Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Fullt af engu eða öfugt
2.5.2012 | 17:03
"Nakið lík Williams fannst í íþróttatösku í tómu baðkari í íbúð hans. Taskan var lokuð með rennilás".
Óútskýrt andlát njósnara í tösku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En hvað það hlýtur að vera dásamlegt að eiga sér óvini
2.5.2012 | 16:42
Það getur varla hvarflað að nokkrum manni í einhverri alvöru, nema þá Birni Bjarnasyni, að herir Norðurlandaþjóðanna geti varið sín lönd til lengdar, væri á þau ráðist.
Í mesta lagi gætu herir þeirra tafið fyrir óhjákvæmilegum ósigri í fáeina daga. Sagan segir t.a.m. að fyrirfram sé ákveðið að skipunin -Við gefumst upp- verði fyrsta og eina skipunin sem gefin verði í Danska hernum, verði á landið ráðist.
En svona skýrslur, eins og hér er um fjallað, eru auðvitað gerðar af sérfræðingum hagsmunaaðila og hafa aðeins einn tilgang. Sem sé þann að hræða stjórnmálamenn til frekari fjárfestinga og framlaga til hermála. Þó efni skýrslnanna og heilbrigð skynsemi segi mönnum að öllu því fé sem varið sé í þessa hálfvitahít sé hrein sóun á fjármunum, þá orga þessir aðilar á meiri pening, meiri pening, pening sem væri betur varið í þarfari hluti.
Og þeir fá sinn pening oftast nær, því stjórnmálamenn eru upp til hópa huglausir eiginhagsmunaseggir sem setja ætíð eigið endurkjör ofar hagsmunum lands og þjóðar.
Sænski herinn ófær um að verja Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn og aftur er Ögmundur úti á túni
2.5.2012 | 13:14
Það er ekki vandamál að vera sammála Ögmundi að það hafi verið mikið lán að við fengum ekki sæti í Öryggisráðinu á sínum tíma. Þó það sé án efa á ólíkum forsendum.
En þegar Ömmi segir að Svíþjóð hafi verið móralskt stórveldi á sínum tíma, þegar þeir sjálfskipaðir gerðust samviska heimsins og gagnrýndu af offorsi hernaðar- og utanríkispólitík annarra ríkja, er hann heldur betur langt úti á túni.
Því á sama tíma og Svíar predikuðu öðrum siðferði með vinstri hendi, framleiddu þeir og seldu vopn hverjum sem kaupa vildi, með þeirri hægri. Það var ekkert stórt við þá hegðan Svía annað en hræsnin.
Svíar voru þá, og eru enn, meðal stærstu framleiðenda og útflytjenda hergagna í heiminum og þeir langstærstu miðað við höfðatölu.
Það er því misskilningur hjá Ömma að Svíar hafi tekið upp hræsnina og aðra ósiði við inngönguna í ESB. Hún er orðin giska þreytt þessi súra lumma að allt sem miður fer heima og að heiman sé ESB að kenna.
Íslendingar heppnir með höfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Geir dæmir sig sjálfur
2.5.2012 | 09:20
Það er örugglega mjög fátíður ef ekki einstæður atburður, að maður sem vinnur fullan sigur í dómsmáli, að frátöldu litlu ómerkilegu agnarsmáu formsatriði (að hans mati), skuli ætla að áfrýja öllum sigrinum.
Raunar tel ég að það standi ekki til að Geir vísi sigri sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þessi umræða og fréttaflutningur þjónar aðeins þeim tilgangi að ala á þeirri píslarvottaímynd sem Geir kýs að draga upp af sjálfum sér. Andri Árnason lögfræðingur Geirs, sem veit auðvitað að engin mannréttindi voru brotin á Geir, leikur sitt hlutverk af kostgæfni, enda feiti kötturinn aðeins hálffleginn.
Andri kemur vel undan þessu máli, vinna hans og aðstoðarmanna, sem þjóðin greiddi, hljóðaði upp á 1947 tíma, sem er 243 daga stíf vinna, nánast heilt ár. Landsdómur dæmdi lögfræðingnum litlar 25 milljónir fyrir þjónustuna. Það leggur sig á 12.550 á tímann, sem þætti, að öllu jöfnu, dágott fyrir starfsmann á plani.
Geir hefði komið út úr þessu máli með pálmann í höndunum og samúð þjóðarinnar í farteskinu, hefði hann tekið dómum af auðmýkt, sagst fallast á niðurstöðuna og málinu væri lokið. Punktur!
Nei það var Geir um megn, hann kaus þess í stað að ausa úr skálum reiði sinnar yfir allt og alla, sagði Landsdóm spilltan, sagði dóminn sprenghlægilegan og fáránlegan og kallaði eftir afsögn manna vítt og breitt. Með því gerði Geir sjálfan sig sprenghlægilegan og fáránlegan og uppskar ekki annað en andúð almennings.
Sendi Geir málið fyrir Mannréttindadómstólinn, hlýtur dómstóllinn sá að kalla eftir nýjum gögnum m.a. eftir hljóðritunum af símtölum starfsmanna Seðlabankans dagana kringum hrunið, sem ekki var upplýst um að væru til fyrr en eftir að dómur Landsdóms féll, og komu ekki fyrir dóminn. Ekki víst að Geir hætti á það.
En eitt er alveg öruggt, því meir sem Geir ólmast kringum eigið egó, því meir fjarlægist hann samúð og aðdáun þjóðarinnar, sem hann telur sig eiga skilið.
Þannig dæmir Geir sig sjálfur!
Stefna til Strassborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ástþór Bessastaðafari undirgengst (pung) þukklun til staðfestingar á hæfi hans til embættis forseta
1.5.2012 | 21:45
Við þurfum ekki þæga strengjabrúðu á Bessastaði, heldur mann með harðann pung (balls).
Svo segir í þessu framboðsmyndbandi Ástþórs Bessastaðafara.
Til að staðfesta punghæfi sitt hefur Ástþór kallað til 40 manna sveit vaska Strandamanna, sem standa manna fremstir í svokölluðu hrútaþukkli. Þeir munu þukkla frambjóðandann svo sem þurfa þykir og fer aðgerðin fram í Reiðhöllinni í Víðidal n.k. laugardag kl. 14.00.
Reiknað er með að þukkla þurfi lungað úr deginum. Stefnt er að því að niðurstaða punghörku Ástþórs liggi fyrir ekki síðar en kl. 18.00.
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
Þar sem er vilji er vegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullkomin efnaskipti
1.5.2012 | 08:37
Þessi máva aðgerð hjá Kópavogsbæ er stórmerkilegt og djúphugsað snilldarbragð. Starfsmenn Kópavogsbæjar bera sára ómerkilegt kjötmjöl á velli og tún. Ekki sem áburð eins og í fljótu bragði mætti ætla, nei heldur sem agn. Kjötmjölinu er eingöngu ætlað að lokka máva til samstarfs við bæjaryfirvöld.
Mávarnir leggja svo til hinn eiginlega áburð, gúanó dritið. Því meðan máfarnir skófla í sig kjötmjölinu drita þeir einhver ósköp og bera þannig á grasfleti Kópavogs einhvern þann besta áburð sem völ er á, í ómældu magni.
Fuglatilraunin í Kópavogi hefur heppnast fullkomlega, þar eru saman komnir þessa stundina, íbúunum til yndis og ánægju, allir mávar landsins og framkvæma hin fullkomnu efnaskipti eitt efni fyrir annað- tær snilld.
Mávarnir ræna íbúa nætursvefninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1. maí
1.5.2012 | 06:41
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)