málið. Ekki þarf  heldur að efast um að öll áróðurs og baktjaldamaskína flokksins hefur unnið baki brotnu að sama markmiði.

Það er öll helvítis gleðin og fögnuðurinn að mæta fyrir dóminn! Þvílík helvítis hræsni og bull! 


mbl.is Yfirheyrslu yfir Geir lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er „kók“ með kaffinu á fundum SUS?

Þó ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn er sjúkur flokkur, grunaði eflaust fáa að hann væri þetta langt leiddur og illa farinn. Þeir hafa ekkert lært blessaðir, haftalaust frelsi leiðir alltaf til ófarnaðar, sama hvort það er í fjármálum, fíkniefnum eða öðrum sviðum, eins og þessi þjóð hefur fengið að reyna.

Ég held að vatnsgreiddu jakkafataguttarnir sem samþykktu þessa dæmalausu ályktun, hljóti að hafa verið búnir að fá sér vel í aðra nösina, ef ekki báðar.

Hvað kemur næst frá þessum fáráðlingum í nafni sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins? Gefa rán, nauðganir, morð frjáls til að hefta ekki frelsi einstaklingsins til athafna?

Það mætti þá byrja á því að selja veiðileyfi á þessi meindýr sem tilheyra tegundinni Sjálfstæðisflokkur.

  


mbl.is Vilja lögleiða fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhald og Framsókn hafa grafið sína eigin gröf.

Það er gleðilegt að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands skuli ætla að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Þá er þeirri óvissu eytt.

En framboðið hans og væntanlegt endurkjör er líklegt að verða andstæðingum ríkistjórnarinnar, Framsókn og Íhaldi, sem hvað mest hafa hvatt hann og brýnt til framboðs, tvíbent sverð og högg í eigin und.

Það er allt útlit fyrir, eins og horfir í dag, að stjórnarskipti verði í næstu kosningum sem verða í síðasta lagi að vori á næsta ári.

Ef ekki fer betur í þeim kosningum en nú á horfir, má ætla að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndi þá saman ríkisstjórn.

En þá verður eitt hrópandi vandamál uppi á borði ríkistjórnarinnar.  FORSETINN!

Rúm þrjú ár verða þá eftir af kjörtímabili Ólafs Ragnars þegar sú stjórn verður mynduð, lungað úr kjörtímabili ríkisstjórnarinnar. Það er ekki víst að forsetinn, sem tekið hefur að sér hlutverk landvættanna, telji, þegar ríkisstjórnin sú fer að útdeila "íhaldsréttlæti" sínu, að allt sem frá henni komi sé á vetur setjandi.

Það er ekki ólíklegt að þá muni Guðni Ágústsson og fleiri núverandi stuðningsmenn forsetans rifja það upp, ómengað, sem þeir hugsuðu og sögðu um forsetann þegar hann hafið synjað fjölmiðlalögunum forðum.

Þá verður gaman að lifa.

 Ekki skemmir það fyrir, að forsetinn mun vinna kauplaust næsta kjörtímabil, geri aðrir betur! 


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðalbílar Íslands

taxi_cartoonEru íslenskir leigubílar orðnir það flottir og ökumenn þeirra svo pjattaðir og fínir með sig að farþegar megi ekki taka með sér farangur í bílana? Þarf að panta sendibíl undir farangurinn?

Ökumenn leigubíla eru, sam- kvæmt minni reynslu,  sérlund- uðustu og  þvermóðskufyllstu þjónustuaðilar landsins og gersamlega gersneyddir þeirri þjónustulund sem starfið krefst. Þegar sest er upp í leigubíl er mætti oft ætla af viðmótinu að leigubíllinn sé  ekki fyrir þig, heldur að þú sért fyrir hann.

Undantekningar frá þessu eru vissulega til en þær eru afar sjaldséðar.

  


mbl.is Fékk ekki að vera með skóflu í leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfgæðingsflokkurinn stærstur...

...flokka samkvæmt Gallup, án þess að hafa á nokkurn hátt til þess unnið, nema síður sé. Hversu rugluð getur þessi þjóð eiginlega orðið?

 
mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum helvítin neita því

Sigmundur með allt niður um sigAuðvitað reynir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að slá um sig og  gera úr því samsæri Íslenskra stjórnvalda að Kanadísk stjórnvöld samþykktu ekki þátttöku sendiherra síns í pólitísku starfi Framsóknar.

Kanadamenn þurfa ekki aðstoð Íslenskra stjórnvalda til að vita hvað heyrir til starfssviði sendiherra þeirra hér eða annarstaðar.  Hitt er hinsvegar líklegast að það hafi verið Sigmundur sjálfur sem vakti í tíma athygli Kanadastjórnar á málinu með barnalegum yfirlýsingum í fjölmiðlum þar vestra.

Ekkert virkar betur í pólitíkinni þessa dagana, til að breiða yfir eigin afglöp, en að kenna ríkisstjórninni um það, - látum helvítin bara neita því- , og það svín virkar.

  
mbl.is Stjórnvöld andvíg umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Turtildúfan fellir skrautfjaðrirnar

fi_urlausir_leggjalangir_kjuklingarÞær eru byrjaðar að falla af skrautfjaðrir Lilju Mósesdóttur og ekki við öðru að búast. Ekki er þó við neinu fjaðrafoki búist, til þess eru fjaðrirnar of fáar. Þessi kona hefur ekki rekist í samstarfi við annað fólk fram að þessu og bjánaleg bjartsýni að ætla að á því yrði breyting.

Raunar sækir Lilja „vinsældir“ sínar lítt til fólks sem gætu hugsað sér að kjósa þennan froðuflokk hennar  heldur mestmegnis til Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, sem lofað hafa og hampað rýjunni í þeim tilgangi einum að skaðaða ríkisstjórnina. Þó Lilja sjái það ekki, blinduð af eigin egói, þá mun fyrr frjósa í helvíti áður en þeir svíkja lit og kjósa hana, með eða án skrautfjaðra.

  


mbl.is Hún á að pakka saman og hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundruð er samstaðan

Hún er giska brosleg  útskýring Sigga strekkings á brotthvarfi sínu úr "Samstöðu".  Hver kemur stjórnmálaflokki á koppinn og tekur kosningu sem varaformaður, hafi hann aldrei ætlað að vera í flokknum nema nokkra daga?

Sundrung hefði verið nærtækara og sannara nafn á þessa „hreyfingu“ Lilju Mósesdóttur, en Samstaða. Það á eftir að koma á daginn að lítil samstaða verður, innan þessa sundurleita og villuráfandi hóps, um eitt eða neitt. Það er vandséð hvernig Lilja ætlar að skapa samstöðu þegar hún sjálf hefur sýnt og sannað að hún er ósamstarfshæf og óflokktæk með öllu.

Eina mögulega hreyfingin í þessari „hreyfingu“ Lilju, er í sundur. Þessi örflokkur minnir á lægð sem kemur með hvelli, gengur yfir á nokkrum dögum og heyrir síðan sögunni til. Veðurfræðingnum hefur ekki litist á útlitið þegar hann rýndi í kortin innanflokks og því komið sér í öruggt skjól, áður en óhjákvæmilegt óveðrið skellur á.


Andskotans hræsni og vesaldómur

Það var unnið á bak við tjöldin segir Atli Gíslason, einhver harðasti baktjaldamakkari og kafbátur Alþings!

Atla er auðvitað brugðið að unnið sé á bak við tjöldin, enda finnst honum að ruðst inn á hans heimavöll þar sem rýtingsstungur í bak og annað baktjaldamakk er honum eins eðlilegt og að fá sér kaffi.

Nú talar Atli eins og hann hafi hvergi komið nærri  ákvörðun Alþingis að ákæra  Geir H. Haarde fyrir Landsdómi.  Sama gildir um hrægamminn Ögmund Jónasson.

Andskotans hræsni og vesaldómur.


mbl.is Unnið á bak við tjöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband