Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Ógnarsamstaða
21.5.2012 | 20:46
Öll samninga- og samskiptatækni Lilju Mósesdóttur formanns Samstöðu virðist byggja á hótunum og kúgun. Rauði þráðurinn í hverri hagfræði lausn Lilju á fætur annarri er, að hóta þurfi þessum eða hinum til að ganga að afarkostum, svo snilldin gangi upp.
Það virðist ekki rúm fyrir samræðu- og sáttapólitík í Ógnarsamstöðu. Hvaða hótanir ætli stormurinn hafi fengið í bakið svo hann hrökklaðist fyrir borð?
Vill hóta eigendum snjóhengjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað hefur Halldór formaður um þetta að segja?
21.5.2012 | 07:21
Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega nýja fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og þá aðallega þau áform að verja auknu fé til samgangna á landsbyggðinni.
Þetta mun vera í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem fulltrúi landsbyggðarinnar segist ekki vilja meira fjármagn í samgöngubætur, nóg sé komið.
Halldór tekur það skýrt fram að þetta sé hans persónulega skoðun ekki skoðun þeirra samtaka sem hann fer fyrir.
Því væri gaman að heyra hvað formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur um þetta að segja, nú þegar við höfum heyrt skoðun Halldórs Halldórssonar.
Atkvæðakaup og liður í að framlengja líf stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ósprungin sprengja
20.5.2012 | 14:35
Það er greinilegur dagamunur á trausti Sjálfstæðismanna á milli í Árborg þessa dagana.
Það sem er í dag var ekki í gær, hvað verður á morgun?
Hvað sem menn segja, er ljóst að kveikiþráðurinn er stuttur og í honum leynist glóð.
Segja Eyþór njóta fulls trausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður skipstjórinn tekinn á teppið?
19.5.2012 | 22:03
Tryggingafélag Kristbjörgu VE er án vafa ekki par hrifið að þeirri yfirlýsingu skipstjórans að mikil hætta hafi verið á ferðum í yfirvofandi strandi skipsins.
Næsta víst er að tryggingarfélagið reynir hvað það getur til að lita framburð áhafnar að hagsmunum tryggingafélagsins þegar til sjóprófa kemur og noti til þess þau meðul sem það þykir best hennta.
Það virðist nánast lögmál í svona málum að tryggingarfélögin svífist einskis í viðleitni sinni að lágmarka tjónagreiðslur sínar, björgunarlaun og annan útlagðan kostnað, enda milljóna tugir ef ekki hundruð milljóna í húfi fyrir þau.
Fjölmörg skipsströnd og mannskaðar hafa einmitt orðið fyrir þessa stefnu tryggingarfélaga, sem staðið hafa í vegi fyrir að aðstoðar væri óskað fyrr en of seint. Svo er sökinni klínt á skipstjórana sem meinað var að kalla eftir aðstoð í tíma.
Skítleg starfsemi, segi það og meina.
Heldur fljótlega til veiða á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Árborgaríhaldið gerir á sig
19.5.2012 | 18:04
Niðurstaðan er frábær segir haltu mér slepptu mér íhaldskonan Elfa Dögg, sem naut nákvæmlega einskis trausts í liði íhaldsins gær, og var sögð ekki meira virði en skíturinn undir skóm Eyþórs Arnalds, nýtur núna 100% trausts sama fólks.
Mikil og rík hlýtur hamingjan að vera á íhaldsheimilinu í Árborg eftir samrunaástarblossann. Eins og sundrungin var alvarleg orðin áður og sáttin sögð rík núna má ljóst vera að einhver varð að lúta í gras, það veit aldrei á gott.
En Framsóknarmaðurinn Helgi S. Haraldsson sem naut 100% trausts íhaldsins í gær sem vænlegur rekkjunautur íhaldsins, er skíturinn undir skónum í dag og aftur á haug kastað, þar sem Íhaldið þarf ekki lengur á hækju að halda.
Ekkert er líklegra en að "hækjan á haugnum" verði minnug þessa, þegar óhjákvæmilega slettist aftur upp á vinskapinn á íhaldsheimilinu og þeir upphefja ástarbreimið og vilja ólmir taka á ný upp þráðinn þar sem frá var horfið af stuttum en barnlausum ástarfundinum.
Óbreyttur meirihluti í Árborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mestu leiðinda veislu aldarinnar lokið.
18.5.2012 | 23:25
Veislur Betu drottningar þykja afar spennandi, hvar gestgjafinn leikur höfuðrulluna í hástéttarlágkúru þrautakóngi þeim sem þessar veislur ku vera.
Þar situr hver kjaftur stífur af ótta við að bros sprengi gervið. Allir eru á nálum að hreyfa sig rangt, hneigja sig of grunnt eða of djúpt, blaka blævængnum of hratt eða of hægt, sötra súpuna eða að láta hana leka af skeiðinni, ropa eða reka við.
Afar spennandi víst.
Kóngafólk fagnar með drottningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Framboð tekið af lífi
17.5.2012 | 20:27
Undarlegar kröfur hjá Herdísi og vanhugsaðar og til þess eins fallnar að slá á fylgið við hana. Gott ef Herdís hefur ekki endanlega slátrað forsetadraumi sínum með þessum kjánaskap.
Utanaðkomandi stýri kosningaumfjöllun RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
""Fágætur" sólmyrkvi"
16.5.2012 | 15:27
Hann mun víst vera svo fágætur þessi sólmyrkvi, að hann sést aðeins einu sinni.
Fágætur sólmyrkvi um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú meiri steypan
16.5.2012 | 13:47
Hverju eiga nýjar kosningar í Grikklandi að skila? Er ætlast til að fólk breyti því atkvæði sem það greiddi fyrir viku síðan?
Á svo að kjósa aftur og aftur og þangað til rétta blandan er komin í þingið? Þetta er nú meira ruglið.
Kosið í Grikklandi 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á að taka þetta raup alvarlega?
16.5.2012 | 07:54
Eyjamenn geta varla ætlast til þess að svona raup sé tekið alvarlega, eftir að það varð heyrum kunnugt að þeir kaupa far með Herjólfi fyrir álfa sem fluttir eru hreppaflutningum út í Eyjar.
Nýjasta skipið selt úr landi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)