Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Bjarni tekur upp hanskann - fyrir sjálfan sig

Það er auðvitað rétt hjá Bjarna Ben að ekki sé hægt með beinum hætti að mæla heiðarleika fólks í skoðanakönnunum. En slík könnun sýnir samt sem áður hvaða tilfinningu fólk hefur fyrir heiðarleika viðkomandi út frá gjörðum hans og athöfnum.

Gjörðir Bjarna, vinnubrögð og verklag skora bara ekki hærra en þetta hjá almenningi. Það ætti Bjarni að taka til alvarlegrar athugunar. Fýluleg viðbrögð Bjarna benda hinsvegar til að honum sé skítsama um skoðun almennings.

Bjarni veit af reynslunni að atkvæði flokksmanna skila sér í hús í kosningum, sama hvernig hann og flokkurinn misbjóði almenningi með grímulausri sérhagsmunagæslu fyrir einkavinaklíkur og aðra flokksdindla.

Flokkshollusta kjósenda Sjálfstæðisflokksins er efni í rannsókn, ein og sér. Ég legg til að Hannesi Hólmsteini verði falin sú rannsókn, svo niðurstaðan verði flokknum boðleg. Þ.e.a.s. þegar Hannes hefur lokið við að rannsaka allar sakir af Sjálfstæðisflokkum varðandi hrunið - sem aldrei varð.

 

 


mbl.is Bjarni tekur upp hanskann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Hólmsteinn - rétti maðurinn til að framkalla "rétta" niðurstöðu

Rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á bankahruninu og hlut Sjálfstæðisflokksins í því ferli öllu er jafn líkleg til að leiða sannleikann í ljós og ef Joseph Goebbels hefði verið fenginn, að stríði loknu, til að rannsaka Helförina og aðkomu Nasistaflokksins að henni.

 


mbl.is „Tek ekki þátt í þeim skrípaleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smánarleg sekt

„Listamaðurinn“ sem „nauðgaði“ hvernum Strokki með litagjörningi sínum og gerðist þannig brotlegur við náttúruverndarlög segist ekkert skilja í látunum – „hann hafi farið mjög varlega“ við nauðgunina og verið mjög meðvitaður um ætlað samþykki hversins og sennilega hafi Strokki bara þótt þetta gott.

Svo er íslenskri náttúru sýnd engu minni óvirðing af íslenskum yfirvöldum sem meta þessa nauðgun hversins á skitnar hundrað þúsund krónur!

Skilaboðin sem yfirvöld senda með þessu eru skýr. Hingað geti fólk komið erlendis frá og gert það sem þeim sýnist í Íslenskri náttúru, gegn smánargjaldi sem verði jafnvel, ofan í kaupið, ekki innheimt.


mbl.is Evaristti frjáls ferða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt! - En siðlaust.

  Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknar vinnur að því hörðum höndum á Alþingi að úthluta sjálfum sér 50 milljónum í formi kvóta til útgerðar eiginkonunnar.

  Væri Páll sveitarstjórnarmaður, en ekki þingmaður, og úthlutun kvótans væri á höndum sveitarstjórnar þá væri Páll vanhæfur upp fyrir haus samkvæmt siðareglum sveitarfélaga og mætti hvorki koma að umræðu um málið á vettvangi sveitarstjórnar eða greiða um það atkvæði.

  En á Alþingi Íslendinga, æðstu stofnun landsins, gilda ekki slíkar siðaðra manna reglur. Þar grasserar kinnroðalaus  sérhagsmunagæslan og siðleysið grímulaust – á öllum sviðum.

  Vísir.is (ekki Vísir Páls) fjallar um málið – Mbl.is, málgagn kvótagreifanna, þegir - auðvitað!


Fataleysi?

Sennilega hefur ekki verið búið að sauma á Hreiðar og Sigurð nýju grófteinóttu Hraunmani jakkafötin og þeir því orðið að sitja "heima".


mbl.is Hreiðar og Sigurður mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kuldi er ekkert hættulegur!"

„Kuldi er ekkert hættulegur!“ Segir kokhraustur skjálfandi "sjósundkappinn", til að ýkja nokkuð eigin getu og þol, auk þess til að fá fleiri til að trúa bullinu, sem hann getur varla, með réttu, trúað sjálfur.

Þetta er alveg ný kenning, því hingað til hefur kuldinn, ofkælingin, verið helsti óvinur Íslenskra sjómanna sem lenda í skipssköðum. Það sama gildir til lands og upp til heiða. Ofkæling drepur og er fljót að því, öllu getur verið lokið á nokkrum mínútum, hafi menn ekki tilheyrandi hlífðarbúnað og noti hann rétt.

Svo halda einhverjir kjánar því fram að það sé heilsusamlegt að synda nánast nakinn í ísköldum sjónum í vetrartíð og færa líkamann út á ystu nöf ofkælingar og það sem verra er, reyna að telja öðrum trú um það.

Að því kemur að kuldinn mun, á óafturkræfan og sárann hátt, minna þessa sjósundkappa á, að hugmyndir þeirra um skaðleysi kuldans eru rangar og lífshættulegar.


mbl.is „Kuldi er ekkert hættulegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bað í áfengisanda

"Voru nokk­urra sentí­metra lang­ir nagl­ar, sem eru jafn­an baðaðir í áfengisanda, rekn­ir í gegn­um hend­ur og fæt­ur fólks­ins og það síðan reist upp á trékross..."

Þeir á Mogganum eru álíka góðir í Gúglinu og Sveinbjörg Birna.


mbl.is Létu krossfesta sig í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband