Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Það var þyngra en tárum taki.....
11.12.2008 | 14:30
..... var að heyra Ingibjörgu Sólrúnu á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nánast hrósa sér af því að bætur almannatrygginga undir 150 þús. yrðu ekki skertar en skerðing kæmi þar fyrir ofan.
Svo eru skattar hækkaðir á þessu fólki með bros á vör. Allir sem hafa yfir 91.440 kr í stað 95.280kr áður greiða nú tekjuskatt og tæpum 2000kr meira verður plokkað af atvinnuleysisbótum en áður.
Þetta er lagt á þetta fólk sem þegar hefur orðið nauðugt að taka á sig 30 til 40% hækkun á nauðsynjum án þess að fá hönd við reist. Þeir sem sökina bera á ósköpunum, njóta friðhelgi, þeirra ró má ekki raska.
Þvílíkur manndómur Ingibjörg, þvílík hetjudáð, þvílík reisn, þvílík jafnaðarmennska.
Blóðug fjárlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveiattan Ingibjörg
11.12.2008 | 11:54
Skattar hækka og enn og aftur á að leggja þyngstar byrgðar á þá sem ekkert hafa til skiptana til að borga syndir sjálftökuliðsins, sem ekki má fyrir nokkurn mun hrófla við. Það fólk má ekki missa svefn.
Það er varla hægt að skamma Sjálfstæðisflokkinn fyrir þetta því þetta er þeirra eðli, að kúga minnimáttar svo hægt sé að hlífa þeim ríku og ekki við öðru að búast úr þeirri átt.
En Samfylkingin á ekki að gera svona, því segi ég svei Ingibjörg, svei þingmenn Samfylkingar, svei svona gera jafnaðarmenn ekki!
Tekjuskattur og útsvar hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lítið skref fyrir mann....
9.12.2008 | 14:44
.... en risastökk fyrir Geir H. Haarde, sem loks tekur af skarið og segir .....Davíð LÝGUR!
Kannast ekki við 0% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bush segist vera einfeldningur
9.12.2008 | 13:56
Undarlega skarplega athugað hjá honum, enda getur maður, sem grautar saman sköpunarsögunni og þróunarkenningunni vart verið annað.
Sennilega kemst Bush aldrei nær því að sýna smá glóru því allt virðist í graut í kollinum á aumingja manninum.
Aðspurður hvort hann væri Guðs útvalinn til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna sagðist G.W.B. ekki geta rætt það.
Trúlegast er það ríkisleyndarmál, því það myndi ekki auka traust manna á þeim náunga ef það vitnaðist að hann hefði haft hönd á bagga við kjör Bush sem forseta, með minnihluta atkvæða.
Útvalinn eða bara einfaldur forseti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sloppið fyrir horn
7.12.2008 | 17:42
Um kl. 4 í nótt fann Inga reykjarlykt og fór að kanna málið. Reykur var kominn í þvottahúsið og eldhúsið en enginn eldur sýnilegur. Reykurinn kom upp um óþétta lúgu í þvottahúsgólfinu þar sem áður hafði verið stigi á milli hæða. Þetta er gamalt tvílyft steinhús með timburgólfi á milli hæða.
Dóttir mín hringdi strax í 112 og fór svo út og reyndi að vekja upp á neri hæðinni. Fólkið í annarri íbúðinni vaknaði strax og kom sér út en enginn svaraði í þeirri sem "eldurinn var" í, hvernig sem barið var.
Slökkvilið, lögregla og sjúkralið komu að vörmu spori, réðust til inngöngu í íbúðina og fundu ungan mann meðvitundarlausan í íbúðinni, eldur reyndist sem betur fer ekki enn laus, en pottur var á eldavél með einhverju góðgæti sem orðið var töluvert ofeldað. Hiti var orðin mikill og aðeins mínútu spursmál að allt hefði farið í bál.
Íbúðin okkar var orðin pökkuð af reyk og einhvern tíma tók að reykræsta, og eftir situr illa þefjandi íbúð og einhverjar reykskemmdir. Af einhverjum ástæðum lét reykskynjari heimilisins sér fátt um finnast og tjáði sig ekkert um málið. Hans framkoma er litin mjög alvarlegum augum.
Ég er kominn á þann aldur að þessir klassísku innanstokksmunir, svo sem húsgögn og heimilistæki, hafa ekki mikið tilfinningalegt gildi, mestu verðmætin liggja í persónulegum munum fjölskyldurnar, sem aldrei fást bættir með fé. Ég hefði mest séð eftir bókasafninu mínu ef allt hefði farið á versta veg en fyrir lukkunnar tilverknað gerðist það ekki.
Ég vona að unga manninum hafi ekki orðið meint af þessari matseld sinni.
Oft veltir lítil þúfa ..... ......
7.12.2008 | 14:55
Það er alveg magnað að allt skuli ætla um koll að keyra í þessu mikla ríki Kína þegar þessi ljúfi maður, Dalai Lama ræskir sig.
Ég get rétt ímyndað mér viðbrögð Kínverja, kæmi um það athugasemd frá Evrópu, hverja stjórnvöld þar í landi hittu að máli.
Viðbrögð Kínverja eru undarleg, því þau gera ekkert annað, en það sem þeir vilja forðast, að vekja athygli á Dalai Lama.
Ef Kínverjar ná ekki upp í nefið á sér yfir þessari móðgun Frakklandsforseta í þeirra garð, þá er það þeirra vandamál, ekki angrar það mig, nema síður sé.
Fordæma fund Sarkozys og Dalai Lama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, Geir ......þú segir það
6.12.2008 | 13:11
Barstu þetta undir Davíð, Geir? Eða kemur Davíð í fréttirnar í kvöld og skýtur þetta í kaf svo þú getir enn á ný lýst yfir fullu trausti á Seðlabankastjóranum strax í býtið á morgun.
Aðildarviðræður koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blessuð kirkjan söm við sig.
5.12.2008 | 19:35
Fyrr frýs í Helvíti en að Kaþólska kirkjan feti sig í átt að frjálslyndi.
Áttu menn raunverulega von á einhverju öðru frá þessari mestu kreddu- og afturhaldsstofnun veraldar í Guðs blessaða nafni?
Pilsaráðið kærir erkibiskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Harmafregn
5.12.2008 | 10:39
Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að Rúnar Júlíusson átti sér rúm í hjörtum allra landsmanna. Hans verður sárt saknað og það skarð sem hann skilur eftir sig verður seint eða aldrei fyllt.
Ég votta fjölskyldu hans og aðstandendum öllum, mína dýpstu samúð.
Rúnar Júlíusson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóstýra í húminu
4.12.2008 | 12:53
Þessi styrking krónunnar á fyrstu klukkutímunum eftir að krónan var sett aftur á flot er örlítið jós í öllu myrkrinu.
Vonandi verður þetta eitt af jólaljósunum í ár, jólaljós sem ekki verður tekið niður eftir jólin.
Krónan styrkist um 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |