Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Útkeyrð vinnudýr
30.5.2012 | 17:08
Þessir starfsmenn Haga hljóta að vera úrvinda af þreytu eftir að hafa þrælað myrkranna á milli fyrir þessum aurum.
Þeir hljóta að þrá að komast í smá frí og losna frá allri ábyrgðinni sem þeir bera, þó ekki sé nema í smá tíma.
Finnur fékk 68 milljónir í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allir vildu Lilju kvatt hafa
29.5.2012 | 21:51
Hvað ætli Lilja þurfi að hóta mörgum hinu og þessu, til að koma á þessu fyrirmyndar 1000 ára ríki sínu?
Þrengingum þjóðarinnar ekki lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átta milljónir út um gluggann
29.5.2012 | 17:10
Alls munu íslendingar hafa greitt tæplega 68000 atkvæði í Eurovision keppninni.
Það skondna við þessa atkvæðagreiðslu gleði íslendinga í Eurovision, er að hvert greitt atkvæði héðan, færir Ísland einu atkvæði fjær mögulegum sigri, því við megum aðeins greiða öðrum þjóðum atkvæði.
Samkvæmt frétt á Vísi.is eyddu Íslendingar 8.000.000,00 krónum þetta árið í það verðuga verkefni, að reyna að hindra sigur Íslands.
Og það tókst!
68% landsmanna horfðu á aðalkeppnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá hefur Þóra sett í gírinn
28.5.2012 | 21:54
Þóra Arnórsdóttir hefur hafið sína kosningabaráttu og sett fram sína sýn á embætti forseta Íslands, að forsetinn eigi að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur forsetaembættinu.
Svo er það bara spurningin hvort þjóðin sé því sammála því eða ekki.
Sé ekki í samkeppni við þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Er sambandslaust á efrihæðina?
27.5.2012 | 20:15
Það er upplýsingaleki í Vatikaninu og leyndarmálin flæða út. Það er auðvitað hábölvað fyrir þetta hámusteri sannleikans, ef sannleikurinn um starfsemina spyrst út.
Mikið kapp er því lagt á að finna þann sem ábyrgð ber á lekanum. Það ætti varla að vera flókið að finna þann seka, sé sambandið við þann sem allt veit, eins gott og náið og það er sagt vera.
Eins og það virðist vefjast fyrir þeim að ná sambandi, má ætla að línan sé slitin eða liggi niðri.
Vandi skekur Vatíkanið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við unnum...
26.5.2012 | 22:30
...ekki! Hvað gerðist, sigur Íslands var öruggur, alveg fram að stiga- gjöfinni?
Þetta er örugglega enn eitt ESB samsærið gegn okkur! Getur ástæðan verið einhver önnur?
Svíar unnu Evróvisjón 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Höfuðborgarbankinn
26.5.2012 | 12:42
Hún er sannarlega undarleg og óvægin þessi ákvörðun Landsbankans að ætla að loka fjölmörgum útibúum sínum á landsbyggðinni og er tryggum viðskiptavinum bankans til áratuga sannkallað kjaftshögg.
Það er rökrétt framhald af þessum aðgerðum bankans að Landsbankinn skipti hreinlega um nafn og kallist hér eftir Höfuðborgarbankinn.
En það er alger gullmoli að Jón Bjarnason skuli gagnrýna ákvörðun bankans út frá þeirri forsendu að hún fari þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Það kemur gersamlega flatt upp á Jón Bjarnason, slík hegðun er honum afar framandi.
Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sumir eru klárlega jafnari en aðrir
26.5.2012 | 00:46
Hundrað metra löng og tveggja tonna þung áminning hefur verið sett upp í London, til almennings, að sumir séu verulega jafnari en aðrir, hafi einhver haldið annað.
Risastór drottningarmynd á árbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað þarf gjaldmiðill að heita til að teljast traustur?
25.5.2012 | 23:41
Þó Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB, er fátt sem bendir til þess, þessa stundina, að af þeim samruna verði í sjáanlegri framtíð og að Evran verði einhvern tíma gjaldmiðill hérlendis.
Því hafa ýmsir spekingar kallað eftir því að gjaldmiðill annars lands verði tekinn upp hér á landi nánast ófrjálsri hendi ef þannig má að orði komast, án samþykkis viðkomandi lands, ef ekki vill betur.
En þarf þess? Er ekki nægjanlegt að lögbinda gengi krónunnar við vænlegasta gjaldmiðliðin með þeim hætti að einföld lagabreyting á Alþingi gæti ekki breytt því. Meira þyrfti til, jafnvel stjórnarskrárbreytingu ef því væri að skipta.
Væri þá ekki Íslenska krónan sem slík orðin ígildi viðkomandi erlenda gjalmiðils, án þess að erlenda myntin væri innleidd sem slík?
Það eina sem þarf í raun til að ná stöðuleikanum er að svipta íslenska stjórnmálamenn valdinu að fikta við eða fella gengi krónunnar, sem þeir hafa gert svikalaust áratugum saman til að afturkalla hvern kjarasamninginn eftir annan áður en blekið á þeim þornaði eða framkvæma önnur efnahagsleg töfrabrögð.
Sú frelsis svipting íslenskra stjórnmálamanna er í raun eini ávinningurinn sem ég í augnablikinu sé af inngöngu í ESB.En auðvitað hef ég ekkert vit á þessu, ég er aðeins að hugsa upphátt!
Segir stuðning við Kanadadollar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)