Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Verum hress, ekkert stress
17.10.2010 | 23:56
Já rétt hjá Ögmundi, hér dugir ekkert óðagot, að öllu skal farið með gát í skipulagsbreytingum í löggæslu og dómsmálum og hugað að framtíðinni.
Rétt eins og Svandís elskan, sem ekki vill frekari virkjanir í dag heldur senda virkjunarkostina ónotaða inn í framtíðina, þá óttast ég að ætlunin sé að eiga ekkert við atvinnuleysið svo hægt sé að senda það ósnert og óskert inn í framtíðina.
Já hér dugir ekkert óðagot, tökum okkur tíma og bíðum eftir að framtíðin leysi fyrir okkur vanda dagsins í dag.
![]() |
Ögmundur: Ekkert óðagot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jafnréttishalli á Jafnréttisstofu.
17.10.2010 | 00:33
Það er sérstakt ánægjuefni að Jafnréttisstýran, Kristín Ástgeirs- dóttir, hafi keypt kynjagleraugu fyrir alla sjö starfsmenn Jafnréttisstofu.
Það gæti orðið til þess að Jafnréttisstýran, og undirkonur hennar og menn, sjái að það hallar verulega á jafnrétti kynjanna á Jafnréttisstofu á Akureyri, því þar starfa 5 konur og 2 karlar.
En okkur er sagt að á meðan halli á karla sé kynjamisréttið í góðu lagi, því þá sé hallinn jákvæður og hið besta mál.
![]() |
Kynjagleraugun sett upp nyrðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tær snilld.
16.10.2010 | 21:45
Atvinnustefna VG á Suðurnesjum er einhver framsæknasta atvinnustefna sem sést hefur í áratugi. Það er gríðarlega framsækið og atvinnuskapandi að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á milli staða.
Það undarlegasta við þessa tæru og einföldu snilld er að enginn skuli hafa fyrr komið auga á jafn einfalda og byltingarkennda lausn á atvinnuleysinu.
Hugvits- og mannvitsbrekkunum í VG verður seint fullþakkað framsýni þeirra, eljusemi og forysta í atvinnumálum Íslendinga á þessum síðustu og verstu tímum.
En í þessu eins og svo mörgu öðru er hætt við að vanþakklæti verði heimsins laun.
![]() |
Vilja fangelsi á Suðurnesin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað þarf að skerða marga öryrkja til borga eina borðaklippingu?
16.10.2010 | 06:35
Væri ekki ráð í svona tilfellum að samgönguráðherra og vegamálastjóri hittust frekar í ráðuneytinu þar sem þeir gætu tekist í hendur, klippt á borða, skipst á munnvatni eða hvað eina sem nauðsynlegt er að gera svo akstur geti hafist um veginn.
Þá þyrfti ekki að stefna upp á heiði, í sudda og súld, liði fólks, setja upp hljóðkerfi og annað tilstand til þess eins að ráðherrann geti hlustað á sína eigin rödd óma um grundirnar og þakka með hástemmdum orðum sjálfum sér fyrir áræðið , kraftinn og dugnaðinn við veginn, sem lagður var með svita og peningum annarra.
Það vekur athygli að fyrrverandi samgönguráðherrar voru ekki viðstaddir að þessu sinni og óvíst hvað veldur. Ólíklegt er að niðurskurður sé valdur að fjarveru þeirra, því sparnaður og ráðdeild þekkst ekki hjá hinu opinbera þegar kemur að ráðherrasnobbi og öðru fíneríi og ekki líklegt að það gerist meðan hægt er að kreista aur út úr sjúkum og öðrum vesalingum sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér.
![]() |
Lyngdalsheiðarvegur opnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Litla stóra skrökusagan
15.10.2010 | 16:51
Ég sé á bloggunum um þessa frétt, hér á undan, að menn stökkva á þessa frásögn og láta eins og þeir hafi himinn höndum tekið.
Mér finnst þessi saga afskaplega ótrúverðug, svo ekki sé meira sagt. Ég kaupi það ekki rannsóknalögreglan viðhafi þau vinnubrögð að taka viðtöl eða stundi yfirheyrslur yfir grunuðum mönnum úti undir vegg eða á bílastæðum við verslunarmiðstöðvar.
![]() |
Yfirheyrður vegna Facebookfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sjálfsmorð möppudýrana
12.10.2010 | 21:20
Sjúkrahúsið á Blönduósi hefur sætt grimmilegum niðurskurði undanfarin ár og heimamenn gátu illa séð að lengra væri hægt að ganga í þá átt. Samt sem áður er enn höggvið í sama knérunn og boðaður, ekki bara samdráttur, heldur beinlínis blóðug slátrun á starfsemi sjúkrahússins.
