Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Græna helstefnan

Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, ekki skörungsskapur og flekkleysi formanns flokksins sem er að skila flokknum þessu fylgi. Það eru heldur ekki verk og árangur ríkisstjórnarinnar sem afla Sjálfstæðisflokknum þessa fylgis.

Það eru þau verk sem ríkisstjórnin lætur óframkvæmd, sem það gera.

Fólk vill fara að sjá atvinnulífið rifið upp úr doðanum, það vill sjá auðlindir landsins nýttar til að skapa atvinnu. Það vill ekki lengur horfa með tóma maga á orkuna renna óbeislaða til sjávar eða út í loftið.  Svo mjög er fólk farið að lengja eftir uppbyggingunni að það vill gera allt til að þess að af henni verði. Jafnvel að fá Sjálfstæðisflokkinn við völd aftur, megi það verða til þess að koma hreyfingu á hlutina.

Græn gildi eru vissulega góðra gjalda verð í hófi, en að sama skapi  ill í óhófi. Atvinnuleysi má eflaust flokka sem mjög græna atvinnustefnu. Fari sem horfir, munu ráðherrar og þingmenn fjölmenna í þá starfsstétt  að loknum næstu kosningum. Varanlega!

Verði ekki hugarfarsbreyting innan ríkisstjórnarinnar í þessum málum strax, er alveg eins gott að afhenda Vafningnum og sjálfstæðisspillingunni lyklavöldin að stjórnarráðinu nú þegar, því það virðist hvort eð er vera langtíma markmið stjórnarflokkana.  

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þekkja sinn vitjunartíma

Ég hefði gjarnan viljað, úr því á annað borð var farið af stað í þessa Evrópu vegferð, að sjá þessar viðræður til lykta leiddar og niðurstaða fengin í eitt skipti fyrir öll, hvort aðild að Evrópusambandinu væri eitthvað sem hentaði Íslendingum.

Öllum ætti að vera ljóst, sem það vilja sjá, að þessi Evrópu sigling er ekki líkleg til að ná landi að sinni. Ég held að sú staða sé upp komin, eftir síðasta útspil Evrópusambandsins, að ekki sé ráð að fara lengra að sinni, afþakka frekari viðræður og taka kúrsinn heim aftur.

Það væri vitlegast fyrir Samfylkinguna að játa sig sigraða nú þegar, í stað þess að berja hausnum við steininn og draga þá ákvörðun nær kosningum eða framyfir þær. Það hefur alltaf gefist betur að geta haft stjórn á undanhaldinu.

Ríkisstjórnin losnar þá við þetta umsóknarhelsi sem hefur haldið henni verklausri og ríkisstjórnarflokkunum í  fjötrum og gíslingu hvors annars. Menn geta þá hið minnsta dregið hendurnar út úr rassgatinu á sjálfum sér og snúið sér að brýnni verkefnum. Nema auðvitað flokkarnir séu staðráðnir í því að fela Íhaldi og Framsókn stjórn landsins eftir næstu kosningar.

Samfylkingin getur alltaf skoðað ferðabæklinga til Evrópu síðar þegar betur verður í bólið búið.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


 


mbl.is Bætir ekki andrúmsloftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er pottþétt...

...að Reykjavík skíttapar fyrir Grindavík í Útsvarinu í kvöld.

Ef ekki, mega þeir hirða Þorbjörninn.

 

 


Þvílíkur barnaskapur

fostudagur_13Samherji er að flytja útibú sitt í Reykjavík, úr húsi verslunarinnar,  á 13. hæð við Höfðatorg.

En þar sem enginn heilvitamaður vill búa eða starfa á 13. hæð húsa hafa Samherjamenn barið það í gegn að 13. hæðin verði framvegis ekki sú 13. heldur 12.a.

Stjórnendur Samherja ná eflaust að blekkja sjálfa sig með þessum kjánaskap, en lengra nær það varla.

large_friday13Þrettánda hæðin í húsinu verður eftir sem áður sú þrettánda hvað sem Samherja menn kjósa að  kalla hana til að hindra að himnarnir hrynji í höfuðið á þeim.

Í dag er að auki föstudagurinn 13., svo menn hljóta að ganga hægt um gleðinnar dyr hjá Samherja í dag.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


mbl.is Þrettánda hæðin verður 12A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellir Þóra sitjandi forseta?

Þóra AÞað stefnir allt í hörkuspennandi kosningar. Þessi skoðanakönnun staðfestir að slagurinn um lyklavöldin að Bessastöðum muni standa á milli Þóru Arnórsdóttur ogÓlafur Ólafs Ragnars Grímssonar. Aðrir frambjóðendur njóta ekki fylgis sem neinu nemur.

Það er vonandi að kosningabaráttan verði heiðarleg og drengileg og bæði frambjóðendum og stuðningsmönnum þeirra til sóma.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


 


mbl.is Ólafur og Þóra með jafn mikið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nöturleg fyrirsögnin

Afskaplega finnst mér hún nöturleg og vanhugsuð fyrirsögnin á þessari íþrótta frétt.

„Missti son sinn og eignaðist annan“.

Hvað er átt við, hefur maðurinn þá fengið missi sinn bættan af því hann eignaðist annan son? Rétt eins og tryggingar hafi verið að bæta honum ónýtan bíl?


mbl.is Missti son sinn og eignaðist annan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk, ekki núna Ari Trausti!

Þó Ari Trausti sé góðra gjalda verður, þá er hreinlega ekki þörf á fleiri frambjóðendum, mætti raunar fækka þeim frekar en hitt.

 

Þinn tími kemur síðar.

  
mbl.is „Erum að ganga frá lausu endunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærsla mánaðarins

Hér er slóð á eina fyndnustu bloggfærslu síðari tíma.

 http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1233612/

Ég þarf að biðja síðuhafa afsökunar, ég hélt að hann væri gersneyddur öllum húmor. En það þarf mikinn og sterkan húmor til að halda því fram að skoðanakannanir á útvarpi Sögu séu einhver stóri sannleikur.

 

Hvað hafa aðrir frambjóðendur framyfir Þóru?

Nýstofnaður kosningasjóður framboðs Þóru Arnórsdóttur virðist vera stofnaður og rekinn af hófsemd og stillingu.  Er nokkuð annað en gott um það að segja?

Það er í gangi ákveðinn og þungur áróður gegn framboði Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands. Í stað þess að útlista kosti síns frambjóðanda, níða flestir niður þá mótframbjóðendur sem þeir telja skeinuhættasta sínum frambjóðanda.  Þvílík ómennska!

Þó er nokkrum bloggurum ekki rótt og telja hverja krónu sem lagðir í þann sjóð ÞA vera aðför að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Annar bloggari telur að skyldleiki Þóru við Jón Baldvin væri ástæða þess að fjölmiðlar hömpuðu henni hvað mest þeir gætu.

Ég hélt satt að segja að skyldleiki við JBH væri ekki inn, þessa dagana, nema auðvitað í svona dauðans áróðri.

Ég hef ekki í hyggju að kjósa Þóru, en málflutningurinn gegn henni gengur satt best að segja fram af mér.

 
mbl.is Kosningasjóður Þóru stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Íslendingar hunsa þau verkefni sem mestu skipta en eyða þess í stað orku sinni í tittlingaskít"

Í grein í Fréttablaðinu, hvar frá er skýrt á Vísi.is, kemst Árni Páll Árnason að kjarna málsins, grunni þess vanda sem Íslenska þjóðin á við að etja í dag. Það er þó ekki afleiðing hrunsins, ekki gjaldeyrishöftin eða staða atvinnumálanna eins og ætla mætti. Aðalvandamálið er hinn algerri viljaskortur á Alþingi Íslendinga að takast á við þessi vandamál og leysa þau. Án vilja til þess verða vandamálin óleyst og viðvarandi.

Á Alþingi kristallast vandinn í þeirri staðreynd að ríkisstjórnin stendur afar tæpt og á því í ákveðinni tilvistarkreppu. En tæp staða ríkisstjórnarinnar er samt ekki aðalvandinn á Alþingi. Stjórnarandstaðan er aðalvandinn, stjórnarandstaða sem forðast eins og heitan eldinn að axla ábyrgð og koma að lausn vanda landsins. En nýtir þess í stað allan styrk sinn til þess að þvælast sem mest fyrir og spilla málum sem mest fyrir þeim sem þó reyna sitt besta.

Eða svo notuð séu tilvitnuð orð Árna í Laxness,  að þeir;  „hunsi þau verkefni sem mestu skipta en eyði þess í stað orku sinni í tittlingaskít“.

Mottó stjórnarandstöðunnar og sumra stjórnarþingmanna virðist vera -að betri sé fullur skaði en enginn-, eins og einhver orðaði það svo skemmtilega.

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.