Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Lítil, en samt risastór hetjusaga.
15.3.2012 | 09:33
Allt er gott sem endar vel. Ungi maðurinn er, og verður örugglega um ókomna tíð, mesti happafengur sem dregin hefur verið upp úr Laxá á Ásum.
Veit ég á honum lífið að launa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hatursáróður blaðamanns, sem er ekki Baugsmiðill
14.3.2012 | 17:21
Það hafa oft heyrst viðvörunarorð frá almenningi, og það með réttu, þegar hátterni einstaklinga fara yfir þau mörk sem eðlileg geta talist. Oftar en ekki hafa slíkar viðvaranir verið gefnar fyrir daufum eyrum yfirvalda, sem ekki hafa brugðist við fyrr en einhver sorgleg ósköp hafa dunið yfir.
Skrif bloggara eins, sem hefur lengi vel verið einn mest lesni bloggari moggabloggsins, hafa lengi verið með þeim hætti að langur vegur er frá því að þau geti eðileg talist.
Það er augljóst af færslusögu síðuhöfundar að þar fer maður sem er heltekinn hatri á ákveðnum hópi samfélagsins.
Hann leggur ekki bara hatur á Samfylkinguna og allt sem henni tilheyrir í venjulegum skilningi þess orðs, heldur virðist hatur hans á því fólki öllu vera í einhverjum ólýsanlegum hæðum. Öll hans skrif hans og hugsun virðist snúast um þessa þráhyggju hans.
Í ljósi nýliðins sorglegs ofbeldisatburðar þá tel ég að það sé ekki spurningin hvort, heldur hvenær síðuhöfundur snappi, styngi mann og annan.
Síðuhöfundur ætti að leita sér hjálpar! Eða öllu heldur ætti hjálpin að leita hans, ef ekki á illa að fara.
Skrif eins og þau sem hér er til vitnað til hafa oft orðið tilefni til aðgerða yfirvalda, en í þessu máli gerist ekkert, og maður spyr sig hvers vegna?
Mogginn hefur lokað bloggum af minna tilefni, en sennilega af því að í þeim bloggum var hatrinu ekki beint í rétta átt, frá Moggans Gólanhæðum séð.
Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað veldur kæti Jóns Gunnarssonar?
14.3.2012 | 14:09
Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson og samflokksmenn hans hafa frá upphafsdegi núverandi ríkistjórnar gert allt sem í þeirra valdi stendur að bergða fæti fyrir og tefja allt jákvætt sem frá henni kemur.
Því til viðbótar ráða þeir sér ekki fyrir kæti þegar ríkisstjórnin bregður sjálf fyrir sig fæti vegna innri vandamála.
Er það eðlileg og ábyrg afstaða hjá þingmönnum þjóðar í vanda? Vill þingmaðurinn og þingflokkur hans Íslandi illt?
Ef ekki, af hverju brosir þingmaðurinn Jón Gunnarsson svona breitt?
.
.
Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!
Leggja líf ríkisstjórnarinnar að veði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Mulningur #72 - Frábær saga
13.3.2012 | 16:02
Ég tók mér það bessaleyfi að taka traustataki eftirfarandi sögu úr hinni frábæru bók Gísla Rúnars Jónssonar, -Ég drepst þar sem mér sýnist-, sem kom út fyrir síðustu jól. Ég hvet alla til að reka nefið í þessa frábæru bók.
Þegar uppgangur avant-garde leikhúsa var sem mestur á öndverðum sjötta áratugnum, lögðu fáeinir landar okkar stund á dramatískt fræðinám í evrópskum menningarborgum. Meðal þeirra voru tvö upprennandi leikskáld, þeir Erlingur Ebeneser Halldórsson og Jökull Jakobsson. Sóttu þeir fyrirlestra í háskóla í Vínarborg. Sagan segir að einu sinni sem oftar hafi þeir brugðið sér í leikhús til að sjá eitthvað sem væri framandlegt og helst nógu absúrd.
Fyrir valinu varð leikrit sem fært var upp í hræmulegri kjallarakompu, en samkvæmt umsögnum í blöðum var áhorfendum heitið stórbrotnum nýungum. Áður en námsmennirnir ungu heiðruðu leikhúsið með nærveru sinni, brugðu þeir sér á knæpu og kneyfðu ótæpilega. Og svo héldu þeir af stað til að sjá fáránleikaverkið.
Sýningin var ekki hafin þegar Vínarvínið fór að þrengja að blöðru Jökuls. Sá hann sitt óvænna, og fór á stjá til að finna klósett. Ekki hafði hann um það nein orð við Erling, sem var búinn að setja sig í svo einbeittar undirbúningsstellingar fyrir nýjungarnar, að hann hafði tapað tengslum við salinn.
