Færsluflokkur: Löggæsla

Leikaraskapur

Þetta er eflaust enn eitt sjónarspil ofbeldisseggsins Barkar Birgissonar og sannar, enn og aftur, að þegar í harðbakkann slær fellur gerviharkan og  tær aumingjaskapurinn og hugleysið opinberast.

Börkur er vesæl kveif sem getur ekki horfst í augu við gjörðir sínar og reynir allt hvað hann getur að forðast afleiðingar þeirra.


mbl.is Börkur fluttur í sjúkrabíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of flókið fyrir mig

Tveir Íslendingar, sem sitja af sér fíkniefnadóm í fangelsi í Danmörku, hafa verið handteknir og krefst  lögreglan þess að dómari úrskurði þá báða í gæsluvarðhald!

Það hljómar undarlega að menn, sem þegar sitja í grjótinu, séu „handteknir“ formlega og farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim þegar þeir eru, af augljósum ástæðum, ekki á förum eitt eða neitt næstu mánuðina.

Ja formlegt skal það vera.

 
mbl.is Handteknir í dönsku fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður strokukrimminn 14. jólasveininn?

Löggjöf okkar virðist svo galin að afleiðing af stroki Matthíasar Mána verður vart annað en kertum skreytt terta á Hrauninu með áletruninni „velkomin heim“ þegar til hans næst og hann verið færður aftur til síns heima.

Á Íslandi hefur það nákvæmlega engar afleiðingar að strjúka úr fangelsi, það telst ekki til afbrota og hefur engin áhrif á refsivist viðkomandi.

Þetta er ekki það eina sem er galið, menn eru víst farnir að senda út skilaboð til krimmans og höfða hans "betri manns" að gefa sig fram því ættingjar hans megi ekki til þess hugsa að hann eyði jólunum einn og vinalaus! Það er hreint út sagt óbærileg hugsun öllu rétthugsandi fólki að þessi mannvinur fari á mis við hlýju og kærleika jólanna.

Þessi "maður" á nákvæmlega enga samúð eða skilning skilið. Hann hefur af fullum ásetningi hótað konu lífláti, konu sem hefur í angist sinni yfir frelsi hans ekki séð sér annað fært en að flýja land af ótta við þetta afstyrmi.

Samt hafa sumir lagst svo lágt að gera þetta afstyrmi nánast að hetju á blogginu, af ástæðu sem sálfræðingar framtíðarinnar munu eflaust velta fyrir sér.

Ég sé að sá sem af mestri tilfinningasemi gekk fram, af einhverri óútskýrðri andúð í garð fangelsismálastjóra, hefur núna fjarlægt sín skrif, en eftir situr hans skömm.

Rimlaskellir heitir jólasveininn fjórtándi, fáir vilja hans heimsókna njóta.


mbl.is Ekkert útilokað nema Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlömb hvað?

GGlogoNeedlesÞað er strax byrjað að væla hér heima, aumingja saklausu stúlkurnar að lenda í þessu! Fórnarlömb glæpamanna! Það verður að bjarga þeim heim!

Auðvitað vissu þær báðar frá upphafi hvað á spýtunni hékk, eða máttu vita.

Blessunarlega náðu þessi efni ekki þangað sem þeim var ætlað að fara, í æðar annarra ungmenna - segi ég nú bara.

 
mbl.is Hvattar til að vera samvinnuþýðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt leiftur frá liðinni tíð

Allir, sem eru komnir á minn aldur, muna eftir „vegalöggunni“ sem var „að sunnan“ og því talin hálfgerð aðskotadýr á landsbyggðinni og af mörgum litin hornauga.

Það fennir ótrúlega fljótt yfir liðna tíð. Ég var nánast búinn að gleyma þvílík hörmung vegakerfi landsins var á þessum tíma.

Gott framtak hjá lögreglunni, takk fyrir.

  


mbl.is Skyggnst inn í horfinn tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju dansa glæpa limirnir, ef ekki höfðinu?

Tarfurinn, Víðir Þorgeirsson, foringi glæpasamtakana Outlaws er laus úr haldi eftir að dómari hafnaði kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald.

tarfurinnÞað hlýtur að vekja upp spurningar, eftir stórtækar aðgerðir lögreglu gegn glæpasamtökunum, hvar eiturlyf, gambri, landi, eimingartæki, vopn og hvaðeina var haldlagt, að foringja glæpamannanna skuli sleppt að skipun dómara og hann þannig, ekki talinn tengjast málinu!

Ekki er forysta Tarfsins og stjórn og tök hans á glæpasamtökunum Outlows upp á marga fiska dansi glæpalimirnir eftir einhverju öðru en hans fyrirmælum.

Var dómaranum hótað? Það væri hrein afneitun að afskrifa það. Það er staðreynd að lögreglumönnum hefur verið hótað því að þeir og fjölskyldur þeirra væru ekki óhultar færu þeir fram í ákveðnum málum. Það væri barnalegt að ætla að glæpamenn, sem einskis svífast, beiti sér ekki með sama hætti gegn öðrum starfsmönnum réttarkerfisins.

Íslenskir glæpamenn eru því miður ekki lengur neinar dúkkulísur, þeir eru orðnir alvöru, ef svo hallærislega má að orði komast.

Viðauki:

Frá því var greint í hádegisfréttum RUV að lögreglan hafi haft fyrir því áræðanlegar heimildir að glæpasamtökin Outlows hafi verið að undirbúa innrásir á heimili lögreglumanna til að beita þá og fjölskyldur þeirra ofbeldi í þeirra óþjóðfélagslega og glæpsamlega tilgangi.

Málið er litið grafalvarlegum augum, eðlilega, en ekki allstaðar greinilega.

Þetta styður, frekar en hitt, að dómaranum sem sleppti Tarfinum úr haldi hafi hreinlega ekki verið sjálfrátt! 


mbl.is Kröfu um gæsluvarðhald hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygamerðir

Reynt var að smygla merði inn í landið á Seyðisfirði fyrir hálfum mánuði eða svo. Sú tilraun endaði eðlilega með aftöku marðarins, lögum samkvæmt.

Flest bendir til þess að tveir lyga merðir, Ítalskrar ættar ásamt tveim ungum séu á faraldsfótum sínum um landið, breiðandi út lygar og gróusögur, hvar sem þeir drepa niður fótum, eins og slíkra mun háttur.

Fróðlegt verður að sjá hvernig lögreglan og tollgæslan tekur á þessum skaðræðis lygamörðum, sem hafa af meinsemi sinni skapað stríðsástand við annars friðsælan Húnaflóann og hvort litið verði, við lausn málsins, til fordæmisins frá Seyðisfirði?


mbl.is Búið að finna Ítalina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömmi, enn og aftur á villigötum, eins og vænta mátti

ömmi2Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra sannar enn og aftur hve alvarlega honum eru mislagðar hendur í nánast öllu sem upp í lúkurnar á honum kemur.  Ögmundur er manna naskastur að þefa uppi afturenda allra mála.

Að ætla að íhuga, hvað þá að framkvæma, þá hug- mynd að vopnaburður verði tekinn upp í ein- hverjum mæli innan lögreglunnar er alvarlegur dómgreindarskortur og er í raun risa skref í átt til almenns vopnaburðar lögreglunnar.

  


mbl.is Til í að skoða aukinn vopnaburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíufélögin sýknuð, því of margir rannsökuðu glæpinn

Þessi niðurstaða Héraðsdóms er með ólíkindum. Dómurinn lýsir olíufélögin sek um verðsamráð en sýknar þau samt.

Forsendan sem dómurinn gefur sér fyrir þessari fráleitu niðurstöðu er að lögreglan hafi verið að rannsaka glæpi olíufélaganna á sama tíma og Samkeppnisráð. Dómurinn telur það brot á réttindum glæpamanna að tveir aðilar rannsaki sama glæpinn.

Glæpurinn var því að mati dómsins of rannsakaður, rannsóknir á glæpum eiga vera einfaldar og fámennar á Íslandi til að ganga ekki um of á réttindi glæpamanna.

Niðurstaða Héraðsdóms hljómar meira sem yfirlýsing frá LÍG -Landssamband Íslenskra Gangstera-  en dómi yfir félagsmönnum þeirra sömu samtaka. 

.

.

Er komin tími á húsbóndaskipti á Bessastöðum, eða ekki? Kíkið á könnunina hér til vinstri!


mbl.is Ríkið greiði olíufélögum til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skálmöld er gengin í garð

ameríski draumurinnÍ bandarískum glæpa-  bíómyndum kemur iðulega fram hræðsla manna um líf sitt, beri þeir vitni gegn glæpamönnum og samtökum þeirra.  Þetta lýsir eflaust Bandarískum veruleika á raunsannan hátt.

Þessi ómenning er greinilega líka orðinn íslenskur veruleiki, ef marka má réttarhöldin í þessu skotárásarmáli, nema hvað hér á landi er ekki enn farið að drepa vitnin. Það er eflaust stutt í það.

Skálmöld er gengin í garð á Íslandi, byssur og önnur vopn hafa verið tekin til daglegs brúks í undirheimum Íslands.

Það þarf aðgerðir gegn þessum glæpagengjum strax. Aðgerðir en ekki orðagjálfur og innistæðulausar yfirlýsingar innanríkisráðherra, sem sjálfur trúir ekki orði af því sem hann segir.


mbl.is Aðalvitni ber við minnisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband