Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Getur það verið?

Að það sé að myndast smá vísir að samkeppni á olíumarkaðnum Íslenska?  En hatröm telst samkeppnin varla vera.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.

 
mbl.is Lækkuðu díselinn aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eigi skal höggva"

Dalvíkingar hljóta að spyrja sig hverjum höndin tilheyri, sem rothöggið reiðir.  

Það er lítilmannlegt af Samherja forstjóranum að slá Dalvíkinga niður, fyrir sína eigin sök, einungis af því að þeir liggja svo vel við höggi.

Það er hætt við að litli Samhverfi forstjórinn hafi fallið af stjörnuhimni Dalvíkinga - varanlega.

 .

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


mbl.is Rothögg að fá ekki fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er þetta komið

Karlpeningurinn á Bessastöðum dæsir örugglega við þessar fréttir, hann veit að úr þessu er hann öruggur um endurkjör, nema auðvitað að einhverjir frambjóðendur gangi úr skaftinu.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


mbl.is Þóra ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn Már afhjúpar innrætið

Um þetta útspil Þorsteins Más Baldvinssonar er aðeins eitt að segja. Þeir sem haga sér svona, beita grímulausum kúgunum og aðferðum af þessu tæi, starfsaðferðum sem þjóðin þekkir aðeins af afspurn og af hvítatjaldinu, geta ekki verið haldnir neinu öðru en skítlegu eðli af grófustu sort.

Hvernig er það, þiggur Þorsteinn ekki kvótann "sinn" af þjóðinni, sem hann beitir núna kúgun? Er ekki rétt að þjóðin heimili öðrum að nýta kvóta Samherja á meðan Þorsteinn er að ná áttum og læra mannasiði? Það verður að vísu erfitt fyrir Þorstein, mannasiðir hafa aldrei vigtað þungt í hans farangri.


mbl.is DFFU hættir viðskiptum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru stórmerkilegar upplýsingar

Það er með ólíkindum að ríkisstjórn, sem er á síðasta ári kjörtímabilsins og hefur þurft að eyða því sem liðið er af kjörtímabilinu í einhverjar óvinsælustu aðgerðir lýðvelsissögunnar til viðgerða og lagfæringa á eyðileggingu Íhaldsins og Baksóknarflokksins á efnahagskerfi landsins, skuli þó njóta stuðnings tæps þriðjungs kjósenda.

Ef hryllingssögur Íhalds- og Baksóknarflokksins um ríkisstjórnina ættu við rök að styðjast ætti ríkisstjórnin ekki að hafa neitt fylgi, alls ekkert.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem nýtur stjórnarandstöðunnar, í setu svona gríðarlega óvinsælar ríkisstjórnar mælist ekki með nema rétt normal kjörfylgi frá árum áður, og þeir fagna. Þeir ættu, væru ríkisstjórnarnætursögur þeirra sannar, að mælast með 60 til 70% fylgi.

Baksóknarflokkurinn mælist hann með nokkurt fylgi? Gæti hann og hitt afturhaldið myndað saman stjórn væri þessi könnun úrslit kosninga? Nei tæplega. Er það ekki hastarlegur dómur þjóðarinnar um þeirra verk fyrir og þá ekki síst eftir hrun?

Staðreyndin sýnir að þjóðin man þeim verkin og mun muna þau í komandi kosningum.

Það ætti að setja allan helvítis Íhalds- og Baksóknarflokkinn á 10.000 kr seðilinn til að tryggja að þjóðin gleymi aldrei níðingsverkum þeirra.

  


mbl.is Ríkisstjórnin tapar fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök?

Nú, nú, var ekki einmitt ætlunin að þessar biskupskosningar yrðu algerlega gagnsætt ferli. Fellur ekki  gegnsætt umslag eins og flís við rass að þeirri ætlan?


mbl.is Gölluð kjörgögn í biskupskosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Algjör skortur á skilningsleysi"!

Maður á erfitt með að skilja ástæður og þær þjóðfélagsaðstæður sem fær fólk til að vilja frekar fara heim af fæðingardeildinni með son annarra hjóna en sína eigin dóttur.

Á þessu er „algjör skortur á skilningsleysi“ hjá mér – eins og maðurinn sagði.


mbl.is Vilja fá drenginn en hafna stúlkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálfa þá aftur bein Björns Bjarna og félaga

f-4Þá er Luftwaffe aftur farið til síns heima og enn á ný hafið tímabil ótta og óöryggis á Íslandi og landið skilið eftir gersamlega óvarið fyrir öllum óvininum og illu öflunum sem um það sitja.

Raunar breytti vera Luftwaffe nákvæmlega engu um „öryggi“ landsins því þeir lögðu til „landvarnanna“  40 til 50 ára gamlar F-4 Phantom II þotur, sem eru tæknilega álíka gagnlegar gegn nýjustu flugvélum og tvíþekjur fyrri heimstyrjaldar voru í þeirri seinni. Gott ef þoturnar voru ekki þar að auki vopnlausar með öllu.

fokker dridekkerMcDonnell Douglas F-4 Phantom II var framleidd á árunum 1958 til 1981 og er því fjarri því að vera brúkleg í nútíma lofthernaði. Þær eru eingöngu notaðar til æfinga. Þjóðverjarnir eru örugglega himinlifandi að fá fávísa Íslendinga til að borga þjálfun og æfingar grænjaxla þýska flughersins.  

Þeim peningum væri betur varið í eitthvað þarfara en það eitt að tryggja svefn hjá steinrunnum kaldastríðs körlum sem lifa varla glaðan dag af ótta um að komma sprengjunum muni rigna yfir þá, þá og þegar.


mbl.is Þjóðverjar lokið eftirliti sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.