Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Útvarp Saga hvetur til þess að forsetinn fremji valdarán

Útvarp Sori steig í dag inn í nýjar víddir í þeirri sorpvinnslu sem stunduð er á stöðinni.

Ólafur Ragnar var víst gestur á útvarpi Sora í morgun og svohljóðandi er frá þeirri heimsókn greint  í fréttayfirliti útvarps Sora:

Ólafur Ragnar Grímsson íhugaði utanþingsstjórn á þeim tíma sem búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Þetta kom fram í morgunútvarpinu rétt í þessu en Ólafur segist hafa íhugað það vandlega og verið kominn nokkuð langt með undirbúning þess þegar ríkisstjórnin féll en meðal þess sem Ólafur greindi frá var hann farinn að velta fyrir sér nöfnum þeirra sem hann hafði í huga. Að sögn Ólafs íhugaði hann utanþingsstjórn vegna þess að hann taldi óvíst að ríkisstjórnin réði við það ástand sem þá var í landinu og hætta væri á að landið yrði stjórnlaust.

Þarna er því haldið fram að forsetinn hafi verið kominn á fremsta hlunn að fremja valdarán. Því forseti getur ekki vikið sitjandi ríkisstjórn frá völdum og skipað nýja, samkvæmt stjórnskipun landsins. Það væri valdarán og ekkert annað.

Á Útvarpi Sora heillast saursekkirnir hinsvegar af hugmyndinni og vilja kanna undirtektir við hugmyndina, því spurt er í skoðanakönnun dagsins: 

"Vilt þú að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands undirbúi myndun utanþingsstjórnar"?

Ég fæ ekki betur séð en útvarp Sori sé með þessu að kalla eftir stuðningi við valdarán forsetans. Er ekki orðið tímabært að litið sé undir húddið á þeim sem ábyrgð bera á þessari stöð?

Ólafur Ragnar þarf auðvitað að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta mál og upplýsa hvort hann deili sæng með útvarpi Sora. 


Ódýr yfirlýsing

Jón Lárusson hefur hætt við framboð sitt til forseta Íslands, því honum mun ekki hafa tekist að afla nægjanlegs fjölda meðmælenda, sem er að lágmarki 1500 og að hámarki 3000.

Jón segir ástæðuna vera þá, að fjölmiðlar hafi unnið gegn honum og sagt hann ekki vera viðlits verðan. Jón er með öðrum orðum að segja að almenningur sé viljalaust rekald og fjölmiðlar hafi slíkt ægivald yfir þjóðinni að ekki finnist 1500 sálir á landinu öllu, sem hafi þrótt til að ganga gegn boði þeirra.

Það er ekki merkilegt álit sem Jón hefur á löndum sínum. Það álit virðist vera gagnkvæmt!

  


mbl.is Jón dregur framboðið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt eða áróður?

Þessi undarlega klausa um Paul Watson er meira í ætt við áróðurstilkynningu Sea Sheaperd en hlutlausa frétt.

Það er alger óþarfi af íslenskum fjölmiðli að gera eina manninn sem staðið hefur fyrir hryðjuverki á Íslandi að einhverjum dýrlingi og píslarvotti.

Í grjótið með Watson  og hendið lyklinum.
mbl.is Paul Watson tekinn höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki byrjar hann bermilega, karl anginn

Þær renna, í dag, sem á færibandi fréttirnar á mbl.is  af Ólafi Ragnari Grímssyni. Ólafur er að hefja sína kosningabaráttu en hann hefur baráttuna að mínu viti afar illa.  

Ólafur er greinilega gramur yfir mun verra gengi í skoðanakönnunum, en hann vænti. Hann heggur á báðar hendur, ásakar menn og stofnanir hægri vinstri um að vinna gegn sér.

Forsetinn á að auðvitað að byggja sína kosningabaráttu á eigin ágæti og sínum verkum. Ef hann getur það ekki nema með skítkasti og illu umtali um keppinautana, er hans tími liðinn.

Ef þetta er og verður framlag forsetans í umræðuna, er eins víst að mín afstaða til hans verði tekin til endurskoðunar.


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar Hanneslegt og klént

Það er lýsandi fyrir háskólaprófessorinn og stjórnmálaundrið Hannes Hólmstein Gissurarson að varpa fram spurningu á bloggi sínu til Össurar Skarphéðinssonar og krefja hann svara, en læsa svo blogginu og meina Össuri þannig að koma með svörin sem kallað er eftir.  


Hentifánafélagið Eimskipafélag "Íslands"

Stjórn Eimskipafélags "Íslands" hefði átt samhliða þessari skráningu að sjá sóma sinn í því að skrá skip félagsins á Íslandi, enda hæfir vart annað skipafélagi sem kennir sig við Ísland og vill standa undir nafni sem slíkt.

Þannig að framvegis myndu skip "óskabarns þjóðarinnar" sigla undir Íslenskum fána, en ekki erlendum.

selfoss st.johns

  
mbl.is Eimskip undirbýr skráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglukolla úti á túni.

Það munar ekki um það hjá Lilju Mó, hún bregst ekki vonum – nú vill hún  hóta lífeyrissjóðunum skattlagningu á inngreiðslur í sjóðina, afskrifi þeir ekki skuldir þeirra sem fóru offari í fjárfestingum.  

Lilju finnst eðlilegt að lífeyrissjóðirnir afskrifi útlán fyrir útvalda og skerði með því lífeyrisréttindi allra þeirra sem ekkert hafa með þessar skuldir að gera.

Skattlagning á inngreiðslur í lífeyrissjóðina verður ekki skattur á sjóðina sjálfa heldur beinn skattur á launþega. Því það verður ekki sú fjárhæð sem dregin er af launþeganum, sem myndar inneign iðgjaldsgreiðandans, heldur sú fjárhæð sem kemur í sjóðinn eftir skattinn. Mismunurinn fer í að greiða óreiðuskuldir annarra, í boði Lilju Mó.

Þetta sýnir glöggt að Lilja er nákvæmlega það sem hún lítur út fyrir að vera – ruglukolla úti á túni.


mbl.is Hóta ætti lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hengja skal bakara fyrir smið

Það er gott og blessað að stjórn lífeyrissjóðsins Stapa skuli, til að gæta hagsmuna félagsmanna sjóðsins,  íhuga að höfða mál gegn lögmannsstofunni sem olli sjóðnum 5 milljarða skaða með vangá.

En hvað á hinn almenni félagsmaður lífeyrissjóða að gera til að gæta sinna hagsmuna, þegar það eru stjórnir sjóðanna sjálfra, sem hafa með geggjuðum fjárfestingum, valdið þeim milljarða skaða, eins og dæmin sanna. Á hinn almenni félagsmaður lífeyrissjóðanna að höfða mál gegn stjórnum sjóðanna axli þeir ekki ábyrgð, bæti skaðann og segi af sér?

  


mbl.is Ræða málshöfðun gegn lögmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað, er allur....

...sandurinn fokinn úr sandkassanum?

 


mbl.is Deilumálin lögð til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Ólafur Ketilsson á ferð?

„Skreið á eftir bifreiðinni“ hefði eflaust getað verið gild fyrirsögn hér á árum áður, ef  einhver fótfúinn farþegi  Ólafs  Ketilssonar hefði orðið eftir í áningarstað og sá hinn sami samt talið sig eiga góða von, vegna alþekkts ökulags Ólafs,  að ná bílnum á fjórum fótum.


mbl.is Skreið á eftir bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband