Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Davíðsstjörnuhrap

Davíð ber fyrir sig bankaleynd og neitar að skýra viðskiptanefnd Alþingis frá vitneskju sinni um hvað varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann á sínum tíma!no comment2

En var hann ekki einmitt að gefa það í skyn á fundi Viðskiptaráðs nýlega að hann myndi greina frá þessu síðar ef að honum yrði vegið?

Hvernig geta upplýsingar af þessu tagi fallið undir bankaleynd, er þetta ekki  hreinræktað milliríkjamál? Ef bankastjóri fær vitneskju um glæp út í bæ, fellur þá glæpurinn sjálfkrafa undir bankaleynd?

Þegar hagmunir þjóðarinnar eru á línunni gildir bankaleynd, en þegar kemur að persónulegum hagsmunum Davíðs, má bankaleyndin missa sig. Eru þetta skilaboðin?

Hvernig vill Davíð láta þjóðina minnast sín?

  
mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„I‘ll be Back“

Sá Davíð sem fram kemur í þessu viðtali er ekki þessi landsföðurlegi algóði Davíð sem haldið var að þjóðinni  til að „skapa rétta ímynd“ af honum. Nei hér er Davíð loks mættur í eigin persónu, hér er Davíð mættur grímulaus, sá Davíð sem passað var upp á að ekki sæist opinberlega.  Sá Davíð sem  vanist hefur því að fá sitt fram, með hótunum ef ekki vill betur.

Tala þeir svona sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, umfram allt annað?

Nú tilkynnir Davíð að verði honum vikið frá Seðlabankanum þá snúi hann aftur í pólitík. Þvílík hótun því samkvæmt skoðanakönnun Fbl. í nóvember þá segjast 4,7 prósent  myndu styðja Davíð í sérframboði,  7,8 prósent sögðust myndu styðja Sjálfstæðisflokkinn ef hann væri leiddur af Davíð. Afstöðu tóku rúmlega 95%.

Samkvæmt þessu mun Davíð ekki hafa neitt bakland og enginn veit það betur en hann. En hann veit, að þeir sem nú eru sagðir „stjórna“  Sjálfstæðisflokknum og alist hafa upp við hans stjórnunarhætti, ægivald og hótanir munu hlusta, nauðugir viljugir og lúta þrælsóttanum. 

Besti leikur Geirs í stöðunni væri að segja einfaldlega...... já Davíð að koma aftur,  fínt, látum hann fara í sérframboð og sprikla með Hannes á bakinu, það vill þá enginn, þetta mun aðeins styrkja mig og auka fylgi Sjálfstæðisflokksins.

En þetta gerir Geir ekki, kjarkinn skortir.

Að fá Davíð aftur í pólitíkina grímulaust er kannski eina raunhæfa leið Geirs að losna við Davíð bæði úr bankanum og pólitík.

En þjóðin veit hvað hún vill og því er henni það hvað brýnast að fá úr því skorið hvor þeirra sé formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð eða Geir.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósmekkleg lágkúra

neiOpið bréf  Femínistafélags Íslands til dómsmálaráðherra og dómara getur í bestafalli talist  ósmekklegt og lágkúrulegt og ekki sæmandi félagsskap sem vill láta taka sig alvarlega. Ég verð að játa að mér hefur oft fundist skorta á það hjá félaginu.

Ég hef oft gagnrýnt dóma í nauðgunarmálum, sem mér hafa þótt almennt of vægir. Það er brýnt að halda stjórnvöldum við efnið, því þetta eru að sönnu grafalvarleg mál.

Auðvitað segjum við nei við nauðgunum en það er ekki sama hvernig á er haldið, þetta er klárlega ekki leiðin til lausnar. 


mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru menn að hugsa?

Ég sá í fréttum að þeim svæðum sem sýkta síldin hefur veiðst á hafi verið lokað að tilmælum Hafró. Er það rétt aðferð? Allt að 30% af þeirri síld sem veiðist þessa dagana mun vera sýkt og sennilega er svo um allan stofninn.

síldSjómenn sækja að sjálfsögðu ekki í sýkta síld sé annað í boði, því hún getur aðeins farið í bræðslu, sem gefur miklu minna verðmæti, en fari hún til manneldis. Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á kvóta vegna ástandsins.  

Væri ekki skynsamlegt að opna svæðin strax aftur, veiða síldina til bræðslu frekar en að láta  hana drepast engum til gagns.

Útgerðinni og sjómönnum yrði bætt tekjutapið með því að hlutfall sýktar síldar yrði ekki dregið frá kvótanum, enda drepst síldin hvort eð er óveidd og hverfur úr stofninum.


mbl.is Þriðja hver síld sýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfvirk salerni?

Sjálfvirk salerni, þarf maður þá ekkert að gera sjálfur?


mbl.is Notkun sjálfvirkra salerna eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðsnjöll kjaraskerðingar áform

Hugmyndin að tímabundinni launalækkun æðstu embættismanna ríkisins er svo sem góðra gjalda verð ef ekki væri fyrir þá sök að þegar hún hefur náð fram að ganga hefur verið gefið út veiðileyfi á öll laun í landinu.

Launalækkun verður á alla línuna, enda er það megin markmiðið,  engum verður hlíft.

Eðli máls vegna ekki hægt að fella gengið meira. Þetta er því einhver best dulbúna launalækkunaráform ríkisstjórnar á lýðveldistímanum og snilldarhugmynd því fólk stekkur á vagninn og nánast krefst þannig lækkun eigin launa, ofan á allt annað.

Laun hins venjulega launþega munu ekki eins og laun embættismann ganga sjálfvirkt til baka þegar birtir á ný í þjóðfélaginu eða gildistíma skerðingarinnar lýkur. Almenningur þarf, eins og alltaf áður að sækja launin aftur með svita, blóði og tárum.

Magnað hvað margir eru ginkeyptir fyrir þessu bulli.  


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður húmor

Góð hugmynd, góður húmor, sem vekur athygli og umfram allt, ekkert skemmt.

 


mbl.is Neyðarkall frá Kristjáni IX
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka tuttugu

 

ragnhildur S JónsSkemmtiþáttur Ragnheiðar S. Jónsdóttur, Gott kvöld, hefur allt til að bera sem góður þáttur af þessari gerð þarf að hafa, þó er hann dæmdur til að mistakast.

Ástæðan er einföld, þetta er sama formúlan og notuð var af RUV í þættinum  „Á tali hjá Hemma Gunn“ á síðustu öld og hefur verið í notkun óslitið síðan, aðeins undir breyttum formerkjum, nýju nafni og nýjum gestgjafa.

„Gott kvöld“ er einfaldlega „taka tuttugu“ af sama þættinum. 

Viðmælendur þessa þátta eru alltaf þeir sömu, fólk úr skemmtanabransanum eða pólitíkinni, fólk sem búið er að segja sína söguhemmi gunn oftar í svona þáttum en tölu verðu á komið.

Þótt vel sé til þáttar Ragnheiðar vandað, umbúnaður og sviðsmynd hin glæsilegasta svo ekki sé talað um stórglæsilegan þáttastjórnandann, þá nær þátturinn ekki að yfirstíga þá staðreynd að formúlan er orðin þreytt,  þvæld og úr sér gengin.

.


mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og?

Hver er pælingin? Reikna menn með því að geta krafið hræið um bætur ef sekt þess sannast? Veltur á því hvor var í rétti.


mbl.is Varð hvalurinn fyrir Herjólfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband