Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Ljóshraðakenning Einsteins...
24.2.2012 | 22:10
...mun falla, í fyllingu tímans, eins og allar aðrar hámarkskenningar.
Allir vita að hámark hraðans, uns annað verður sannað, er þegar hommi serðir sjálfan sig, á hlaupum umhverfis ljósastaur. Aðgerð sem krefst mun meiri hraða en ljóshraða.
Ljóshraðakenning Einsteins heldur líklega gildi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mistökin eru til að læra af þeim
22.11.2011 | 22:51
Þetta Marsfar er örugglega betur hugsað og hannað en nokkrir forverar þess, sem fyrirfórust fyrir alger aulamistök, sem ætla mætti að fyrirfyndust ekki í milljarða verkefnum sem þessum.
T.d. eyðilagðist eitt Marsfarið á lokametrunum vegna þess að hluti tölvukerfis geimfarsins, en það var smíðað af mörgum aðilum, vann út frá metrakerfinu, en aðrir hlutar tölvukerfisins út frá tommumálinu. Þegar þessi kerfi áttu svo að vinna saman í lendingunni, fór auðvitað allt í steik og farið brotlenti!!
Þetta eru sennilega dýrustu aulamistökin í allri geimferðasögunni. Þau verða örugglega aldrei gerð aftur.
Tæknilegasta könnunarfar NASA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Undarlegt smástirni
3.11.2011 | 20:32
Myndin sem fylgir þessari frétt er fráleitt af loftsteini (smástirni) heldur líkist þetta mest geimþoku sem myndast hefur eftir dramatísk ævilok sprengistjörnu (super novu).
2005 YU55 heimsækir jörðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bátur á Blautalóni
9.8.2011 | 17:42
Ég hefði viljað sjá þennan einstaka atburð þegar bíllinn breyttist í bát.
Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem bíll sekkur í vatn og upp kemur bátur.
Langferðabíllinn kominn á þurrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Algerlega óskiljanlegt
5.8.2011 | 15:51
Líkum má að því leiða að þarna hafi verið á ferð ofþroskaðir dýraverndarsinnar, sem ætluðu auðvitað aðeins að klappa bangsa og gæla aðeins við hann í mestu vinsemd.
Bangsi hefur misskilið illa góða og hugljúfa ætlan fólksins og talið þau vera illgjarna veiðimenn sem ekkert gott hefðu í huga. Fráleitt er að bangsi hafi tekið feil á þessu góða fólki og heitri og safaríkri máltíð.
Óþarfi er að ofþroskaðir dýraverndarsinnar láti þennan atburð hagga þeirri bjargföstu skoðun sinni að ísbirnir séu mestu meinleysisgrey, sé rétt að þeim farið.
Það þarf aðeins að bæta tjáskiptin milli manna og ísbjarna svo þetta endurtaki sig ekki.
Lést eftir eftir árás ísbjarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki best að fá Kötlugosið sem fyrst?
9.7.2011 | 11:31
Gos í Kötlu er óhjá- kvæmilegt, það er aðeins spurning um tíma, það kemur hvort sem það gerist á næstu dögum eða árum. Það væri raunar best fyrir alla að það kæmi fyrr en síðar.
Katla kerling bíður sér ekki til batnaðar, hætt er við að því lengur sem hún nær að safna í sarpinn því illvígari verði hún þegar hún loks rumskar.
Hennar fótaferðatími er í raun löngu kominn.
Ekki er ólíklegt að þegar vatnið og þungi þess er farin úr kötlunum, þá dugi það til að vekja kerlinguna, vonandi vaknar hún ekki við vondan draum.
Engin merki um gos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Hvar er næsta skjól að finna?
28.6.2011 | 13:38
Af fréttinni má ráða að áhöfn geimstöðvarinnar hafi í ofboði forðað sér frá borði. Hvert fór áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar þegar hún flúði stöðina?
Hlupu þeir kannski í skjól bak við næsta klett eða leituðu þeir athvarfs í næsta helli meðan ruslið fór hjá?
Flótti frá geimstöðinni hefur auðvitað, eðli máls samkvæmt, ekki verið valkostur, heldur hafa menn rýmt þann hluta stöðvarinnar sem var í mestri hættu og fært sig yfir í öruggari hluta hennar.
Svo er ekki orð um það í fréttinni hvort skemmdir hafi orðið á stöðinni og áhöfnin, er hún enn í felum?
Er ekki gerð sú krafa á mbl.is að blaðamenn skilji sjálfir það sem þeir skrifa?
Geimstöð rýmd vegna hættu á árekstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Goslok?
25.5.2011 | 10:47
Gosið virðist hafa fjarað út án þess að það leiddi til þeirra risa hamfara sem bloggari einn boðar, með hundrað færslum eða svo, í hvert skipti sem jörð ropar á Íslandi. Þau boðuðu móðuharðindi verða víst að bíða.
Vonandi er þessu gosi lokið, þetta var meira en nóg í bili, þótt engar risa hamfarir hafi orðið eða heimsendir, sem hefur samkvæmt nýjustu fréttum verið frestað til 21. október.
Flugvél Gæslunnar fer yfir Grímsvötn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðfesting óskast
13.4.2011 | 15:40
Ég neita að trúa þessu fyrr en okkar besti maður á þessu sviði, Jón Valur Jensson, hefur staðfest þetta.
Sagan segir líka að krossfestinganaglarnir hafi verið keyptir hjá Jóni Friðgeir í Bolungarvík, en ólíklegt að þeir hafi enst svona lengi þótt þeir hafi að upplagi verið óvenju góðir og traustir.
Segist hafa fundið krossfestingarnaglana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert er nýtt undir sólinni
11.3.2011 | 21:17
Ekkert óvenjulegt og nánast ekkert, sem ekki hefur gerst margsinnis áður, gerðist í jarðskjálftanum mikla í Japan í dag. Svona skjálftar hafa í gegnum tíðina riðið yfir með reglubundnu millibili á þessu misgengi og öðrum slíkum sama eðlis.
Flóðbylgjur fylgja yfirleitt í kjölfar skjálfta á misgengjum af þessari gerð, vegna eðlis þeirra og upptaka. Til að merkja er hið alþjóðlega orð fyrir flóðbylgju, tsunami, komið úr japanskri tungu.
Jarðskjálftar eru síst algengari í nútímanum eða fyrir 100, 200, 400 eða 1000 árum. Fréttir eru aðeins skilvirkari nú á tímum, smá titringur hér og þar í heiminum berst samstundis inn á borð okkar í dag, sem ekki var áður. Heimildir um skjálfta fyrir okkar minni eru ansi gloppóttar og því meir sem lengra aftur er farið.
Við fyrstu skoðun virðist sem tíðni jarðskjálfta sé stöðugt að aukast í heiminum og tjón af þeirra völdum fari vaxandi. Í þeirri tilfinningu er falin ákveðin blekking. Þjóðfélagsþróunin hefur verið á sama veg um allan heim, borgir stækka og þéttbýli eykst, sem býður eðlilega upp á meira tjón bæði á fólki og mannvirkjum en áður þekktist, ríði jarðskjálftar yfir á þéttbyggðum svæðum.
Svona skjálftar halda áfram að ríða yfir svo lengi sem líf leynist í iðrum Jarðar, hvort sem mannkynið verður til staðar eða ekki til að fylgjast með því í fréttum eða á eigin skinni.
Annar skjálfti í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)