Færsluflokkur: Mannréttindi

Kúkur í lauginni

Þrælahaldsmálið í Vík í Mýrdal er sennilega alvarlegasta saursýnið sem tekið hefur verið úr íslensku atvinnulífi.

Víkurprjón var snöggt upp á lagið og rifti samningi við undirverktaka sinn, þrælahaldarann.  Hjá Víkurprjóni voru menn, að sögn, grunlausir um framferði skítseyðisins. Vonandi er það rétt.

Víða er framleiðslustarfsemi með svipuðum hætti og í Vík. Undirverktakar, sem taka að sér ákveðna verkþætti fyrir önnur fyrirtæki og framleiðendur. Margir þeirra hafa erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.

Mig grunar að víða sé þjónusta undirverktaka verðlögð með þeim hætti að verkaupum sé, eða ætti að vera, ljóst að greiðslurnar geti engan vegin staðið undir samningsbundnum launum og gjöldum þeim tengdum, hvað þá meira.

Þá eru klárlega fleiri lortar í lauginni en bara þeir sem fljóta á yfirborðinu.


mbl.is Mansalsmál: Gæsluvarðhald í mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem þú vilt að aðrir gjöri....

sannleikurinn_og_lifi.jpgÞúsundir manna söfnuðust saman í Róm til þess að mótmæla nýju lagafrumvarpi sem mun veita samkynhneigðum rétt til sambúðar og ættleiðinga.

Hverjir voru það sem mótmæltu jafn  sjálfsögðum mannréttindum?

Voru það hinir þröngsýnu og afturhaldssömu fylgjendur íslam sem neita að aðlagast vestrænu samfélagi og gildum þess?

Nei aldeilis ekki, þetta voru innfæddir, "réttsýnir og sannkristnir", sem líta gjarnan á sig sem rjómann af söfnuði Guðs og handhafa sannleikans.

Þarna fundu hinir "sannkristnu" samhljóm með íslömsku afturhaldi.

Sama rassgatið raunar, þegar að er gáð.


mbl.is Mótmæltu réttindum samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannsvæði karla

menn_banna_ir.jpgVarla hafa lætin á sam- félagsmiðlunum, vegna ummæla Þorgríms Þráinssonar um brjósta- gjöf, farið framhjá nokkrum manni.

Ekki er neinn vafi í mínum huga að með ummælum sínum hafi Þorgrími gengið gott eitt til.

En það sama verður varla sagt um sumar þær konur sem í kjölfarið óðu fram á ritvöllinn dreifandi stóryrðum á bæði borð, af fullkominni illgirni á köflum.

Glæpur Þorgríms er helst sá að honum láðist að fá leyfi hjá þessum konum, einkarétthöfum allrar kvenlegrar umræðu, áður en hann fjallaði um mál sem, eins og allir vita, koma körlum  ekkert við.

Ef marka má Hildi Sigurðardóttur, lektor í ljósmóðurfræðum við Háskóla Íslands, þá voru orð Þorgríms ekki alveg út í bláinn.

Konan sú á aldeilis von á góðu!


mbl.is Hafði Þorgrímur rétt fyrir sér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar....

Þessi samkoma við lögreglustöðina er umhugsunarefni. Aðalkrafa fundarins virðist vera að óþarfi sé að fara að lögum, liggi mikið við!

Satt best að segja átti ég alls ekki von á því að á Íslandi væri til svo margt fólk, svo gersamlega syndlaust, að það teldi sig þess umkomið að grýta samborgara sína með hornsteinum réttarríkisins.


mbl.is „Við þurfum að breytast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni andskotans

hraesni_andskotans.jpgÞjóðarleiðtogar, sem fyrir hálfum mánuði gengu um götur Parísar til varnar tjáningarfrelsi og mannréttindum, streyma nú til Ríad í Sádí-Arabíu til að votta virðingu sína hinum dauða Abdullah konungi, einhverjum helsta fulltrúa mannréttindabrota og kvenkúgunar!

 


mbl.is Ráðamenn halda til Ríad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurunnin hugmyndafræði

Þó útfærslan sé önnur, þá minnir hugmyndafræði Avigdor Liebermann utanríkisráðherra Ísraels, um þjóðhreinsun og brottflutning „óhreinu“ íbúa Ísraels úr landi, óneitanlega á atburði seinni heimsstyrjaldar, þegar „óæðri“ íbúum Þýskalands var smalað þúsundum saman upp í gripaflutningavagna og þeir fluttir á vit örlaga sinna.

 


mbl.is Borgi aröbum fyrir að fara frá Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndafargan andskotans

Það hefur ekkert upp á sig að sækja um leyfi til öskudreifingar til steinrunninna  nefnda kerfiskarla og kvenna, sem telja það skyldu sína að hártoga myglaðar reglugerðirnar til hins ýtrasta og láta allt mannlegt vera sér óviðkomandi.

Hvað ætti svo sem að hindra fólk að dreifa ösku látinna ættingja þar sem þeim sýnist, án opinbers „leyfis“? Ég myndi ekki hika við það, hafi það verið ósk hins látna.

Hver fylgist svo sem með því eða þarf að  vita af því?


mbl.is Fá ekki að dreifa ösku látinnar manneskju við vatnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuhrap

Fallið hefur á helgimyndina Hildi Lilliendahl eftir Kastljós kvöldsins. Hætt er við að viðvarandi brestir hafi komið í  trúboð Hildar og trúverðugleikann.

Það sker í augun að sjá fólk í athugasemdadálkunum nota svipað orðfæri um Hildi og á nákvæmlega sama plani og þau skrif sem það gagnrýnir hana fyrir. Sumir vaða ekki í vitinu.  

Hildur, hefur misstigið sig, en réttlætir það að dæla yfir hana óþverranum?  Ljóst er að margir telja sig  nægjanlega syndlausa til þess. Gætið að orðum ykkar, Hildur er líka manneskja!


mbl.is „Og lætur kallinn taka skellinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrkynjuð kynjarétthugsun

Ég sé ekki hvernig það getur verið kynjamismunun að líkamsræktarstöðvar sérhæfi sig í þjónustu við annað kynið, ef eftirspurn er eftir þannig starfsemi.  

Hvað verður næst í þessari úrkynjuðu kynjarétthugsun? Verða búningsaðstöður sameinaðar í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum, körlum gert skylt að ganga í brjóstahöldurum og  kvenna- og karlasalernum steypt saman?

Raunar er undirbúningur þess síðastnefnda þegar hafin, því í pípunum er víst að körlum verði bannað að pissa standandi.


 

 


mbl.is Ekki gert upp á milli kynjanna í ræktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangi númer 46664

Nelson Mandela bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína og  í mannkynssögunni allri er hann risi.  Nafn hans verður um alla framtíð samofið mannkærleikanum.  

Fangi númer 46664,  takk fyrir þitt risaframlag, takk fyrir brosið í hjarta þínu!


mbl.is Frelsishetja fallin frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband