Færsluflokkur: Löggæsla
Misstum við af einhverju?
30.7.2016 | 12:31
Hvað eru fréttir fyrst núna að berast af þessari nauðgun, rúmri viku seinna? Hljóta þær hljómsveitir, sem spila á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum að spyrja.
Hljómsveitarmeðlimirnir hljóta að ærast, fara af hjörunum og leggja í framhaldinu niður hljóðfærin í mótmælaskyni. Það er auðvitað ótækt að þeirra mati, að þeir og almenningur hafi verið í rúma viku sviptur beinum, víðtækum og æsandi fréttaflutningi af misþyrmingu og niðurlægingu konunnar.
Vonandi bíða hljómsveitarmeðlimirnir ekki skaða á sálinni að hafa orðið að bíða eftir kræsingunum í heila viku.
Þessi frétt hefði annars að skaðlausu mátt bíða enn um sinn. Það er auðvitað sálarheill fórnarlambsins og rannsóknar hagsmunir sem skipta meira máli en fréttafíkn almennings og þörf þeirra sem eru tilbúnir að nota þjáningar annarra til að gera sig breiða.
Grunaður um nauðgun og hrottalegt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bankabræður í vanda
10.1.2016 | 21:51
Það er greinilegt að frjálsræðið á Kvíabryggju hentar ekki jafn öguðum mönnum og þeim Bankabræðrum Magga , Óla og Sigga, enda kvarta þeir sáran yfir öllu frelsinu og agaleysinu sem því fylgir.
Páll Winkel fangelsisstjóri hlýtur að taka umkvörtun þeirra alvarlega og láta flytja þá á Litlahraun. Þar eru minni líkur á að ofdekrað verði jafn gróflega gegn persónufrelsi og einkalífi dáðadrengjanna.
Kvartað undan fangelsismálastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Krabbamein í lögreglunni
8.1.2016 | 17:16
Ég hef fram að þessu borið, eins og eflaust langflestir, fullt traust til lögreglunnar og viljað trúa því að spilling innan hennar væri lítil sem engin.
En nú hafa borist fréttir um alvarlegan heilsufarsvanda lögreglunnar, sem verulega veikja þá trú. Spurningar hrannast upp hjá almenningi, spurningum sem verður að svara á sannfærandi hátt og af fullkominni einlægni og með viðeigandi eftirfylgni.
Ekkert annað getur bjargað trúverðugleika lögreglunnar, sem verður að vera hafin yfir allan vafa.
Lögreglan er sjúk, krabbamein hefur greinst í líkama hennar. Krabbamein hefur þann leiða ókost að vera banvænt, sé ekkert að gert. Eina þekkta lækningin er að eyða meininu, fjarlægja það, til bjargar sjúklingnum.
Engum dettur í hug að hægt sé að lækna krabbamein með því að færa það til. Nema þá ef vera kynni yfirmönnum í lögreglunni, ef fréttir reynast réttar.
Þeir virðast hafa talið nægjanlegt að færa meinsemdina til, þ.e.a.s. ef yfir höfuð var eitthvert mark tekið á ábendingum þar að lútandi og öðrum sjúkdómseinkennum. Forvitnilegt væri að sjá og heyra rökstuðninginn fyrir því.
Yfirmenn sem ábyrgð bera á viðgangi sjúkdómsins eiga að axla sín skinn, hvort sem yfirsjón þeirra var vísvitandi framin eða af glópsku viðtekinnar venju. Tilfærslur innan lögreglunnar virðist hafa verið eina meðalið í bókinni, brygðust menn starfsskyldum sínum.
Slík lausn kann að eiga við þurfi að höggva á samskiptavanda manna á milli en í jafn alvarlegu máli sem hér um ræðir dugar slíkt engan veginn. Það hljóta allir að sjá.
Rannsaka þarf þátt allra sem áttu þátt í því að færa krabbameinið til í stað þess að ráðast að rótum þess og uppræta það. Ábyrgðin er allra yfirmanna, sem málið varða, frá þeim lægsta til hins hæsta og þá ekki hvað síst þess hæsta, hans ábyrgð er jú mest, mætti ætla.
Hvaða embætti ætli henti þeim hæsta þurfi hann á bráðatilfærslu í starfi að halda?
Jú mikið rétt er ekki húsvarðarstaðan á Bessastöðum að losna í sumar?
Fær gögnin eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óheillaskref
26.11.2015 | 20:57
Hvað sem hver segir, þá er með þeirrri ákvörðun að hafa handvopn í lögreglubílum stigið risa skref í átt að almennum vopnaburði lögreglunnar.