Íbúar A-Húnavatnssýslu fyllast skelfingu við þessi tíðindi, sjá veröld sína hrynja , því skilaboðin að sunnan verða vart skýrari, þau eru að fólk á þjónustusvæði sjúkrahússins sé ekki þess vert að fá mannsæmandi heilbrigðisþjónustu.
En skilaboðin eru líka skýr að því leiti að engin afsláttur er boðaður af sköttum og gjöldum sem landsbyggðin greiðir til samfélagsins. Framlag landsbyggðarinnar verður áfram, og nú sem aldrei fyrr, vel þegið í samfélagshítina fyrir sunnan.
Það er ljóst í mínum huga að höfuðborgarmöppudýr hafa samið þessa aðför að landsbyggðinni, þeirri sömu og hefur haldið í þeim lífinu. Möppudýrin eru orðin svo veruleikafirrt að þau vita ekki hvaðan lífsbjörgin kemur, þó fullreynt ætti að vera að hún komi ekki úr pappírsviðskiptum í Reykjavík.
Sennilega munu möppudýrin í Reykjavík ekki vita það fyrr en of seint að slátrun landsbyggðarinnar sé þeirra eigin útför.
Mig varðar ekkert um það hvað pólitíkin heitir, þeir sem þetta ætla að gera skulu hundar heita.
![]() |
Einhugur á Blönduósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ætlar Þorgerður að gera sig gilda á ný?
11.10.2010 | 22:21
Hin kaþólska Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði á St. Jósefsspítala og telur hann ótækan með öllu, enda hvorki meira né minna en heilir 10 km í næsta spítala.
Þorgerður hefur ekki lagst gegn niðurskurði á spítölum úti á landi. Eðlilega finnst henni niðurskurður og lokun úti á landi nærtækari enda víðast aðeins 100 til 150 kílómetrar á milli spítala þar og því lítið mál þó einhverjum þeirra sé lokað og vegalengdin tvöfölduð sem keyra þarf með sængurkonur, sjúka og slasaða.
Það var aldeilis fengur að fá kerlinguna aftur inn á þing.
![]() |
Þorgerður Katrín óskar eftir fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dularfullur dauðdagi þjóðar?
10.10.2010 | 14:17
Það getur greinilega borgað sig að vera dauður, það fékk þessi Indverska kona, sem týndi vegabréfinu sínu, að reyna. Hún varð af þeim sökum að dúsa á flugvellinum í Muscat í Óman í fjóra daga í reiðileysi. Það var ekki fyrr en hún gaf upp andann sem yfirvöld sáu ástæðu til að gera eitthvað í hennar málum. Þá stóð ekki á því að hjálpa henni að komast til síns heima, þó ekkert væri vegabréfið.
Þetta minnir á ástandið á Íslandi, í það minnsta virðist ríkja fullkomið áhugaleysi stjórnvalda um nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað í þessu landi.
Það getur svo sem verið markmið í sjálfu sér.
![]() |
Dularfullur dauðdagi á flugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Upp með buxurnar, sýnið smá manndóm
8.10.2010 | 10:48
Þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar er sóun á bæði tíma og fjármunum. Vilji þjóðarinnar er ljós, hann þarf ekkert að kanna frekar.
Það fjarar ört undan ríkisstjórninni þessa dagana. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í mestalagi nokkrar vikur að hrinda í framkvæmd stefnu sinni og kosninga loforði að stokka upp fiskveiði- og kvótakerfið.
Það er vaxandi krafa í þjóðfélaginu að boðað verði til Alþingiskosninga. Allar líkur eru á því að þá komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda, hann hefur minna en engan áhuga á að breyta núverandi gjafakvótakerfi, þó fyrir lægi afdráttarlaus vilji þjóðarinnar til uppstokkunar.
Ef það er raunverulegur vilji þessara níu þingmanna Samfylkingarinnar að umbylta núverandi fiskveiðikerfi þá er tækifærið núna, það kann að vera endanlega úr sögunni komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda til að festa það enn frekar í sessi. Hífið upp um ykkur buxurnar og komið ykkur að verki, sýnið smá manndóm, hættið þessari ákvarðanafælni og undanslætti.
![]() |
Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lítið leggst fyrir kappann
7.10.2010 | 21:11
Muna ekki allir hvað Geir Haarde sagði í viðtölum eftir að Alþingi ákvað að ákæra hann fyrir Landsdómi? Jú það muna örugglega allir, því ekki vantaði kokhreystina, Geir sagðist fagna ákærunni og svo var að skilja að hann gæti varla beðið eftir því að geta sannað sakleysi sitt fyrir Landsdómi.
Nú reynir þessi sami glaði, kokhrausti og sigurvissi gorGeir að láta lögmann sinn eyðileggja málsóknina, sem hann fagnaði svo mjög, vegna formsatriða.
Lítið leggst fyrir kappann að formsatriði skuli honum til bjargar verða.
![]() |
Málshöfðun gegn Geir sé marklaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)