Bloggfærslur mánaðarins, september 2014
Tvíeggjað sverð
25.9.2014 | 07:34
Engum er betur treystandi en Bandaríkjamönnum til þess að standa þannig að baráttunni gegn Íslamska ríkinu að þessi glæpasamtök eflist og styrkist og dafni sem aldrei fyrr.
Ekkert ríki í heiminum er jafnoki Bandaríkjanna í þeirri list að skapa sér óvini.
Gerðu árásir á olíuvinnslustöðvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Höfuðvandi Framsóknar er flokkurinn sjálfur
23.9.2014 | 18:20
Flestir stjórnmálaflokkar hafa sinn djöful að draga. Misjafnlega stóran og bagalegan -fortíðarvanda. Í því efni á enginn stjórnmálaflokkur Íslenskur í sömu erfiðleikum og Framsóknarflokkurinn. Höfuðvandi Framsóknarflokksins er nefnilega Framsóknarflokkurinn sjálfur - í heild sinni. Aðeins ein lausn er þekkt við þeim vanda sjálfsvíg!
Öllum er í fersku minni óráðs kosningaloforð Framsóknar, -allt fyrir alla-, fyrir síðustu Alþingiskosningar, hvar flokkurinn laug og sveik sig til sigurs. Svo ekki sé minnst hneykslið í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Enn bullar formaður Framsóknar, hástemmdar yfirlýsingar og loforð, falla á bæði borð. Sigmundur boðar að endalok notkunar jarðefnaeldsneytis á Íslandi sé handan við hornið, að því sé unnið hörðum höndum. Ætli vel brýndur niðurskurðarhnífurinn sé ekki helsta verkfærið í því máli sem öðrum?
Eðlilegt væri að Framsóknarflokkurinn færi að efna eitthvað af óefndum kosningaloforðum áður en fleiru er lofað. Þeir eru þegar orðnir nokkrum kosningum á eftir sjálfum sér. Þeir gætu t.a.m. byrjað á Ísland fíkniefnalaust fyrir árið 2000! Nema auðvitað að þegar sé hafin vinna að því og unnið höndum hörðum að það takmark náist.
En sennilega var bullið í Sigmundi á fundi SÞ ekki ætlað til heimabrúks frekar en annað raup hans erlendis.
Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálfsblekkingin mikla
15.9.2014 | 21:04
Svona er fyrirgefningin, samkenndin og kærleikurinn þegar á reynir hjá æði mörgum trúuðum. Fólki sem gjarnan trúir því staðfastlega, að fyrir Guðs náð sé það yfir aðra hafið og hafi frá honum umboð til að tala fyrir hans hönd og dæma aðra.
Hent út af heimilinu vegna kynhneigðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitthvað nýtt?
13.9.2014 | 15:54
Segir Vigdísi fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær þagna hundarnir?
12.9.2014 | 06:40
Staða Hönnu Birnu er fyrir löngu orðin vonlaus, hún er trúnaðarlega í frjálsu falli. Hún grípur í hvert það strá sem á vegi hennar verður í fallinu, ef það mætti verða henni til bjargar. Hún er gersamlega úti á túni í sínu rugli. Hún og afleitur lögmaður hennar virðast þau einu sem ekki skilja það.
Forsætisráðherra vafðist illa tunga um tönn í Kastljósinu í gærkveldi, þegar hann reyndi, með óbragð í munni, að forðast hvað hann gat að lýsa yfir stuðningi við ráðherrann.
Páll Vilhjálmsson, ekki Baugsmiðill, og nokkrir aðrir illa hægrisinnaðir bloggarar, verja Hönnu Birnu enn eins og enginn sé morgundagurinn. Þeir láta eins og staða Hönnu Birnu sé óbreytt frá því málið kom upp fyrst. Þeir látast ekki sjá ósannindi ráðherrans, rangfærslur, útúrsnúninga og ruglið sem hún hefur orðið uppvís að á undanhaldinu.
Páll og hirðmenn hans eru farnir að minna á hunda sem verja húsbónda sinn út í eitt, sama hvað. Allir eru löngu hættir að taka gjammið í þeim alvarlega.
Hefði sjálfur ekki rætt við lögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kærði Jón Valur Jensson kynfræðsluna í Selfosskirkju?
11.9.2014 | 17:21
Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, æskulýðsprestur í Selfosskirkju, verður ekki ákærð fyrir aðkomu sína að kynfræðslu í fermingarfræðslu á vegum kirkjunnar, samkvæmt frétt á Vísir.is. Eðlilega, enda ekkert rangt við það að fræða unglinga á þessum aldri um kynlíf. Slíkt er aðeins rangt í huga afturhaldsseggja og miðaldaþursa.
