Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þórðargleði

punchÞegar þetta er skrifað þá er þessi frétt af skemmtun í Brúarási, þar sem gerð var misheppnuð tilraun til að fækka framsóknarmönnum, mest lesna fréttin á mbl.is.

Ég vona að áhugi manna sé ekki sprottin af einhverri Þórðargleði yfir meintu tilræði við Sigmund Davíð. Enda eru kjaftshögg og slagsmál afskaplega döpur leið til að jafna ágreining manna á milli og hafa aldrei gert annað en skapa meiri vanda en þau leysa.

Vonandi áttar árásarmaðurinn sig á því, þegar runnin verður af honum víman og vígamóðurinn, að kjörklefinn er besti og vænlegasti vettvangurinn til að fækka framsóknarmönnum.

Ég vona að Sigmundur Davíð hafi skemmt sér vel, allt til enda.


mbl.is Sigmundur Davíð kýldur á balli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússnesk rúlletta

 


Bölvað skítapakk!

Hægri grænir ætla að auka fjármálaöryggi heimila hátekjumanna með því að stórlækka skatta á hátekjumönnum. Jafnvel villtasta frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum formar ekki að leggja slíka draumóra skattabreytingar á borð kjósenda, þótt þeim langi örugglega til þess.

Ef hugmyndir Hægri gjörninganna ná fram að ganga lækka skattar á manni með tvær milljónir á mánuði um 400.000 –fjögurhundruðþúsund-.  Þessu ætla þeir að ná inn í neðriendanum, skattleggja tekjur allra smælingja þjóðfélagsins sem í dag eru um og undir skattleysismörkum. Maður með 130.000 á mánuði, sem eru skattleysismörkin, og borgar í dag engan tekjuskatt, myndi borga 26.000  til að auka fjármálaöryggi hátekjumanna.  

Ráðstöfunartekjur tveggja milljóna mannsins hækka um 400 þúsund en ráðstöfunartekjur smælingjans lækka úr 130 þúsundum niður í 104 þúsund á mánuði og það munar um minna hjá fólki sem þarf að kreista hverja krónu þar til hún emjar í vonlausri viðleitni sinni að láta enda ná saman.

Svona er hægra réttlætið. Það þarf aðeins að skattpína um 15 öryrkja til að fjármagna skattafslátt hjá einum manni með tveggja milljóna tekjur. Ég held að smælingjar þessa lands sjái ekki það fjármála öryggi sem HG segja felast í þessum hel hugmyndum sínum. 

Þegar flestir tala um að hækka þurfi skattleysismörkin til að auka ráðstöfunartekjur láglaunafólks, ætla Hægri gjörningarnir að fara í þveröfuga átt – afnema skattleysismörkin með öllu.  

Segi það og skrifa – bölvað skítapakk!

 


mbl.is Fjármálaöryggi heimilanna í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Breiðu bökin" skattlögð til heljar

Foringi Hægri grænna var í hádegisfréttum RUV að kynna stefnumál þeirra Þjóðernisjafnaðarmanna. Stefnuskráin er með eindæmum lítil og rýr en óvenju ósvífin og sjúk.

Raunar hafa HG aðeins tvö stefnumál, afleggja verðtryggingu og taka upp flatan 20% skatt. Flatur skattur þýðir sömu skattprósentu á öll laun, talið frá fyrstu krónu. Þannig vilja þeir með öðrum orðum létta sköttum af hátekjumönnum og færa skattbyrðina yfir á „breiðu bökin“ í þjóðfélaginu lágtekjufólk, öryrkja og atvinnuleysingja.

Stefna HG gagnvart fátækum og öðrum „óæskilegum þjóðfélagshópum“ er skýr, með sköttum ætla þeir að gera það sama og annar svipaður öfgaflokkur í Evrópu gerði með gasi á síðustu öld.


Brúin hans Bjarna

 


mbl.is Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ sé gjöf til gjalda

DV13551051107_peningar_15_3_3_2_2_jpg_960x960_upscale_q99Er almenningi ætlað að trúa því að fyrirtæki og einstaklingar sem greiða opinberlega fleiri hundruð þúsund til frambjóðenda, og hver veit hvað framhjá bókhaldi, geri það af góðmennsku einni og ætlist ekki til að fá snefil af einu eða neinu í endurgjald?

  


mbl.is Mismikill kostnaður við prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfhverfa liðið

Ályktunin sem samþykkt var í gær á landsfundi Sjálfstæðisflokksins -að öll lagasetning skuli taka mið af kristnum gildum þegar það á við - mun vera brot á 64. gr. Stjórnarskrárinnar.

Sjallarnir  kunna ekki Stjórnarskránna, sem þeir vilja helst ekki breyta, betur en þetta. Svona er þá öll virðingin fyrir henni.  

Þetta styður raunar þá skoðun - að Sjálfstæðismenn séu upp til hópa svo sjálfhverfir að það sé þeim eðlislægt að líta á landsfund flokksins sem yfirþjóðlegt vald.  

Ég hef alltaf litið svo á að þegar talað er um svokölluð kristin gildi þá séu menn að tala um almennt siðferði í samskiptum manna á milli, siðferði á ekki að þurfa tengingu við nein trúarbrögð. 

Það er skiljanlegt að landsfundinum þyki nauðsynlegt að hnýta   – þegar það á við -  aftan við  ályktun um almennt siðferði, svo ekki verði farið um of á skjön við hugmyndafræði íhaldsins. 

   


mbl.is Stjórnmálaályktanir teknar fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben í ræsið

í ræsinuÞað er óhætt að segja að kjósendur hafi hreinlega fleygt  Bjarna Benediktssyni for- manni Sjálfstæðisflokksins  í ræsið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR um vin- sældir forystufólks í stjórn- málum.

Samkvæmt könnunni bera Sjálf- stæðismenn sjálfir afgerandi lítið traust til síns formanns, gjörólíkt afstöðu kjósenda annarra flokka til þeirra forystumanna. Aðeins 14,6% allra kjósenda  segjast treysta Bjarna vel.

Ég óska Sjálfstæðismönnum til hamingju með Bjarna, þeir eiga hann svo sannarlega skilið.


mbl.is 58,6% treysta Ólafi Ragnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur litlu þúfunnar

Eflaust er Þór Saari, eðli máls samkvæmt, heillaður af máltækinu um litlu þúfuna og hlassið. Kannski dreymir hann um að verða litla þústin sem veltir stóra hlassinu um, einum metra frá endamarkinu.

Hvað gengur Þór eiginlega til með þessu frumhlaupi, vitandi að með því eyðileggur hann líklegast framgang stjórnarskrármálsins, sem hefur verið hans hjartans mál að eigin sögn?

Þetta gerir Þór öllum að óvörum korteri fyrir þinglok. Margir munu eflaust velta fyrir sér hvort Þór telji sig vera að skapa sér nafn í sögunni með þessum fíflalátum, eða hvort honum hafi hreinlega borist nægjanleg örvun frá „hagsmunaaðilum“ fyrir þennan greiða?  

En hvað sem veldur þessum kjánaskap Þórs Saari, verður hann í fyllingu tímans sennilega helst þekktur sem litla óþekkta þúfan sem vildi verða fræg en valt í staðin um eigin kjánaskap.


mbl.is Líf ríkisstjórnar hangir á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það ljóst....

....að mínu atkvæði verður ekki sóað á stjórnarflokkana í vor.

 


mbl.is Ekki ný stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.