Þegar Jökull kom fram, gat hann hvergi komið auga á nokkuð það sem benti til þess að þar væru salerni. Þó kom hann auga á dyr, sem honum þóttu líklegar, gekk inn en þá tók við langur og dimmur rangali. Þegar hann var komin ganginn á enda sá hann djarfa fyrir ljósi skammt undan, gekk á skímuna og kom þá inn í dimma herbergiskompu. Þar í horni var stór blómapottur með ræfilslegri hitabeltisjukku, en annað var þar ekki.
Og nú voru góð ráð dýr. Þó ekki óviðráðanlegri en svo að leikskáldið afréð, að virkja blómapottinn tímabundið til afrennslis. Þegar hann hafið millifært afstandsskammtinn, hraðaði hann sér til baka inn í salinn og settist.
Þá hallaði Erlingur sér að honum og hvíslaði: Þú misstir af einhverju því mest absúrd upphafsatriði sem ég hef á ævinni séð í leikverki; ljósin voru varla komin upp, þegar maður gekk inn á sviðið, meig í blómapott og gekk síðan út aftur.
.
.
Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skítlegt eðli
13.3.2012 | 11:32
Samkvæmt vitnisburði Tryggva Pálssonar framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabankans fyrir Landsdómi þá brást Seðlabankinn, með formann bankastjórnarinnar í fararbroddi, gersamlega þeirri höfuðsskyldu sinni að gæta hagsmuna ríkissjóðs og almennings.
Tryggvi sagði m.a.:
Hart var lagt að bönkunum að selja eignir sínar og rætt var um það innan Seðlabanka Íslands að hóta þeim því að komið yrði upp um raunverulega stöðu þeirra við matsfyrirtæki. Innan Seðlabankans voru efasemdir um að það fé sem bönkunum tækist hugsanlega að losa um, myndi renna til rekstrarins en ekki beint til eigenda bankanna.
Rætt var um að beita bankanna hótunum, að alvarlegri stöðu þeirra yrði lekið til matsfyrirtækja! Málið var orðið það alvarlegt að virðuleg Seðlabankastjórnin íhugaði að beita hefðbundnum stjórnunarstíll formanns bankastjórnarinnar, hótunum.
En þrátt fyrir vitneskjuna um yfirvofandi hrun bankanna varð það niðurstaða Bankaráðs Seðlabankans að gera það sem ráðið hafði gert allar götur fram að því, ekkert!
Nákvæmlega EKKERT!
Seðlabankinn mat, með öðrum orðum, stundarhagsmuni viðskiptabankanna og eigenda þeirra ofar en hagsmuni almennings og Ríkissjóðs.
Seðlabankinn lagði þannig, fullkomlega meðvitað, blessun sína yfir glæpi eigenda bankanna gegn landi og þjóð og seldi þeim þar með veiðileyfi á almenning, svo lengi sem þeim væri stætt. Það er skítlegt eðli í sterkustu meiningu þeirra orða.
Er nema von að Íhaldið og fylgjendur þess haldi ekki vatni af aðdáun á þessum goðum sínum?
.
.
Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!
Íhuguðu að hóta bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jákvæðari getur kynjamismun ekki orðið
13.3.2012 | 09:56
Nær hinu fullkomna jafnrétti verður ekki farið, eða lengra gengið í jákvæðri mismunun kynjanna, en gert er í stjórn Samstöðu, flokki Lilju Mósesdóttur.
.
Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!
Konur í stjórn Samstöðu í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Augljóst lyga og samsærisplott
12.3.2012 | 16:43
Málatilbúnaðurinn gegn Gunnari Andersen er að taka á sig æ skýrari mynd samsæris eftir því sem fleiri þræðir koma í ljós.
Málið hefur verið hannað eins og hefðbundnir glæpakrimmar, margir smákrimmar kallaðir til sögunnar og látnir segja í grunninn sömu söguna og skapa söguþráð til að afvegaleiða yfirvöld og lögregluna til sakfellingar og ærumorðs á saklausum manni.
Hvaða andskotans ástæðu hefði Gunnar Andersen haft til að segja manni, sem hringdi og sagðist hafa mikilvægar upplýsinga undir höndum, að fara með þau til DV?
Eru einhver þekkt dæmi þess að fjármálaeftirlitið neiti að taka við gögnum um fjármálasukk og annað sem undir það heyrir og vísi þeim til blaðanna?
Hversu vitlausir halda höfundar þessa samsæris að menn séu?
Eða vita þeir það nákvæmlega að þannig er það og verður? Vita þeir að málið muni sofna hægt og rólega í meðferð góðra manna í kerfinu og tilganginum verði náð, hægt og hljótt, því þannig hafi það alltaf verið?
Nýr og þægilegri maður verður kominn innan tíðar í stað Gunnars og krimmunum handgenginn, eða þar til hann gerir eitthvað sem þeir ætlast ekki til af honum. Þá þarf auðvitað að kalla aftur út ærumorðingjaliðið.
Bað Ársæl að koma gögnum til DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Var nefið á Sigurði Einarssyni mælt fyrir og eftir vitnisburð hans?
12.3.2012 | 14:34
Fyrir alla venjulega menn væri það eflaust afar auðmýkjandi að vera, einir vitna, krafðir eiðs fyrir vitnisburði sínum fyrir rétti.
En það á örugglega ekki við Sigurð Einarsson, sem var í Landsdómi í dag krafin eiðs, af verjanda Geirs H. Haarde. Sigurður kaus að sverja ekki eið, heldur vinna drengskaparheit að vitnisburði sínum fyrir dóminum í dag.
Ef eitthvað er hæft í því sem sagt hefur verið síðustu misserin um Sigurð Einarsson og þeim sökum og ávirðingum sem á hann eru bornar, á hann hvorki til samvisku eða drengskap.
Það er því hæpið að drengskaparheit Sigurðar Kaupahéðins Einarssonar skjóti nokkrum stoðum undir sannleiksgildi vitnisburðar hans, nema síður sé.
Kíkið á könnunina hér til vinstri!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ugla sat á kvisti, átti börn og missti
12.3.2012 | 07:43
Spenna færist í komandi forsetakosningar, fleiri og fleiri eru nefndir til sögunar sem líklegir kandídatar auk þeirra sem þegar hafa gefið kost á sér. Það setti lengi vel nokkuð strik í reikninginn um framboð þeirra sem talist gætu alvöru frambjóðendur að ekki var nokkur leið að lesa úr þeirri véfrétt sem Ólafur Ragnar boðaði þjóðinni um áramótin, hvort hann ætlaði að hætta eða ekki.
Margir lásu úr véfrétt Ólafs að hann væri að kalla eftir því að þjóðin félli fram á skeljarnar, ræki ásjónuna í duftið og grátbæði hann að yfirgefa sig ekki, enn væri ekki tímabært að á Bessastaði kæmi maður í manns stað. Það gekk eftir, gamla framboðsmaskína forsetans gekkst fyrir undirskriftasöfnun, hvar hinir ólíklegustu aðilar skoruðu á forsetann. Þessi undirskriftarsöfnun hefði aldrei farið af stað í óþökk forsetans, það er ljóst.
Auk undirskrifta almúgans, eru margar þekktar persónur sagðar hafa lagst á sveifina t.a.m. Mikki mús, Súpermann, Djengis Kan og jafnvel sjálfur Guð og himnalið hans allt er sagt hafa skrifað undir. Það er því ekki undarlegt að forsetinn hafi séð sæng sína upp reidda og tilkynnt að hann svaraði kallinu. Þó gaf hann ekki skýrt loforð um að gegna þessari þegnskyldu nema hálft kjörtímabil. Eða þangað til hann hefði bægt öllum hættum og annarri vá frá þjóðinni og rifið hana upp úr meðalmennskunni.
Þeir sem þegar hafa tilkynnt framboð eru, auk Ólafs Ragnars, Jón Lárusson og hinn óhjákvæmilegi Ástþór Magnússon.
Auk þeirra hafa verið nefnd til sögunnar:
Ragna Árnadóttir, Elín Hirst, Ari Trausti Guðmundsson, Þóra Arnórsdóttir, Þórólfur Árnason og Stefán Jón Hafstein.
Að auki þykir mörgum Jón Valur Jensson og Snorri í Betel vera efnilegir kandídatar.
Það væri fróðlegt að sjá hvernig þessi staða leggst í lesendur bloggsins, því hef ég sett upp skoðanakönnun um fylgi þessara frambjóðenda hér til vinstri.
Endilega takið þátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bílskúrsiðnaður
11.3.2012 | 23:03
Bílskúrsiðnaður hefur alltaf verið litin hornauga á Íslandi. Víða mátti lengi vel ekki byggja tvíbreiða bílskúra, því yfirvöld töldu víst að þá kæmi atvinnustarfsemi í þá með það sama.
En þannig hugsa þeir ekki suður í Sviss, þar gera menn stórhuga áætlanir um bílskúrsiðnað og styðja um leið sjálfstæða atvinnustarfsemi ákveðins hóps kvenna. Það ætti að gleðja femmurnar.
53% sögðu já við vændisbílskúrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)