Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Sami súri grauturinn í sömu skál
10.3.2012 | 21:31
Lilja Mósesdóttir bergst ekki vonum í þessu máli frekar en öðrum. Hún kemur að venju inn í umræðuna með hugmyndir sem eru algerlega þversum á umræðuefnið.
Nær öruggt má telja að hefði gjaldeyrisumræðan undanfarna daga snúist um það að taka upp sænsku krónuna, kæmi Lilja núna inn á sviðið og segði aðra kosti mun vænlegri en þá sænsku, t.a.m. Kanadadollar.
Lilja hefur aldrei róið á sama borð og aðrir og ólíklegt að það muni nokkurn tíma gerast, það er ekki hennar eðli, hvað sem væntingum kjósenda líður.
Þjóðin þarf núna á samstöðu að halda en ekki Samstöðu Lilju. Að fela henni völd yrði án vafa eitthvert dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar.
Segir sænsku krónuna vænlegri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landsdómsglæpur að gagnrýna Dabba þumal
9.3.2012 | 21:47
Fyrir að segja sannleikann um blekkingar og lygar formanns bankastjórnar Seðlabankans um stöðu bankanna rétt fyrir fall þeirra, sem vísað er til í þessari frétt, hraunar bloggdeild Sjálfstæðis- flokksins yfir Jóhönnu Sigurðardóttur og sparar ekki stóryrðin.
Þetta gera umræddir bloggarar þrátt fyrir að Jóhanna hafi gefið Geir H. Haarde einhverja jákvæðustu umsögnina í þessum réttarhöldum og svarið af honum sakir.
Því engum, nákvæmlega engum, verður liðið að kasta rýrð á Guð þeirra Sjálfstæðismanna, Davíð Oddson óskeikulan og almáttugan. Þurfi að fórna Geir, til varnar goðinu í efstu hæðum, verður litið á það sem eðlilegan fórnarkostnað.
Það verður rannsóknarefni fræðinga framtíðar af hverju Sjálfstæðismenn njóta þess svo óskaplega að láta þennan ritstjóra þumal taka sig í görnina aftur og aftur og það án allra sleipiefna.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mulningur #71 - Spakmæli dagsins
9.3.2012 | 17:44
Athugasemd við þessa færslu er tvímælalaust speki dagsins og tær snilld!
Er ekki komin tími til að hún fari að sína okkur læknisvottor að hún gangi heil til sjávar í hausnum,
Þennan snilling á strax að setja á listamannalaun!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Græt Krókódílatárum
9.3.2012 | 14:06
Tilboði RÚV í sýningarrétt hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fylgjum fordæmi þjóðverja
9.3.2012 | 11:52
Þessi aðgerð þjóðverja er allrar athygli verð. Er þetta ekki eitthvað sem íslensk stjórnvöld þurfa í fullri alvöru að íhuga.
Það er þungur baggi fyrir lítið land eins og Ísland, sem sannarlega er í kröggum, að hafa hundruð eða þúsundir útlendinga á sínu framfæri. Þjónustu sem eðlilegra væri að þeir nytu heima hjá sér. Ekki þýðir fyrir Íslensk stjórnvöld að vísa í mannúð, Schengen, eða EES samninginn.
Þjóðverjar, höfuð ESB, hafa riðið á vaðið. Fylgjum þeirra fordæmi.
Fá ekki lengur grunnbætur í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fljúgandi hálka?
8.3.2012 | 23:34
Þarna hefur blaðamaðurinn heldur betur náð sér á flug. Yfirleitt er talað um að það sé flug hált en að hálkan taki flugið er nýtt.
Fljúgandi hálka í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Selja lögfræðingar veiðileyfi á sjálfa sig
7.3.2012 | 13:53
Mann setur hljóðan þegar verjendur glæpamanna, í sakamáli sem þessu skotárásarmáli, lýsa mannkostum og gæsku umbjóðenda sinna, manna sem sannarlega hafa reynt eftir bestu getu að limlesta mann og annan, eða jafnvel drepa.
En þessum lögfræðingum er vorkunn, þeir eru ráðnir til verksins og ber lögum samkvæmt að leggja sig fram og verja skjólstæðinga sína hvað best þeir geta. Þessir fá eflaust skjólstæðinga sína sýknaða sökum "skorts" á sönnunum, þó aðrir hafi, með hótunum við vitni, eflaust unnið fyrir þá alla vinnuna.
En öðru máli gildir um lögfræðinga sem sérhæfa sig í innheimtu skulda. Þeir geta, sé vilji fyrir hendi, sýnt gagnaðila umburðarlyndi, skilning og samningsvilja. En oftast er ekkert af þessu í fari þeirra, kröfur eru sóttar af fullkominni óbilgirni og ósanngirni, og gjaldskrá þeirra er þannig að ekki verður á annan hátt orðað á íslensku en að þar fari saman og allt í senn okur, græðgi og hreint hrægammaeðli.
Hann er óverjanlegur sá hryllilegi verknaður sem var framinn á innheimtulögmannstofu um daginn, en var það ekki bara tímaspursmál að stíflan brysti?
Þarf ekki nýja hugsun á Íslandi á öllum sviðum?
Enginn ásetningur sannaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skálmöld er gengin í garð
7.3.2012 | 10:19
Í bandarískum glæpa- bíómyndum kemur iðulega fram hræðsla manna um líf sitt, beri þeir vitni gegn glæpamönnum og samtökum þeirra. Þetta lýsir eflaust Bandarískum veruleika á raunsannan hátt.
Þessi ómenning er greinilega líka orðinn íslenskur veruleiki, ef marka má réttarhöldin í þessu skotárásarmáli, nema hvað hér á landi er ekki enn farið að drepa vitnin. Það er eflaust stutt í það.
Skálmöld er gengin í garð á Íslandi, byssur og önnur vopn hafa verið tekin til daglegs brúks í undirheimum Íslands.
Það þarf aðgerðir gegn þessum glæpagengjum strax. Aðgerðir en ekki orðagjálfur og innistæðulausar yfirlýsingar innanríkisráðherra, sem sjálfur trúir ekki orði af því sem hann segir.
Aðalvitni ber við minnisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fiskur undir steini
6.3.2012 | 22:56
Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað, af hverju kanarnir brenna ekki úrganginn heima hjá sér?
Þetta minnir á þegar kanarnir losuðu sig við geislavirkan úrgang hér á árum áður. Þá sigldu þeir með úrganginn á haf út, jafnvel upp að ströndum annarra ríkja, eða hvar sem þeir fundu nægjanlegt dýpi og sökktu honum þar.
Þeir hafa ríka tilhneigingu kanarnir að koma eigin skít yfir á aðra.
Sorpið verður auðvitað að flytja í sem stærstum einingum upp á hagkvæmnina. Jafnvel tug þúsundir tonna í hverri ferð. Stöðin afkastar auðvitað ekki slíku magni nema á löngum tíma. Hvar hugsa menn sér að sorpfjallið verði geymt á meðan það bíður brennslu?
Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
„Góðu hryðjuverkamennirnir“, vinir okkar!
5.3.2012 | 23:24
Forseti Bandaríkjanna telur ótækt að hryðjuverkamenn ráði yfir kjarnorkuvopnum, ekki er annað hægt en að vera honum sammála um það.
Ríkisstjórn Ísraels stundar hryðjuverk gegn íbúum Palestínu fyrir opnum tjöldum. Hún skipuleggur og mælir fyrir um árásir á heimili, Palestínumanna, konur þeirra og börn, hvar beitt er hátæknivopnum. Jafnvel nýjum tilraunavopnum sem eru sérstaklega send til Ísraels til að reyna virkni þeirra á lifandi skotmörkum. Palestínumenn, konur þeirra og börn þykja hennta sérlega vel til slíkra tilrauna.
Ráðherrar Ísraelsstjórnar geta ekki annað en fallið undir þá skilgreiningu sem alþjóðasamfélagið notar um þá sem stunda hryðjuverk og leggja á ráðin um þau.
Bandaríkjaforseti hlýtur að ætla þvinga ríkisstjórn Ísraels til að eyða eða afhenda þau kjarnorkuvopn sem eru í vopnabúrum Ísraels, ætli hann að vera samkvæmur sjálfum sér. Hann hlýtur að byrja á að handsama Netanjahu og draga hann fyrir rétt.
Deilan við Íran rædd í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)