Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fær Gylfi síld?
22.12.2013 | 22:52
Tek ofan fyrir þeim verkalýðsleiðtogum sem neita að samþykkja svika- samningana.
Fastlega má reikna með því að Samtök Atvinnulífsins sendi Árna Johnsen með marineraða síld til Gylfa og annarra quislinga í ASÍ fyrir vel unnin störf í þágu SA.
Eykur á misskiptinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona eiga menn að vera
20.12.2013 | 17:24
Það er frábært framtak hjá þeim hjónum Margréti og Benedikt í Bílabúð Benna að gefa Mæðrastyrksnefnd 150 hamborgarahryggi til að færa þurfandi, fleiri mættu fara að þeirra góða fordæmi.
Það er heldur meiri reisn yfir framtaki hjónanna en fúlu síldinni sem senditíkin Árni Johnsen færði þurfandi þingmönnum frá útgerðarmafíunni í Eyjum, sem mútu fyrir vel unnin störf í þeirra þágu.
Bílabúð Benna aðstoðar 150 fjölskyldur um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Æ sér gjöf til gjalda
20.12.2013 | 08:45
Það er aðeins einn maður í veröldinni nógu heimskur til að kalla til blaðamenn og ljósmyndara og láta blaða og mynda í bak og fyrir þegar hann ber fé (síld) á þingmenn.
Det er bare part of programmet segir mútugreiðandinn.
(Mynd af Jóni Gunnarssyni þingmanni (D) að taka við mútusíldinni úr hendi Árna Johnsen má sjá með fréttinni)
Þetta er bara partur af kryddinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Með feigðina að förunaut
18.12.2013 | 07:14
Í tíð síðustu ríkisstjórnar gumuðu andstæðingar hennar gjarnan af því hvað stjórnarandstaðan væri öflug. En var hún það? Henni tókst að vísu ansi oft að trufla störf ríkisstjórnar og Alþingis. En það var ekki út á styrk stjórnarandstöðunnar heldur miklu frekar fyrir veikleika ríkisstjórnarinnar, sem studdist við minnsta mögulega meirihluta misseri eftir misseri. Ríkisstjórnin átti, nánast dag hvern, líf sitt undir því hve vel henni gekk að smala villikattastóðinu þann daginn.
En núna er komin ný ríkisstjórn sem styðst við vægast sagt mjög góðan meirihluta, 38 þingmenn af 63. Ríkisstjórn með þann þingstyrk í vöggugjöf ætti að öllu jöfnu að vera sterk stjórn og geta látið verkin tala og sett stjórnarandstöðuna alveg út á kannt.
En hefur það gerst, er stjórnin að sýna styrk sinn og stjórna í krafti hans? Nei því fer víðs fjarri, veikri stjórnarandstöðunni hefur, með sína 25 þingmenn, tekist að beygja sterku stjórnina og beinlínis stilla henni upp við vegg í mörgum málum. Og ekki veitir af.
Þetta væri ekki hægt, væri stjórnin jafn sterk og þingmeirihlutinn segir til um. Hugsanleg skýring á þessu ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er skortur á samvinnu og trúnaði milli stjórnarflokkanna vegna togstreitu þeirra á milli. Þaðan er stutt í tortryggni og fullt vantraust manna í milli.
Hvað sem því líður þá er þetta verkminnsta stjórn lýðveldisins. Aðeins tvö veigamikil mál hafa verið afgreidd, eitt gæluverkefni frá hvorum flokki. Forgangsmál sjálfstæðismanna lækkun skatta og afnám gjalda á auðmenn og stórgróðaútgerðir og skuldatilfærsla Framsóknar, sem sennilega verður misheppnaðasta efnahagsaðgerð sögunnar og skilar landsmönnum aðeins auknum ójöfnuði og sárindum þegar upp verður staðið.
Um önnur mál ríkisstjórnarinnar og aðrar úrlausnir ríkir í besta falli vopnaður friður milli stjórnarflokkanna og á meðan situr veik stjórnarandstaðan sterk við stýrið eftir að hafa náð fram m.a. desemberuppbótinni, endurskoðun veiðigjalda og afnámi sjúklingaskattana.
Silfurskeiðastjórnin ber í sér feigðina og hefur sennilega þegar lagst banaleguna. En hún mun örugglega reyna, af veikum mætti næstu daga, að þakka sér að stjórnarandstaðan kom vitinu fyrir hana.
Samþykkt að greiða desemberuppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Pólitískar ráðningar eru ætíð faglegar, sé sjónarhornið haft nógu þröngt
17.12.2013 | 14:40
Eftirmaður Páls Magnússonar verður faglega skipaður ekki spurning um það. Frá Valhöll séð.
