Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Hvað þarf stóran bolta?
16.12.2008 | 17:46
Þar sem ég er ekki kona er ég kannski kominn út á hálan ís að blogga um þetta mál af vanþekkingu einni saman.
En ég get ekki annað en spurt sjálfan mig og ykkur konur, hvernig í ósköpunum er hægt að vera með bolta sem er sex cm í þvermál upp í leggöngunum dögum saman án þess að vita af því?
Ég spyr því eins og asni, er þetta normal?
Skildi bolta eftir í leggöngum konu | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Litla Ísland minnir á sig.
16.12.2008 | 17:23
Enn heldur litla Ísland áfram að skekja Danmörku og Svíþjóð. Kannski eftirhreytur bankahrunsins?
Ísland og Afríka ollu skjálftanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skal hundur heita, ef ekki er refur
16.12.2008 | 15:21
Þeir hafa verið bölvaðir refir í gæludýrabúðinni að pranga ref inn á saklausan manninn.
.
Hundurinn reyndist refur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skór .45 Magnum
16.12.2008 | 09:05
Skókastarinn Muntadhar al-Zeidi er orðin þjóðhetja. Það er hreint ekki undarlegt, því Bush er holdgerfingur þess illa í hugum velflestra Íraka. Ekki að undra, Bandaríkjamenn hafa klúðrað öllu sem hægt var að klúðra í Írak.
Í samskiptum við framandi menningarheima falla Bandaríkjamenn aftur og aftur á prófinu og alltaf á því sama. Þeim er fyrirmunað að sjá hlutina út frá öðru sjónarhorni en þeirra eigin, sem er ekki beinlínis víðsýnt og frjálslynt þegar á reynir.
Þeir vaða yfir allt og alla á skítugum skónum og bandarískum gildum er troðið upp á menn nauðuga viljuga.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál al-Zeidi verður höndlað, eftir Írönskum lögum eða Bandarískum þar sem árás á forseta Bandaríkjanna er mega glæpur, og gildir einu þótt viðkomandi teljist heiladauður.
Skókastarinn orðinn þjóðhetja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þungir dómar?
15.12.2008 | 14:17
Fyrirsögnin á þessari frétt er Þungir dómar í Keilufellsmáli. Ég get ómögulega séð hvernig tvö og hálft og þriggja og hálfs árs fangelsi geti talist þungur dómur.
Mér finnst dómarnir síst of þungir og hæfa afbrotinu sem var gróf líkamsárás þar sem m.a. var beitt, járnstöng, járnröri, hamri, sleggju, gaddakylfu, golfkylfu, hafnaboltakylfu, hníf og öxi. Fórnarlömbin sjö hlutu sumir hverjir alvarlega áverka.
Það alvarlega er að aðeins fjórir af 10 eða 12 árásarmönnum hlutu dóma. En blaðamaðurinn sem fannst þetta þungur dómur getur huggað sig við að Hæstiréttur mun, ef að líkum lætur, milda dómana til muna.
Þungir dómar í Keilufellsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Santa Bush
14.12.2008 | 21:15
Bush stjórnin hefur eins og algjörir jólasveinar ausið tugum milljarða dollara hægri vinstri í Írak, sem að mestu hefur orðið spillingunni að bráð.
Ætli maðurinn hafi ekki bara trúað því að Bush karlinn væri jólasveinninn og viljað fá gott í skóinn?
.
Bush varð fyrir skóárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að komast í blöðin
14.12.2008 | 19:57
Fyrir athyglissjúkar ekkjur getur greinilega verið mjög gagnlegt að eiga fryst sæði látins eiginmanns.
Ef sæðið er ekki nýtt til síns eina tilgangs, getur sú athyglissjúka alltaf komið sér í blöðin með því að segjast eiga það á lager og íhuga jafnvel að nota það en geti ómögulega gert upp við sig, af eða á.
Eignast Thompson barn eftir dauða sinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjallar ætla í EBE
14.12.2008 | 12:50
Í viðtali við Fréttablaðið segist Geir H. Haarde forsætisráðherra ekki óttast klofning Sjálfstæðisflokksins vegna Evrópumála á landsfundinum í janúar, samkvæmt frétt á Vísi.is.
Geir segir m.a.: Verði menn ekki sáttir við niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi þá eigi þeir ekki aðra kosti en að ganga til liðs við Vinstri græna.
Þessi fullyrðing Geirs H. Haarde er mjög athyglisverð. Forysta flokksins er sem sagt búin að ákveða, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins muni samþykkja að æskja eftir inngöngu í Evrópusambandið.
Þeir sem ekki vilja það geti gengið til liðs við VG, en það gera góðir Sjallar að sjálfsögðu ekki, segir Geir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Saurug Madonna og dýrlingurinn Pinochet
12.12.2008 | 15:06
Athæfi Madonnu, losti, saurugar hugsanir, saurugar athafnir og skammarleg hegðan eru móðgun við guð og óhreinn blettur á okkar hjarta segir kardínálinn Jorge Medina í Chile.
Ekki kæmi það á óvart að kardínálinn hafi haft rifu á öðru auganu þegar Madonna fór hjá til að sjá syndina holdi klædda.
Þeim félögum prestinum og Guði virðist misboðið sjáist smá hold, en virðast hafa mestu velþóknun á óþverrum á borð við Augusto Pinochet, sem stóð fyrir pyntingum og morðum á þúsundum manna í Chile. Ekki saurugur syndari dýrlingurinn sá.
Það getur varla verið eftirsóknarvert að komast í sælu Himnaríkis ef þar eru í hávegum hafðir menn á borð við Augusto Pinochet.
Madonna sökuð um að móðga guð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg hættu að bulla út í eitt.
12.12.2008 | 13:34
Frasakenndar upphrópanir Ingibjargar Sólrúnar, undanfarna daga, að ríkisstjórnin ætli að standa vörð um velferðina eru í hæsta máta undarlegar og torskildar í meira lagi.
Ingibjörg er mjög hissa á gagnrýni Gylfa Arnbjörnssonar í gær, því ríkisstjórnin hafi reynt að standa vörð um velferðina!
Er ekki ríkisstjórnin, með sinn meirihluta á Alþingi, eini aðilinn sem getur bætt eða skert kjör í velferðarkerfinu? Fyrir hverjum þarf ríkisstjórnin að reyna að verja kerfið? Sjálfri sér, það gefur auga leið. Sótti ríkisstjórnin svo hart að sjálfri sér að varnirnar brustu?
Hverjum vilja ráðherrarnir kenna um árásir á velferðakerfið, jólakettinum? Hann er auðvitað kjörinn blóraböggull.
Og svo kórónar Ingibjörg bullið og segir að hátekjuskattur skili svo litlu að það taki því ekki að angra hátekjumenn með honum. Þvílík helvítis steypa.
Allir eiga að taka þátt í endurfjármögnum auðmannastyrkjakerfisins, nema auðmenn að sjálfsögðu, sem eru ekki aflögufærir, því er nauðsynlegt að kafa dýpra í tóma vasa vesalinga þessa lands til að ná fullum jöfnuði í anda Ný-Samfylkingar. Svei.
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |