Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Frábær fyrirsögn á Vísir.is
21.7.2011 | 18:59
Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átján og hálfrar milljón króna ímyndarauglýsing?
19.7.2011 | 12:48
Ekki ætla ég að gera lítið úr erfiðleikum og neyð fólks í Sómalíu og öðrum svæðum þar sem það hefur yfirgefið heimili sín, farið á vergang og sveltur.
En vert er að benda ríkisstjórn Íslands á, viti hún það ekki, að á Íslandi er líka fólk sem hrakist hefur frá heimilum sínum, m.a. fyrir tilverknað bankana og annarra glæpagengja. Hér er líka fólk sem sveltur, hálfu ef ekki heilu hungri. Hér eru líka langar biðraðir þurfandi fólks við hjálpastofnanir.
Ég ætla að vera svo eigingjarn og frekur að segja það fullum fetum að skylda stjórnvalda sé fyrst og fremst við eigin þegna. Þá fyrst, þegar neyð þeirra hefur verið sinnt, geta stjórnvöld snúið sér að fréttavænum og ímyndaraukandi verkefnum erlendis, en fyrr ekki.
![]() |
18,5 milljóna neyðaraðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Veit Erna af þessu?
19.7.2011 | 09:49
Það verður að vísu að gæta ýtrustu varfærni og sýna alúð því slæmar fréttir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir flöktandi sálir.
En við verðum að vona að Erna sjái ljósið og nái að lokum að brosa í gegnum tárin.
![]() |
Góð áhrif á ferðaþjónustuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Margt smátt gerir eitt stórt
13.7.2011 | 16:39
Það yljar manni um hjartaræturnar að sjá á þessari mynd björgunar- sveitar mann ganga um og gefa ökumönnum kaffi, sem bíða ferjunar yfir Múlakvísl.
Þetta framtak er ekki stórt í eðli sínu en samt risastórt framtak, sem léttir fólki lundina og biðina og lyftir sem slíkt grettistaki á svæðinu.
Það er þetta sem við viljum sjá en ekki einhverja græðgisúlfa sem vilja hagnast á neyð annarra.
Vorum við ekki búin að fá nóg af slíku?
![]() |
Umferð gengur greitt yfir Múlakvísl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Æ, æ!
13.7.2011 | 15:40
...og svo sem ekkert meira um það að segja!
![]() |
Hannes fær ekki bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Árni Johnsen mætir í brúarsmíðina og málið dautt
11.7.2011 | 15:11
Það var í hádegisfréttum útvarps viðtal við Árna Johnsen, hinn endurreista þingmann sunn- lendinga, sem hafði sínar hugmyndir um brúargerðina.
Ekki ætla ég að dæma um ágæti hugmyndar Árna. Hún er örugglega skoðunarverð, sem aðrar hugmyndir.
En Vegagerðin ætti hins vegar, ekki seinna en strax, að taka Árna í sína þjónustu, því fáir hafa meiri og víðtækari reynslu en Eyjajarlinn að viða að sér byggingarefni allskonar.
![]() |
Þess beðið að sjatni í ánni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Snúið á Skattmann
10.7.2011 | 11:40
Hér á landi er skattlagning eina leiðin til að fá fyrirtæki, sem stunda mengandi starfsemi, til að draga úr mengun og umgangast náttúruna af meiri nærgætni. Lagasetning ein dugir ekki, því þá setja atvinnurekendur upp sinn hundshaus og ganga að venju tregir, seint og illa að verki.
SA varðhundarnir munu auðvitað ærast, gelta og gjamma yfir öllum slíkum hugmyndum, því það hafa lengi verið trúarbrögð atvinnurekenda á Íslandi að versta hugsanlega meðferð fjár væri að greiða skatta. Þeir vilja frekar kasta hagnaði sínum út um gluggann, í einhverja þarfleysu og fyrirfram glataðar fjárfestingar, geti þeir með því sloppið við skatta.
Allt er betra en að greiða smáræði til samfélagsins. En geti þeir smeygt sér framhjá mengunarskattinum með mengunarvörnum gera þeir það, og það sem meira er, með ánægju.
Því fátt veitir SA rökkunum meiri fullnægju en sú tilfinning að hafa snúið á Skattmann.
![]() |
Skattleggja þá sem menga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð landkynning
9.7.2011 | 15:33
Svona uppákomur eru hreinn hvalreki fyrir land og þjóð sem landkynning. Þessir frönsku ferðalangar munu, þegar heim er komið, standa á öndinni þegar þeir lýsa ævintýrum sínum úr Íslandsferðinni.
Þó forsvarsmenn Íslenska ferðaiðnaðarins hafi grátið úr sér augun, æmt, skræmt, volað og veinað þegar Fimmvörðuhálsgosið, Æjafjalajógúltgosið og Grímsvatnagosið gengu yfir þá voru þessir atburðir einhver besta landkynning seinni ára.
Þessir viðburðir munu skila sér í stór auknum ferðamannastraumi til landsins, til lengri tíma litið, þó eitthvert bakslag kunni að hafa orðið rétt á meðan á mesta hamaganginum stóð.
Meðan á þessum eldgosum stóð voru þau og Ísland fyrsta frétt í öllum fréttum um heim allan, dögum saman. Að auki voru heilu þættirnir á erlendum sjónvarpsstöðvum lagðir undir umfjöllun um eldgosin. T.a.m. var mikið spáð í það hvernig ætti að bera fram nafnið Eyjafjallajökull.
Enginn landkynningarherferð getur toppað slíka umfjöllun, hversu vönduð og vel hún er unnin og miklu fé í hana varið. Ekkert auglýsir Ísland betur en landið sjálft og lífið í iðrum þess.
![]() |
Óvæntur endir á Íslandsferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er Sýsli hæfur fyrir sína húfu?
6.7.2011 | 17:17
Það er virðingarvert að byssumaðurinn á Stokkseyri skuli játa mistök sín og biða afsökunar á þeim og ætla að vinna úr sínu vandamáli.
Sýslumaður tók í sína vörslu öll skotvopn á veiðisafninu á Stokkseyri og ógilti skotvopnaleyfi mannsins og fór ekki seinna en strax fram á gæsluvarðhald og geðrannsókn á manninum.
Héraðsdómur synjaði hinsvegar, væntanlega af gildum ástæðum, beiðni Sýslumanns um gæsluvarðhald og geðrannsókn. Sýslumanni var svo brugðið yfir þeim úrskurði að hann boðaði þegar til samráðsfundar löggæslumanna á svæðinu, að sögn vegna almannahagsmuna.
Sama sýslumanni var ekki jafn umhugað um almannahagsmuni þegar hann lét barnaníðing valsa um sitt umdæmi í heilt ár, eftir að rannsókn á brotum hans hófst, án þess að gera neinar ráðstafanir til að verja og vernda börn fyrir þessum manni, þótt maðurinn hafi með eigin vídeóupptökum sannað sín viðbjóðslegu brot.
Sýsli hefur með snarpri framgöngu sinni í Stokkseyrarmálinu líklega ætlað sýna að hann væri maður aðgerða og hæfur undir sína húfu.
Sennilega afrekaði Sýsli ekki annað en að skjóta sig í hinn fótinn.
![]() |
Biðst fyrirgefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Er Geir drukkinn, úti að aka, eða hvorutveggja?
3.7.2011 | 15:20
Bankahrun varð víða um allan heim. En af hverju var enginn annar stjórnmálaleiðtogi dreginn fyrir dóm, spyr Geir í viðtalinu.
Svarið er að engum hefur svo mikið sem dottið slíkt í hug því bankahrunið var ekki verk einstakra pólitískra leiðtoga.
Segir Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem gerðist kaþólskari en páfinn í frjálshyggjunni og hannaði eftirlitslausa hrunkerfið Íslenska og gaf bankana til vildarvina og flokksgæðinga.
Í hvaða barnaævintýri lifir þessi maður?
![]() |
Þetta er pólitískur farsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)