Ferlið verður sirka svona; Í Valhöll er þegar búið að ákveða hver fái jobbið. Staðan verður auðvitað auglýst til að uppfylla lagaformið og lúkkið. Verðandi útvarpsstjóri sækir síðan um starfið - á þar tilgerðu eyðublaði sem nálgast má í Útvarpshúsinu eins og það heitir víst - og verður þannig einn af vonbiðlunum.
Ákvörðun um ráðningu verðandi útvarpsstjóra gengur hratt og átakalaust fyrir sig enda fyrirfram ákveðið að hann sé áberandi hæfastur umsækjenda vegna flokkshollustu sinnar og annarra pólitískra mannkosta.
En stjórn RUV og ráðherra munu hinsvegar þurfa nokkra yfirlegu til að sjóða saman trúverðuga tuggu í lýðinn til rökstuðnings ráðningunni. Því erfiðara verður það verkefni því lengra sem flokksdindillinn stendur öðrum umsækjendum að baki í hæfni, hvernig sem málin verða metin.
Það myndi nú létta undir með stjórninni og ráðherra ef svo heppilega vildi til að verðandi útvarpsstjóri hafi áður starfað sem útvarpsstjóri, á ólöglegri útvarpsstöð flokksins.
Jú, jú þetta verður allt mjög faglegt, eins og ævinlega, jafnvel skrautskrifað í fundagerðarbækur.
Eftirmaður Páls verði faglega skipaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Atvinnuleysi eykst
16.12.2013 | 11:25
Hókus pókus átak ríkisstjórnarflokkana í atvinnumálum er að gera sig eða þannig. Ekkert mál að skapa störf sögðu þeir fyrir kosningar, bara að gefa í og þá er þetta komið.
En auðvitað er þetta, eins og annað, fyrri ríkisstjórn að kenna, hún stendur enn á bremsunni!
Atvinnuleysi eykst lítillega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins þingmanns þjóðarsátt
14.12.2013 | 20:47
Vigdís Hauksdóttir hefur gert einsmanns þjóðarsátt. Hún virðist hafa náð nokkuð víðtæku samkomulagi við sjálfa sig, það eitt og sér er meira afrek en marga grunar. Þingmaðurinn hefur fram að þessu ekki getað blikkað augunum eða snúið sér við án þess að skipta um skoðun.
En þjóðarsátt Vigdísar virðist ekki ná út fyrir þingmanninn. Grundvöllur þjóðarsáttar er að víðtæk sátt sé um þau mál sem á þjóðinni brenna. Hefur það gerst?
Er þjóðarsátt um skattaskjaldborgina sem silfurskeiðastjórnin hefur slegið um auðmenn?
Er þjóðarsátt um sjúklingaskattana?
Er þjóðarsátt um kvótamálin og veiðigjöldin og leynimakkið við LÍÚ?
Er þjóðarsátt um afnám desemberuppbótar á atvinnuleysisbætur?
Er þjóðarsátt um "skuldaleiðréttinguna"?
Er þjóðarsátt um aðförina að RUV?
Er þjóðarsátt um skoðun Vigdísar Hauksdóttur á þróunaraðstoð?
Er þjóðarsátt um eitthvað eitt sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir?
Svona má spyrja um afgreiðslur ríkistjórnarinnar, á hverju málinu á fætur öðru og svarið er því miður alltaf nei.
Heldur einsmanns þjóðarsátt Vigdísar, eða verður það fyrsta frétt morgundagsins að þjóðarsáttin sé í uppnámi? Eða lifir hún svo lengi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður ársins
13.12.2013 | 09:39
Enginn vafi leikur á því að Ólafur Þór Hauksson -Sérstakur saksóknari- er maður ársins!
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá
12.12.2013 | 17:02
Ekki myndi það koma verulega á óvart núna, þegar starf Sérstaks saksóknara er farið að bera sýnilegan ávöxt, að ríkisstjórnin bregði niðurskurðarhnífnum snöggt á starfsemi Sérstaks saksóknara og slái hana endanlega af.
Þarna er jú verið að dæma glæstustu syni ríkisstjórnarflokkana og ávöxt stefnu þeirra. Það gengur auðvitað ekki.
Hreiðar gæti fengið 9 ára dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jólasveinn dagsins er Vökustaur
12.12.2013 | 09:53
Vökustaur dregur nafn sitt af illa fengnum silfurskeiðum sem hann fékk undir bæði augnlok stuttu eftir landnám. Hann hefur ekki getað lokað augum eða sofið síðan, því er hugsunin ekki með skýrasta móti.
Vökustaur hefur af svefnleysinu fengið augnbauga mikla sem lafa niður á kinnar og er hann hvítur og tekinn sem nár. Vökustaur hefur um sig hjörð Framsækinna tilbera sem leggjast á fé manna og blóðsjúga það.
Vökustaur er af Grýlu hyski og grimmur við börn.