Fram hefur komið að kærendur málsins voru ekki sóknarbörn á Selfossi eða íbúar þar og áttu ekki börn í fermingafræðslunni. Líklegt verður því að telja að félagarnir 14 í Kristilegau stjórnmálasamtökunum hafi í heild eða að hluta staðið að kærunni. Í það minnsta fór talsmaður flokksins, Jón Valur, mikinn í skrifum sínum um þetta regin hneyksli og viðbjóð að hans mati, bæði á bloggi kristilegra og eigin bloggi, hvar kaþólsk miðalda hugsun er það nýjasta og ferskasta - á þessu herrans ári 2014.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þjóðin hefur það víst að meðaltali ágætt
11.9.2014 | 06:33
Vafalaust er hægt að láta þessar yfirlýsingar Bjarna um auknar ráðstöfunartekjur þjóðarinnar standast með einhverjum meðaltalskúnstum og öðrum reiknibrellum.
En staðreyndin er allt önnur. Þessir aurar eru teknir með einum eða öðrum hætti af þeim fjölmörgu sem ekkert mega missa og færðir til þeirra fáu sem ekkert skortir.
Svo er meðaltalið reiknað út frá þeirri formúlu að maður sem stendur með annan fótinn í sjóðandi vatni og hinn í ísvatni, hljóti að hafa það að meðaltali ágætt!
40 milljörðum meira í ráðstöfunartekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er blóðblettur á orðspori Íslendinga að framleiða matvæli
10.9.2014 | 21:46
Þetta er rosalegt, Hvalur hf hefur frá árinu 2006 veitt meira en fimm hundruð langreyðar í hagnaðarskini, hugsið ykkur- í hagnaðarskyni, frá 2006, samkvæmt skýrslu nokkra umhverfis- og dýraverndarsamtaka. Blóðblettur á orðspori Íslendinga segja samtökin.
Árið 2009 voru veiddar 125 langreyðar við Ísland, sem gáfu af sér 1500 tonn af kjöti. Fjöldi veiddra dýra var vel innan við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.
Á Íslandi var árið 2008 slátrað rúmlega hálfri milljón dilka eða um 8000 tonnum - eingöngu í hagnaðarskyni. 85000 svín voru felld og gáfu af sér 6400 tonn, - líka í hagnaðarskyni. 4,4 miljónum kjúklinga uppá 7000 tonn var slátrað - í hagnaðarskyni auðvitað og svo mætti lengi telja. Að auki er öll dreifing, vinnsla og sala þessara matvæla stunduð í hagnaðarskyni.
Það er auðvitað óbærileg tilhugsun að heilu stéttir manna á Íslandi skuli framleiða matvæli ofan í samborgara sína - í hagnaðarskyni og það kinnroðalaust.
Þau náttúruverndarsamtök sem standa að þessari mögnuðu áróðurs skýrslu hljóta að leggjast gegn allri matvælaframleiðslu, dreifingu og sölu - í hagnaðarskyni, - hvaða nafni sem hún nefnist. Þau geta varla verið þekkt fyrir að taka eina tegund matvæla út fyrir sviga, ætli þau að rísa undi nafni og vera sjálfum sér samkvæm.
Matvælaframleiðsla á Íslandi er stækkandi blóðblettur á orðspori Íslendinga ekkert minna!
Hvalveiðar kinnhestur Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orsök strandsins augljós
8.9.2014 | 06:36
Erlenda skipið Akrafell siglir á fullri ferð fyrir þveran Reyðarfjörð og á land handan fjarðarins í stað þess að beygja inn fjörðinn. Ástæða strandsins er tæplega nokkur ráðgáta. Augljóst má vera að ekki var staðin vakt í brú skipsins með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Því fór sem fór.
Orsök strandsins enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Skítapakkið og forgangsmál þess
5.9.2014 | 16:10
Samhliða skattalækkunum til ríkra og velmegandi er skorið niður hægri vinstri vegna fjárskorts. En það vantar ekki aur í ríkiskassann þegar NATO og stríðsleikir eru annarsvegar, ónei.
Sennilega verða á næstu dögum boðaðir nýir sjúklingaskattar og hækkun þjónustugjalda til að mæta auknum útgjöldum til varnarmála svo aðall landsins geti óhræddur notið sinna skattfríðinda.
Djöfuls skítapakk sem hún er þessi ríkisstjórnardrusla.
Ísland eykur framlög til NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)