Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Blađamađur ársins?

Ţađ er niđurstađa blađamannsins ađ Minnie ţessi hafi kennt karlmanns um ţađ leyti sem hún varđ ţunguđ! Ţá vitum viđ ţađ.

.

.

.

Burt međ spillingarliđiđ....... og enga Breta hingađ til landvarna, aldrei!

 


mbl.is Heldur fađerninu leyndu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţetta réttlćti?

Hćstiréttur hefur stađfest 12 mánađa fangelsisdóm hérađsdóms yfir  24 ára manni fyrir tvöfalt manndráp af „gáleysi“ ţegar hann međ vítaverđum framúrakstri olli slysi ţar sem 5 ára stúlka lést, í bílnum sem á móti kom,  8 ára bróđir hennar og fađir slösuđust alvarlega, drengurinn lamađist m.a. varanlega. Farţegi í bíl ökuníđingsins  lést einnig.

Níđingurinn slapp sjálfur međ minniháttar meiđsl, ţví miđur leifi ég mér ađ segja.

Auk fangelsisdómsins var níđingurinn sviptur ökuréttindum í 4 ár! (??) 

Ekki verđur séđ ađ níđingurinn hafi sýnt iđrun eđa lćrt af reynslunni ţví á nokkrum mánuđum eftir slysiđ var hann stöđvađur alls 9 sinnum fyrir hrađakstur. (Hvernig er međ  punktakerfiđ? ) Auk ţess laug hann fyrir dómi, framburđur hans var vćgast sagt verulega á skjön viđ framburđ vitna.

12 mánađa fangelsi, sem ţýđir 6, hámark 9 mánuđi inni, er ótrúlega vel sloppiđ fyrir dráp á tveimur manneskjum og ćvilangrar örkumlunar á  8 ára dreng. Og eftir 4 ár fćr ţetta „djásn ţjóđveganna“ ökuleyfiđ aftur, mađur sem aldrei ćtti ađ fá ađ koma nálagt bíl aftur, nema til ađ láta hann keyra yfir sig.

Ţessi dómur er ţeim dómur sem hlífa skildi. Fórnarlömbin hafa nú fengiđ, sem blauta tusku í andlitiđ, ofan á allt annađ ađ líf og limir ţeirra eru ekki meira metin af dómstólum en ţetta. 

Ţetta er svívirđa.

   
mbl.is Árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fáheyrđ vinnubrögđ

böns af peningumFjármálaeftirlitiđ (FME) segir ađ hafin sé vinna óháđra sérfrćđinga, sem skilanefndir bankanna hafi fengiđ til liđs viđ sig, á mögulegum lögbrotum í starfsemi bankana.
.
Gott og vel en hverjir eru ţessir óháđu sérfrćđingar?  Eru ţeir erlendir eđa innlendir og ef innlendir hefur veriđ gengiđ úr skugga um óvefengjanlegt hćfi ţeirra til verksins, eđa er ţetta enn ein fjölskyldu rannsóknin?
.

Ef lögbrot hafa veriđ framin í bönkunum er ţá ekki ljóst ađ ţau hafa veriđ framin af blankurstarfsmönnum ţeirra, eđa í ţeirra ţágu? Jú ţađ liggur í augum uppi, ţađ sér hvađa bjáni sem er.

Er ţá ekki undarlegt ađ ţessir hugsanlegu brotamenn skuli , á međan á rannsókn stendur, vera áfram í sínu gamla starfi hjá bönkunum međ fullan og óskertan ađgang ađ öllum rannsóknargögnum? Menn sem hugsanlega gćtu átt allt undir ţví ađ ekkert komi út úr rannsókninni.

Hversu gáfulegt er ţađ, ef menn á annađ borđ leita sannleikans?

Ekki er líklegt ađ pappírstćtarar bankana eigi náđuga daga framundan.

Burt međ spillingarliđiđ....... og enga Breta hingađ til landvarna, aldrei!


mbl.is Skođa meintar milljarđafćrslur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju heimur!

Obama 12Međ kjöri Baracks Obama sem 44. forseta Bandaríkjanna getur mannkyn allt andađ léttar, nýir tímar eru framundan, ný stefna hefur veriđ valin, ný von hefur veriđ vakin.

Tveir og hálfur mánuđur eru ţar til Obama tekur viđ lyklavöldum í Hvíta húsinu vestur ţar og leysir af hólmi lélegasta forseta Bandaríkjanna og hćttulegasta forseta par sögunnar, Bush og Cheney.

Ţeirra verđur ekki  saknađ.


mbl.is Obama: Ţetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Talađ fyrir daufum eyrum

Tek undir hvert orđ Sambandsstjórnar Farmanna og fiskimannasambands Íslands. Á sama tíma og viđ styrkjum ćfingar erlendra herja um hundruđir milljóna liggja varđskipin tvö bundin viđ bryggju vegna fjárskorts.

Ég óttast ađ ríkisstjórnin láti ţessi mótmćli sem vind um eyru ţjóta, ţetta er örugglega eitt af ţví sem ţjóđinni kemur ekki viđ, eđa mikill misskilningur eins og Björn Bjarnason myndi orđa ţađ. 

.

.

Enga Breta hingađ til landvarna í desember, aldrei.


mbl.is Stjórnvöld afţakki loftrýmiseftirlit Breta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslenskir stríđsleikir

Nato-AirpowerAđ eyđa 1.400.000.000,00 kr. á ári í varnarmál á Íslandi var í bestafalli vafasamur gjörningur ţegar best árađi og peningar uxu á trjánum. Ţegar krumla kreppunnar  herđir ađ er svona bruđl fráleitt og verđur ađ slá af.

Nú er einhver 13 manna hćttumatsnefnd  (!!) ađ störfum ađ meta ógnir ţćr sem ađ okkur steđja,  beđiđ er eftir ađ hún skili af sér. Ţá verđur vćntanlega eitthvađ gáfulegt gert.

Alveg frá lokum síđari heimstyrjaldar höfum viđ mátt búa viđ ógn og ótta um öryggi okkar. Stöđugum og viđvarandi áróđri var haldiđ ađ okkur í áratugi, um Rússagrýluna sem beiđ tćkifćris ađ hremma okkur, hina frjálsu menn og fćra okkur í fjötra kommúnismans.

Nú hefur löngu komiđ í ljós ađ ógnin var áróđur og ímyndun ein, ímyndun manna sem aldrei uxu upp úr ţeim ótta barnsins ađ skrímsli vćri undir rúminu. Hinir frjálsu menn hrepptu sjálfa sig í tómur tankurfjötra ţröngsýni og ţráhyggju.

Sumir hafa aldrei sćtt sig viđ ţá stađreynd ađ kaldastríđinu er löngu lokiđ og halda sig viđ sinn leist og kjósa ađ lifa áfram í sínum ótta.

Látum ţá ekki ráđa för, hćttum öllum tindátaleikjum og stríđsćfingum, ef ekki af ţví ađ ţađ er skynsamlegt, ţá vegna ţess ađ ţađ er nauđsynlegt og óumflýjanlegt.

.

.

Enga Breta hingađ til varna í desember, aldrei.

  
mbl.is Takmörkuđ sannfćring fyrir varnarmálafrumvarpinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fyrsta bindi Hvítbókar komiđ út.

peningarŢađ er grafalvarlegt ef í ljós kemur ađ FME hefur lagt blessun sína yfir ţetta og á ţeirri forsendu ađ annars yrđi yfirmannaskortur í bönkunum!  Spyrja má hvort ţessir menn hafi einhvern tíma veriđ hćfir stjórnendur?

Ţetta er eins og leiđa kófdrukkinn mann undir stýri á rútu fullri af fólki og hann látinn aka, á ţeirri forsendu ađ hann vćri sá eini sem hefđi rútupróf.

Ef ţetta verđur látiđ standa, er dag ljóst hvernig stjórnvöld ćtla ađ standa ađ verki viđ „hreingerninguna“.  Sukkinu og svínaríinu verđur sópađ undir teppiđ.  Vafasamt er ađ nokkur önnur ţjóđ búi yfir jafn mikilli reynslu og státi af jafnmörgum reynsluboltum, í ţeirri íţrótt og Íslendingar.   

„Hvítbókin“ svokallađa verđur ţá nákvćmlega eins og hún var sýnd í Spaugstofunni á laugardaginn.

  
mbl.is FME hefur ekki samţykkt niđurfellingu skulda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bókunin vantraust á Geir?

GeirEfni umrćddar bókunar hefur ekki veriđ birt ţannig ađ viđ vitum ekki út á hvađ hún gengur annađ en ađ Samfylkingin hafi ađ sögn dregiđ til baka stuđning sinn viđ Davíđ Oddson sem Seđlabankastjóra.

Forsćtisráđherra fer međ málefni Seđlabankans og ber ţví höfuđábyrgđ á öllu sem ađ honum snýr. Geir Haarde hefur fram ađ ţessu alfariđ hafnađ öllum breytingum á stjórn Seđlabankans, ţrátt fyrir vaxandi ţrýsting ţar um.

Ţessi bókun, međ fyrirvara um ţađ sem ţar stendur,  er ţví ekki  um vantraust á Davíđ Oddson heldur fyrst og fremst alvarleg athugasemd viđ embćttisfćrslur forsćtisráđherra.

Ţađ eru ţví ekki nema tvćr leiđir út úr ţessari krísu, önnur er sú ađ Geir axli sín skinn,  gefi eftir og reki Davíđ og stjórnin sitji áfram, í skugga trúnađarbrests eđa hinn leiđin, stjórnarslit.

Velji Geir ađ verja sinn Davíđ ţýđir ţađ ekki annađ en stjórnarslit og ţá á hann aftur tvo kosti.  Ađ hundsa bókunina međ öllu og láta Samfylkinguna segja sig úr stjórninni, hún á ţá ekki annan kost, vilji hún viđhalda trúverđugleika sínum. Eđa fara á fund Ólafs út á Bessastađi og biđjast Steingrímur2lausnar fyrir sig og ráđuneyti sitt.

Hvora leiđina sem Geir ákveđur ađ fara  er ólíklegt ađ hann rjúfi í leiđinni ţing ţví kosningar eru örugglega ekki ofarlega á ađgerđalista Geirs. Líklegra er ađ hann reyni ađ mynda nýja stjórn međ VG.

Ólíklegt ţykir mér ađ Steingrímur stökkvi á vagninn og gefi Sjálfstćđisflokknum líf.

En mađur á víst aldrei ađ segja aldrei.

.

.

Og enga Breta hingađ til landvarna, aldrei.

 


mbl.is Samfylking afneitar Davíđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland í dag

 

geir brúđaŢetta eru Galdur og Donni, langvinsćlustu skemmtikraftar landsins í dag.

Eftirspurnin eftir ţeim félögum hefur veriđ slík ađ ţjóđin hefur steypt  sér í botnlausar skuldir til ađ geta notiđ ţessara gleđigjafa sem lengst.

Ţeir hafa fćrt birtu og yl í hjörtu landsmanna á ţessum seinustu og verstu tímum.

.

.

 
mbl.is Rćddu lítiđ um IMF
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rétti andinn

Tek ofan fyrir meirihlutanum í Reykjavík, ţetta er máliđ.


mbl.is Reykjavík íhugar framkvćmdir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.