Færsluflokkur: Samgöngur
Orsök strandsins augljós
8.9.2014 | 06:36
Erlenda skipið Akrafell siglir á fullri ferð fyrir þveran Reyðarfjörð og á land handan fjarðarins í stað þess að beygja inn fjörðinn. Ástæða strandsins er tæplega nokkur ráðgáta. Augljóst má vera að ekki var staðin vakt í brú skipsins með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Því fór sem fór.
Orsök strandsins enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Í dauðans hasti
22.12.2013 | 10:26
Fimm hreindýr drápust þegar ekið var á þau í mikilli þoku. Nið dimm þoka er ekki beinlínis kjöraðstæður fyrir hraðakstur, akstur á þeim hraða að dugi til að drepa fimm hreindýr.
Sumir virðast alltaf aka á sama hraða, sama hverjar aðstæðurnar eru, rétt eins og auglýstur hámarkshraði sé gildandi lágmarkshraði. Það er uggvænlegt tilfinning að aka eftir Reykjanesbrautinni, í hríðarmuggu og afar takmörkuðu skyggni, á þeim hraða sem hæfir aðstæðum, þegar bíllinn hendist skyndilega til, þegar þeir ökumenn sem valdið hafa taka framúr á hraða símskeytis.
Það er orðið langt síðan ég tók bílprófið en mig minnir að það standi í umferðarlögunum eitthvað á þá leið að aka beri eftir aðstæðum hverju sinni og ekki hraðar en svo að hægt sé að stöðva bifreiðina á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð er og hindrunarlaus framundan.
En sú regla er auðvitað aðeins fyrir þá sem eru ekki að flýta sér.
Fimm hreindýr drápust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Með fullri virðingu við ábúendur á Þorvaldseyri þá er ólíklegt að allir flugfarþegar sem um Keflavíkurflugvöll fara eigi einungis erindi á Skóga og nágreni, þótt áhugaverðir staðir séu.
Ef þannig háttaði væri hreinlega ódýrara að flytja Skóga og nágrenni í heilu lagi vestur á Miðnesheiði. Ferðamenn gætu horfið af landi brott strax að loknum stuttum hring um safnið og repjuakrana og þyrftu þá ekki að sóa fé og tíma í óþarfa ferðalög um landið, sem enginn hefur áhuga á að sjá.
Hvers eiga ferðamenn að gjalda, sem koma með skemmtiferðaskipum til landsins, eiga þeir áfram að hossast frá Reykjavík eftir vegunum austur í repjuna. Þarf þá ekki líka stórskipahöfn í repjuakurinn? En auðvitað eru menn lítillátir, ætla sér ekki um of og taka bara eitt fyrir í einu.
En kannski eru repjubændur austur þar komir í samstarf við flugvallarvitringana í Reykjavík að á Skógasandi og hvergi annarstaðar sé framtíðarflugvallarstæði Reykjavíkur! Ef þannig er í pottinn búið, verður fljótlega mjög stutt til Reykjavíkur.
Er þetta ekki fullmikil "2007" hugsun á þessum tímapunkti?
Vill fá flugvöll í Skógum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef þetta er framtíðin hjá Benz...
17.11.2012 | 13:57
...verður framtíðin á þeim bænum lítið fyrir augað.
Þetta er afspyrnu ljótur bíll, sem verður að teljast alger nýung hvað Benz varðar.
Framtíðarjeppi Mercedes Benz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ólíkt höfumst við að
15.10.2012 | 18:08
Í Indónesíu hefur flugmaður verið rekinn fyrir þau mistök að lenda flugvél sinni á röngum flugvelli, 12 kílómetrum frá réttum flugvelli og áfangastað farþeganna.
Íslendingar skilja tæplega þessa hörku því hér virðist hópur fólks ekki hafa neitt betra að gera en berjast fyrir því að flugvöllur Reykjavíkur verði færður 50 km frá núverandi staðsetningu og aðal áfangastað farþegana.
Enginn talar um að reka þetta óþjóðholla lið, þess í stað er það hafnið upp til skýjanna af fjölmiðlum og misvitrum pólitíkusum fyrir visku sína og vit.
Það er margt skrítið í kýrhausnum.
Lenti á vitlausum flugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hjálpum þeim, hjálpum þeim!
21.6.2012 | 12:16
Er ekki lausnin á þessu skemmtilega vandamáli, og fleiri vandamálum sem þessum mönnum fylgja, hreinlega sú að láta þeim takast að smygla sér til Ameríku og slá þannig margar flugur í einu höggi?
Sami hópur ítrekað staðinn að verki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eðalbílar Íslands
4.3.2012 | 13:19
Eru íslenskir leigubílar orðnir það flottir og ökumenn þeirra svo pjattaðir og fínir með sig að farþegar megi ekki taka með sér farangur í bílana? Þarf að panta sendibíl undir farangurinn?
Ökumenn leigubíla eru, sam- kvæmt minni reynslu, sérlund- uðustu og þvermóðskufyllstu þjónustuaðilar landsins og gersamlega gersneyddir þeirri þjónustulund sem starfið krefst. Þegar sest er upp í leigubíl er mætti oft ætla af viðmótinu að leigubíllinn sé ekki fyrir þig, heldur að þú sért fyrir hann.
Undantekningar frá þessu eru vissulega til en þær eru afar sjaldséðar.
Fékk ekki að vera með skóflu í leigubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jákvætt / neikvætt
17.10.2011 | 07:46
Hvort ætli það teljist gott eða slæmt fyrir Iceland Express, að erlend flugfélög hagi sér nákvæmlega eins og það gerviflugfélag?
Reiðir farþegar á Gatwick | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...og fréttin er?
25.9.2011 | 11:35
Látið okkur heldur vita þegar flugvél IE fer í loftið á áætlun og án óþæginda fyrir farþega, það væri frétt!
Töf á brottför flugvélar IE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flutningurinn á höfuðstöðvum félagsins mun taka stuttan tíma úr því félagið þarf ekki að reiða sig á eigin áætlun við flutninginn.
Afgreiðslan í höfuðstöðvunum félagsins má örugglega verða töluvert hæg, meðan á flutningunum stendur, áður en það fer að seinka áætlunum flugvéla félagsins umfram normið.
Iceland Express flytur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |