Færsluflokkur: Menning og listir
Til hamingju Grindvíkingar
27.4.2012 | 22:21
Það var ánægjulegt að lið Grindavíkur sigraði, en ég hefði samt alveg getað unnt Fljótsdalshéraði sigur. Það lið hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Útsvar er tvímælalaust besta sjónvarpsefnið sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á þessi misserin.
Vonandi heldur þátturinn áfram á hausti komanda.
Grindavík vann Útsvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er pottþétt...
13.4.2012 | 20:04
Ef ekki, mega þeir hirða Þorbjörninn.
Glæsilegt framtak
17.3.2012 | 17:09
Þorbjörn hf. er vel að slíkum verðlaunum komin. Muna og minjasýning þeirra, upp- og framsetning hennar er af miklum metnaði gerð og þeim til mikils sóma.
Framtak Þorbjarnar hf. verður vonandi örðum fyrirtækjum hvatning til að varðveita muni og tæki úr sinni sögu í stað þess að fleygja þeim um leið og þeir hætta að þjóna sínum tilgangi. Muni sem geyma í sér og segja sögu lands og þjóðar, með tilvist sinni einni.
En nokkuð skyggir á þessa frétt, að með henni skuli ekki fylgja nein mynd af hinu glæsilega verðlaunaða framtaki Þorbjarnar hf., en látið nægja að birta snobbmynd af tveimur framámönnum bæjarins afhenda forstjóra Þorbjarnar hf. verðlaunin.
-
-
-
Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!
Þorbjörn fékk menningarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er ekki tímabært...
9.2.2012 | 09:56
...að Páll Óskar hætti að anda með rassgatinu? Það virðist einu gilda hversu fúlt þessi maður fretar, hálf þjóðin fer á hliðina af aðdáun.
Voooooooooooouuuvvvovvvváááááááá
9.11.2011 | 19:36
Tóma Krúsin er að koma til landsins. Maður getur bara ekki annað en blotnað við svona fréttir.
Tom Cruise á leið til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Metsölubókin – sem aldrei verður skrifuð
30.10.2011 | 23:21
Er ekki lífið dásamlegt? Það færir sumum auð og frægð fyrir ekkert á meðan það strípar og bælir aðra þó hart leggi að sér.
Stúlku kindin Pippa Middleton, sem fyrir tveim árum var vart talin geta pantað sér kaffi á næstu sjoppu án þess að verða sér til skammar er núna, fyrir mægð við helstu lágkúru Bretlands og þá sök eina, djarflega auglýst sem næsti metsöluhöfundur fyrir óskrifaða og óljósa hugmynd að bók um borð- og dúkaskreytingar.
Já, lífið er sannarlega undarlegt.
Pippa Middleton íhugar að gefa út bók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vesalings tuðran
26.9.2011 | 13:55
Sækjast sér um líkir er sennilegasta skýringin á því að hálfvitar einir laðast að gimbrinni eins og flugur að ljósi.
Laðar að sér eintóma hálfvita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reginhneyksli
14.9.2011 | 21:06
Þetta er hneyksli og ekkert annað. Hvað var konu kindin eiginlega að hugsa?
En stórslysi var þó forðað þar sem hárið á henni var vel krullað og þykki eye-linerinn og rauði varaliturinn voru á sínum stað.
Mætti með verðmiðann undir skónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Jólatréð“ Harpan
21.8.2011 | 12:08
Listaverkið Harpan er loks fullskapað, eftir að kveikt var á ljósunum í glerhjúpnum. Miklar væntingar höfðu verið byggðar upp um mikilfengleikan og dýrðina.
Það var talið niður, allir héldu því niðri í sér andanum, .......svo var kveikt og það fæddist, ..........lítil jólasería.
Tendrun jólaseríunnar, sem gæti allt eins hafa verið keypt á útsölumarkaði Byko, var lokahnykkurinn á vígslu Hörpunnar sem staðið hefur í allt sumar. Núna er sú veislan búin og við tekur að sópa saman reikningunum og greiða þá. Ekki greiða þeir reikningana sem ábyrgðina á þessum skandal bera, það gerið þjóðin, nema hvað.
Ekkert stórfenglegt er við þessa aumu jólaseríu, eða þetta svokallaða listaverk í heild sinni nema þá ef vera kynni tékkinn sem rann ofan í vasa, hins ofmetna listamanns Ólafs Elíassonar. Tékkinn sá verður hinsvegar ekki til sýnis, þó hann sé sagður bæði glæstur og gildur.
Nei tékkinn verður leynó, aðallega fyrir þá sök að hlutaðeigendur vilja auðvitað ekki fyrir nokkurn mun að upplýst verði hversu háar upphæðir þeir létu vélast til að greiða fyrir þennan skandal, skandal sem nú er fullkomnaður.
Þrátt fyrir, eða einmitt vegna opinberunar gærkveldsins heldur húsið enn sessi sínum sem ljótasta hús veraldar og aukinheldur geta Íslendingar núna montað sig af því að eiga stærsta ferkantaða jólatré í heimi.
Ekki ónýtt það, en dýrt er það!
Glerhjúpur Hörpu tendraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Í hverju liggur verðmæti Warhol?
12.5.2011 | 12:05
Sjálfsmynd Andy Warhol hefur verið seld á uppboði fyrir 4,4 milljarð! Ekkert minna.
Myndir eftir Warhol eru unnar með myndvarpa upp úr list og verkum annarra og eru hrein og klár verksmiðjuframleiðsla, yfir- leitt tví- eða þrílita og eiga það allar sameiginlegt að vera ljótar.
Í hverju liggur verðmæti mynda eftir Warhol? Varla í listinni, því í þeim er ekki meiri list eða frumleiki en myndum sem málaðar eru eftir númerum. Slíkar myndir hafa það þó fram yfir listgeldinginn Warhol að þær geta verið fallegar.
Sjálfsmynd eftir Warhol slegin á 4,4 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)