Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Ekkert vandamál Katherine
25.5.2012 | 21:52
Fáðu þér bara duglega að borða elskan, viljir þú aukakílóin aftur, og endurtaktu það svo oft sem þarf. Þig grunar ekki hvað það er indislega auðvelt að hrúga aftur upp horfnu kílóunum og jafnvel gott betur.
Bara að byrja strax.
Vill aukakílóin aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er Guðjón Þórðarson allur...
24.5.2012 | 21:49
...sem þjálfari Grindavíkur, ef einhver fótur er fyrir þeim óstaðfestu flugufregnum sem flugu um bæinn, að ynnist þessi leikur ekki, tilheyrði þjálfarastarf Guðjóns fortíðinni.
Nema auðvitað að hinir sérstöku og undarlegu áhugamenn um Guðjón Þórðarson, sem virðast ráð ferðinni í Grindavík, ákveði að renna enn frekar í eigin skít og stofna til enn frekari klofnings og líti á glópalánsjafnteflið núna sem eitthvert "Guðjóns kraftaverkið" og kjósi að fresta því enn um sinn að taka á vandanum, með von um betra veður í næsta leik.
Þvílík staða sem það er líka fyrir Grindavík, að standa grafinn á botni deildarinnar og sjá drauminn um toppsæti í deildinni aðeins sem dauft ljós í endanum á löngu röri. Og í sjá þokkabót að Guðjón skyggja á daufa skímuna.
Það er ekki uppbyggilegt fyrir liðið sem slíkt að sjáfyrir sér að leiktíðin framundan fari aðeins í það að forða liðinu frá falli, verði Guðjón áfram við stýrið.
Ég býð hundinn minn fram sem þjálfara, hann er varla verri en vargurinn, hið minnsta hefur hann engan bitið til þessa.
Burt með varginn, burt með hann!
Grindavík tryggði sér stig í uppbótartíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hægri grænar gungur
24.5.2012 | 18:52
Hægri grænir er nýr stjórnmálaflokkur og vonarstjarna Útvarps Sögu. Þessi flokkur heldur úti bloggsíðu og ekkert nema gott eitt um það að segja, nema hvað lokað er fyrir allar athugasemdir á bloggi flokksins, nema útvöldum aðilum.
Þegar ég hugðist setja inn athugasemd við færslu á bloggi flokksins komu upp eftirfarandi skilaboð:
Þú ert innskráð(ur) sem skagstrendingur.
Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum.
Það segir allt sem segja þarf um þennan stjórnmálaflokk, sem krefst þess að hann sé tekinn alvarlega, að hann er svo afspyrnu slappur að flokkselítan treystir sér ekki til að eiga skoðanaskipti við aðra en sjálfa sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ekkert borð fyrir báru
24.5.2012 | 16:59
Ætli svona hleðsla rúmist innan reglugerðar? Glannaleg er hleðslan klárlega.
Góður afli við Kolbeinsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Konur hugsa um erótík en karlar um klám
24.5.2012 | 12:53
Af hverju er talað um kynlífsfantasíur kvenna sem fallegar hugsanir og erótík, en kynlífsfantasíur karla eru hinsvegar sagðar skítlegar hugsanir og argasta sóða klám?
Safnar kynlífsfantasíum íslenskra kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Titanic slysið var þá harmleikur þegar allt kemur til alls
23.5.2012 | 07:38
Sjö bókakassar og nokkrir pakkar af íslenskum tímaritum fórust með Titanic.
Það er ekkert annað! Af hverju hefur því verið haldið leyndu í 100 ár hve alvarlegt þetta sjóslys var í raun og veru?
Þetta er örugglega eitthvert ESB samsærið.
Íslensk tímarit og bækur töpuðust með Titanic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ó gvöð!
22.5.2012 | 18:34
Það er verið að tala okkur upp í enn einn Eurovision sigurinn!
En hvað um það, áfram Ísland!
Þetta er allt að smella | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í leið eða úr leið?
22.5.2012 | 17:41
Flugvél er á leið frá Austurríki til Riga í Lettlandi, farþegi veikist og næsti flugvöllur er Keflavík, já góðan daginn!
Hvernig geta menn skrifað svona bull án þess að svo mikið sem roðni á perunni?
Fékk heilablóðfall í flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rekum Guðjón, rekum hann, ekki seinna en í gær!
22.5.2012 | 09:36
Þær voru kaldar kveðjurnar sem Guðjón Þórðarson knattspyrnu þjálfari Grindavíkur sendi liði sínu í fréttum eftir leikina við Keflavík og Fram. Hann sagði eitthvað á þá leið að liðið væri samansafn vesalinga, sem ekkert gæti í fótbolta eða nennti að spila hann.
Þetta eru skemmtileg og uppbyggjandi skilaboð, sem hann sendir sínu liði, eða hitt þó heldur. Hlutverk þjálfara hlýtur að vera umfram allt annað að byggja liðið upp ekki síst andlega og stappa í það stálinu og ekki hvað síst í mótlæti, en ekki að brjóta það niður.
Hverju hefur þessi vindbelgur verið að sinna undanfarnar vikur? Varla þjálfun liðsins, svo mikið er víst, sé litið til árangursins. Nú hefur enn eitt stórtapið bæst við afrekaskrá Guðjóns í Grindavík. Það verður fróðlegt að heyra hverju hann kennir um núna, ekki sjálfum sér svo mikið er víst, hans egó er meira virði en árangur liðsins.
Ég labbaði um daginn, einu sinni sem oftar, í gegnum vallarsvæðið , þá stóð yfir æfing í austan strekking og kalsa. Liðið var að sprikla inn á æfingarvellinum, en Guðjón hvar var hann? Jú hann húkti, ásamt aðstoðarmönnum, hokinn upp við skjólgirðinguna við enda aðalvallarins, í skjóli, blessaður karlinn. Þannig er Guðjón, hann passar alltaf uppá að vera sjálfur í skjóli en lætur aðra taka skellina.
Ég er fráleitt áhugamaður um knattspyrnu, en hef metnað fyrir mínu samfélagi. Það væri sorglegt fengi þessi bitvargur og kjaftaskur að leika lausum hala nógu lengi til að koma í veg fyrir að Grindavík hafi möguleika á að vera meðal efstu liða í deildinni.
Hvað er þetta vindbelgs viðrini að gera í stöðu þjálfara? Hann brást Grindavík áður og hann bregst Grindavík líka núna. Tími Guðjóns sem þjálfara er löngu liðinn. Í ljósi ferils Guðjóns átti auðvitað ekki að ráða hann en það var því miður gert, þrátt fyrir miklar efasemdir og viðvaranir.
Grindvíkingar hífum upp um okkur brækurnar, bætum fyrir mistökin, stöndum uppréttir og rekum fíflið strax!
Allt er betra en þetta!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Af hverju þurfa þingmenn lengri frí en aðrir launamenn?
22.5.2012 | 07:16
Þingmenn ræða þessa dagana um starfslok Alþingis þetta vorið, sem önnur. Það er undarlegt að menn svo mikið sem orði það að ljúka störfum þingsins, þegar mörgum málum, stórum sem smáum er enn ólokið.
Alþingi á auðvitað að starfa áfram og svo langt inn í sumarið sem þurfa þykir, uns þau mál sem fyrir þinginu liggja hafa verið kláruð og þau afgreidd.
Það er afleitt þetta forna verklag á þingi, sem enn mótast af tíðahring hins gamla bændasamfélags, þó einhverjar smávægilegar breytingar hafi verið gerðar í seinni tíð.
Eðlilegast er að þingið starfi allt árið og þar verði aðeins tekin hin hefðbundnu frí vinnumarkaðarins og jafn löng, kringum jól og páska auk venjulegs mánaðar sumarfrís eins og tíðkast hjá öðru vinnandi fólki.
Núverandi verklag getur af sér óvönduð og ómarkviss vinnubrögð, sem óhjákvæmilega verða þegar stöðugt er unnið í tímapressu auk þess sem það eykur vægi málþófs eins og stundað er þessa dagana rétt fyrir fyrirhuguð þinglok.
Dögum saman fyrir þinglok snúast fréttir af þinginu um fátt annað en þann glundroða, aga- og ábyrgðarleysi sem auðkennir störf þingsins þegar frí þingmanna er handan við hornið.
Allir hljóta að sjá þetta, þingmenn ekki hvað síst. Það er því undarlegt að þessu hafi ekki verið breytt til hins betra, nema auðvitað að þingmenn telji að með breytingunni verði gengið á þeirra rétt. Þeir hafa allavega ekki verið sárhentir blessaðir þegar ganga þarf á og skerða rétt og kjör hins almennra borgara í þágu samfélagsins.
Dregst þingið fram yfir forsetakosningarnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)