Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Hið sanna ríkidæmi
9.4.2012 | 20:30
Við gömlu brýnin, fórum í dag að ná í Axel Þór dótturson minn og nafna á Reykjavíkurflugvöll, ég og amma hans. Nafni var að koma úr páskaheimsókn til pabba síns á Akureyri. Mamma og fósturfaðir Axels komust ekki svo við gömlu græjurnar hlupum í skarðið.
Það var eins og alltaf áður við svipuð atvik eins og í flugstöðinni, þegar Axel litli kom hlaupandi til okkar og flaug upp um hálsinn á okkur, þá fannst mér eins og ég hefði himinn höndum tekið. Það sama á við um öll barnabörnin, ég bráðna niður og verð að gjalti þegar þau umfaðma mig, með hlýju sinni og væntumþykju og kúra höfuð sitt í hálsakoti.
Manni verður ósjálfrátt hugsað, á stundum sem þessum hve ríkur maður er, rúmlega fimmtugur, að eiga sex barnabörn, hvert öðru dásamlegra.
Gátu flogið þrjár ferðir vestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vonandi lifa menn glaðan dag eftir þetta atvik
9.4.2012 | 19:39
Voðalegt mál er þetta varðandi Einar Magnús veðurfræðing, honum urðu á mistök í upptöku, sem tæknimenn sjónvarpsins kórónuðu svo með því að klúðra útsendingunni.
Hvaða læti eru þetta, á blogginu og ekki hvað síst á fésinu? Verða okkur öllum ekki á mistök daginn út og daginn inn, frá fæðingu til dauða?
Vonandi birtir aftur á morgun hjá þeim sem sjá ekki fram úr þessu vandræða atviki.
Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað þarf Bashar al-Assad forseti Sýrlands að brjóta marga samninga og yfirlýsingar um að stöðva bardagana, áður en Kofi Annan og aðrar slíkar fígúrur átta sig á því að ekki fylgir hugur máli hjá forsetanum.
Eitt skil ég ekki, í svona stríðsrugli eins og í Sýrlandi. Samkomulag náðist í síðustu viku um vopnahlé! Þá hefði mátt ætla að bardögum yrði hætt strax! Nei ekki aldeilis, samþykkt var að menn héldu áfram í viku til viðbótar að drepa hvern annan, en hættu svo!
Reynslan segir hinsvegar að lítil von sé til þess að bardögum í Sýrlandi ljúki fyrr en fullur aðskilnaður hefur átt sér stað á búk forsetans og höfði.
Vopnahlé eins og olía á ófriðarbál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sæti á Ólympíuleikunum í augnsýn
7.4.2012 | 16:57
Þeir eru á góðri siglingu strákarnir, þeir hafa greinilega fundið taktinn.
Áfram Ísland!
Íslenska landsliðið á Ólympíuleikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðar Svanhvít sjálfa sig neðanverða?
7.4.2012 | 02:02
Auðvitað klárum við að virkja nýtilega kosti í Þjórsá. Gerist það ekki á þessu kjörtímabili, mun það gerast síðar, ráði heilbrigð skynsemi.
Stefna núverandi umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur er stefna dauðans. Að hafna virkjunum í neðrihluta Þjórsár er álíka og Svandís blessunin komi heim til bónda síns að kveldi vinnudags með þær fregnir að fyrr um daginn hafi hún ákveðið, að frá umhverfislegu sjónarmiði, verði hún sjálf framvegis alfriðuð neðan nafla.
Vill fara í tvær virkjanir í Þjórsá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lausn Manson væri móðgun við mannkynið.
7.4.2012 | 01:20
Það verður eflaust forvitnilegt að sjá hvaða siðferðis- og lagalegu rök lögfræðingur Charles Manson færir fram í tilraun sinni að fá hann lausan frá lífstíðarlöngum dómi hans, sem upphaflega var dauðadómur.
Skrímslið Manson má aldrei aftur, undir neinum kringumstæðum, um frjálst höfuð sér strjúka, það væri vanvirðing við minningu fórnarlamba hans og móðgun við almenna siðferðiskennd.
Ný mynd birt af Charles Manson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sigur á morgun....
6.4.2012 | 20:16
....og þá eru Ólympíuleikarnir í höfn. Áfram Ísland.
Öruggur íslenskur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Réttlæti Íhaldsins
6.4.2012 | 14:16
Skoskir sjómenn, sem misstu lifibrauð sitt í kjölfar Þorskastríðanna við Íslendinga, hafa nú um síðir fengið bætur upp á heil 1000 pund ásamt afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum, fyrir tómlæti stjórnvalda vegna tjóns þeirra.
Haft er eftir einum sjómannanna, sem kominn er á eftirlaun, að of seint illa sé í rassinn gripið, flestir sjómannanna séu komnir undir græna torfu, auk þess sé afsökunarbeiðnin sem slík sé hrein móðgun við sjómannastéttina.
Réttlæti og örlæti Íhaldsins lætur ekki að sér hæða, úti þar, frekar en hér heima.
Bætur fyrir Þorskastríð í grýttan jarðveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Slade alive
5.4.2012 | 21:43
Keep On Rocking
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vilja menn Dalvík á landsvísu?
4.4.2012 | 16:29
Hún er gersamlega arfavitlaus hugmynd Þórs Saari að leggja fiskveiðistjórnunarkerfið í þjóðaratkvæði á meðan útgerðarmenn eru í þeirri aðstöðu að geta tekið heilu byggðarlögin í gíslingu til að kalla fram þá niðurstöðu sem þeim er þóknanleg.
Eins og Dalvíkurkúgun Samherja og fleiri dæmi sanna.
Það er hinsvegar satt og rétt hjá Þór að mál sé að deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið linni.
.
.
Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri. Hún er í þremur hlutum. Skemmtilegast er, sé öllum möguleikunum svarað.
Þjóðaratkvæði eða synjun forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)