Sú yfirlýsing að eitthvert öryggi sé fólgið í því að vopnin séu geymd í læstum vopnakassa í lögreglubílunum, heldur ekki vatni.
Þó ákvörðunin um notkun vopnanna verði að forminu til hjá yfirmanni á stöðinni, þá verður hans mat ekki byggt á öðru en lýsingum lögreglumannsins á vettvangi, sem fýsir að beita vopnum.
Þarf ekki aðkomu Alþingis að svona ákvörðun?
Ekki vopnuð við dagleg störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stálu þeir brauði úr Bónus?
12.2.2015 | 17:10
Greinilegt er að dómskerfið lítur brot bankabófanna mjög alvarlegum augum! Enda er dómurinn yfir þessum ofurkrimmum, forvígismönnum græðginnar og ábyrgðamönnum hrunsins á svipuðu róli og dómar sem felldir hafa verið yfir útigangsmönnum fyrir að hnupla brauði úr Bónus, til að seðja sárasta hungrið.
Kaupþingsmenn sakfelldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Auðvitað....
12.1.2015 | 19:44
....eru hríðskotabyssurnar enn í landinu. Það stóð aldrei til að flytja þær utan.
Aðeins er beðið eftir að málið rykfalli nægjanlega áður en þeim verður laumað í vopnabúr valdhafanna.
Vélbyssurnar eru enn í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stormur í vatnsglasi?
2.11.2014 | 14:28
Nei, þetta byssumál á Þórshöfn fer ekki mikið yfir það að vera gola í fingurbjörg, en blásið út til réttlætingar almennum byssuburði lögreglunnar.
Sem, N.B., enginn hagsmunaaðili virðist þó vilja segja hreint út að sé hans skoðun.
Byssumaðurinn laus úr haldi lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Reykvíkingar fá góðan lögreglustjóra en það sama verður ekki sagt um Suðurnesjamenn
24.7.2014 | 16:46
Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður næsti lögreglustjóri í Reykjavík. Mér líst vel þessa kraftmiklu konu í það embætti. Slæmt er hinsvegar að missa hana héðan af Suðurnesjum.
Því miður verður Ólafur Helgi Kjartansson, hinn mistæki sýslumaður á Selfossi, arftaki hennar sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Það eru slæm skipti, afleit raunar, vægt til orða tekið. En brotthvarfi hans frá Selfossi verður trúlega vel fagnað þar og um Suðurland allt, trúi ég.
Þetta er svartur dagur á Suðurnesjum, sem hafa misst það besta en fengið það versta.
Áhersla lögð á kynferðisbrotamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Morð var framið - ákært fyrir manndráp af gáleysi
12.12.2013 | 12:26
"Fram kemur í ákærunni að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. - Afleiðingarnar voru árekstur við bíl sem kom úr gagnstæðri átt".
Sú dauðadrukkna ók sem sagt án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður. Hvað ætli ákæruvaldið telji að sé hæfileg aðgæsla og heppilegur ökuhraði hjá ökumanni með 2,7 prómill alkahóls í blóðinu?
Sú ónotalega tilfinning vaknar að ákæruvaldið meti hluta sakarinnar hjá ökumanni bifreiðarinnar sem á móti komi, að unga konan hafi ekki átt að vera að þvælast fyrir fullu fólki á þjóðveginum.
Það er eins og ákæruvaldið hafi leitað logandi ljósi að afsökun til að milda ákæruna sem mest. Svo ákærir það morðingjann fyrir manndráp af gáleysi og bítur svo höfuðið af skömminni með því að rétt gogga í refsirammann.
Ákæran hlýtur að vera sem hnefahögg í andlit aðstandenda ungu stúlkunnar sem beið bana. Öllu sómakæru fólki er framganga ákæruvaldsins mikið áfall.
Ákærð fyrir manndráp af gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Á svo að stíga næsta skref?
2.12.2013 | 16:13
Talsmenn vopnaðar lögreglu hljóta að telja þennan hörmungaratburð vera mikilvægan áfangasigur að því markmiði sínu að vopna lögregluna.
Ég held að hugur ríkislögreglustjórans ætti ekki hvað síst að vera hjá lögreglumanninum sem skaut banaskotinu og vonandi fær hann alla þá aðstoð og hjálp sem hann mun klárlega þurfa á að halda á næstu vikum og mánuðum.
Notuðu 9mm skotvopn við aðgerðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)